Fréttir

Tölublað

Fréttir - 25.10.1918, Blaðsíða 2

Fréttir - 25.10.1918, Blaðsíða 2
2 FRETTIR páskar á Spáni. (Frh.) Kórdjákni einn færir hann úr þyngsta skrauthlaðinu, dómkirkju- prófasturinn réttir honum eirskál mikla og fótaþvotturinn hefst. Reyndar er hann nú hálfgerður kattarþvottur, ef svo mætti til orða taka. Nokkrum dropum er stökkt á fæturna og handklæðið aðeins látið snerta þá. Það er nú allt og sumt. En það gljáir á tandurhrein- ar býfurnar á körlunum, því þeir hafa verið laugaðir rækilega — áður en þeir fóru í kirkju, — áður en þeir fóru að heiman. Erkibisk- up setur ekki heldur neinn sérlega alvarlegan embættissvip á sig á meðan, — hann hlær og skríkir framan í karlana og slettir hand- klæðinu beint framan á nefið á þeim. En það sem framar öllu hefur gert helgivikuna í Sevilla fræga um víða veröld eru þó fyrst og fