Fréttir

Tölublað

Fréttir - 25.10.1918, Blaðsíða 1

Fréttir - 25.10.1918, Blaðsíða 1
V FR TTIR .\ DAGBLAÐ 177. blað. Reykjayík, föstndaginn 25. október 1918. 2. árgangnr. íjagur almennings. Allra augu mæna nú til friðar- "vonanna úti í heimi. Loftskeytin ■virðist benda í friðaráttina, þótt enn sé vafalaust Iangt í land að fullur friður komist á og jafnvægi á viðskiftalífið með þjóðunum. Svo langt er komið, að stjórn- endur ófriðar-ríkjanna eru farnir að talast við — í fjarlægð að vísu og fyrir milligöngu annara enn sem komið er, en það er þó spor í áttina. Innan skamms er ástæða til að vona, að þeir talist sjálfir við á allsherjar friðarþingi. íslendingum er orðið mál að fá friðinn, eins og öðrum þjóðum, enda þótt til þessa hafi styrjöldin ef til vill minst komið við oss af öllum þjóðum veraldar. Hún hefur þó þröngvað kosti vorum á marga lund. Bæði þjóðin i heild sinni og allur þorri ein- staklinga hennar ber þungar skulda- byrðar vegna dýrtíðar og örðug- leika er af henni stafa, þótt stöku menn hafi máske auðgast á henni heldur en hitt. Engum, sem opin hefur augun, blandast hugur um, að ástandið er mjög ískyggilegt með almenn- ingi, einkum í kaupstöðunum; þeim verður dýrtíðin tilfinnanleg- ust, er enga vöru-framleiðslu hafa, einskis góðs njóta af hækkuðu verði á innlendri vöru, en kenna sáran á verðhækkun hinnar útlendu. Því er að vísu svarað til að kaupgjald alþýðu hafi hækkað að miklum mun á styrjaldar-árunum. En fari menn að litast með sann- sýni um á heimilum fátækra verka- manna, hvort heldur eru daglauna- menn, eða þeir er fyrir mánaðar- kaup vinna ýms ákveðin störf, þá mun þess lítil merki sjá. Og þótt stöku atvinnurekendur hafi sýnt þann drengskap og þá sann- girni, að veita starfsmönnum sin- um nokkra dýrtíðaruppbót, þá sér það eigi langt, þegar lífsnauðsynjar allar eru svo dýrar, að nú eru 10 krónur eigi meira virði, en 3 kr. áður, þegar öllu er á botninn hvolft. Má til sönnunar því benda á hið gífurlega verð eldsneytis og húsa- leigu, er enginn getur án verið, svo að eitthvað sé nefnt. Það er og áreiðanlegt að fatnaður og fæði $ almennings er mjög af skornum skamti. Fannig er ástandið þrátt fyrir það, þótt þeir, er telja Islendinga hafa auðgast á styrjöldinni, bendi Loftskeyti. % I. Brezkar íréttir 24. okt. Svar VIilsous til þjóðverja. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur birt eftir- farandi orðsendingu sína til sendiherra Svisslands í Bandaríkjunum, er, sem stendur, gætir einnig hagsmuna Ljóðverja í Bandarikjunum: í stjórnarráði Bandaríkjanna 23. okt. 1918. Herra minn! Eg hef þá sæmd að viðurkenna við- töku orðsendingar yðar, dags. 22. þ. m., þar sem þér flytjið erindi dags. 20. þ. m. frá þýzku stjórninni, og þá jafnframt að tjá yður, að forsetinn hefur falið mér að svara því svo sem hér segir: Með því að forsetinn hefur fengið hátíðlega og skýra yfirlýsingu þýzku stjórnarinnar um það, að hún gangi skilyrðislaust að friðarskilmálum þeim, er forsetinn kvað upp í ávarpi sínu til þings Bandaríkjanna 8. jan. þ. á. og aðalatriðum málamiðlunar þeirrar, er hann setti fram í síðari ræðum, einkum í ræðu sinni 27. sept. síð- astl. — og með því að þessi ósk og uppástunga stafar eigi frá þeim, sem hingað til hafa stýrt stjórnmálum Pjóðverja og stýrt núverandi ófriði fyrir Pýzkalands hönd, heldur kemur hún frá ráðherrum, er mæla í um- boði meirihluta ríkisþingsins og yíirgnæfandi meirihluta hinnar þýzku þjóðar, — og með því að forsetinn hefur ennfremur fengið ákveðið loforð hinnar núverandi þýzku stjórnar um það, að þýzkar hersveitir skuli gæta hern- aðaraðferða þeirra, er siðuðum mönnum samir, bæði á sjó og landi, — þá finnst forseta Bandaríkjanna að hann geti eigi hliðrað sér hjá, að leggja tillöguna um vopna- hlé fyrir stjórnir þær, er stjórn Bandaríkjanna er í sambandi við. Hann álítur það samt sem áður skyldu sína að lýsa aftur yfir því, að hið einasta vopnahlé, er hann telur réttmætt að leggja til álita, er það vopnahlé, er veita myndi Bandaríkjunum og samherjum þeirra aðstöðu til þess að koma fram því skipulagi, er ásátt kynni að verða um, og gera endurnýjaðan fjandskap af hálfu Ljóð- verja ómögulegan. Forsetinn hefur þessvegna lagt bréfáV’iðskifti sín við hin núverandi þýzku stjórnarvöld fyrir stjórnir þær, sem Bandaríkjastjórn er í sambandi við sem ófirðaraðili, ásamt þeirri tillögu, að ef þessar stjórnir eru á því að semja frið með skilmálum þeim og aðalatriðum, sem á ýmislegt í fari og atferli almenn- ings, er þeim virðist bera vott um hið gagnstæða, svo sem það, að eigi sjái á, er skemtanir eru í boði, að pyngja fólksins sé léttari, — »>bíóin« séu full, »bílarnir« þjóti í skemtiferðir dag og nótt fullir af fólki um allar götur og út úr bæn- um, og áfengi sé keypt af leyni- sölum á 25 kr. flaskan og fái færri en vilja. Fví skal eigi á móti borið, að margir fara gálauslega að ráði sínu, líta að eins á líðandi stund og einatt sér í óhag, — fólkið er nú einu sinni þannig gert, að margir vilja jafnvel heldur vera hálf-soltnir og fara á mis við hitt og þetta, en að neita sér með öllu um allar skemtanir og ánægju. Enda hafa þeir, er peningaráðin hafa, fæstir gefið fordæmi i þá átt, að fólkið ætti og þyrfti að spara. Og um áfengisnautnina er það að segja, að engin fyrirmynd eru »höfðingjar lýðsins« í því efni. Þeir ganga fæstir á undan öðrum með góðu fordæmi í því, að hafa alls ekki vín um hönd. En hvað sem um það er, þá er eitt víst, að önnur og verri myndi nú líðan almennings, efknæpurnar hefði opnar verið og búðirnar með áfengi á boðstólum einsogígamla daga. Fví mun enginn á móti bera, sem með sanngirni vill mæla. — Fótt friður komist nú á í heiminum innan skamms, verður þjóðin enn þá lengi að súpa seyðið af dýrtíðinni. Langt verður þess að bíða, að afi viðskiftalíf og verzlun komist í samt lag aftur. Og svo veit enginn nema friðar- blikan, sem nú er i lofti, verði tálblika, og ófriður haldist enn lengi. Þess vegna er hin mesta nauð- syn, að allir búist svo við, sem ástandið breytist fyrst um sinn lítið frá því sem er, og leggi ekki í tvísýnu um neitt, hafi fulla fyrir- hyggju á högum sínum og gæti þess vandlega, að eyða eigi nokkru um efni fram. Betra er seint en aldrei, að færa sér reynzlu ófriðar- áranna í nyt eftir megni, og ehg- ann skaðar það í framtíðinni, að fara varlega og sparlega í hvívetna. Hagsýni og hyggindi í eigin barmi eru happadrýgri hverri dýrtíðar- uppbót er í krónum er talin.

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.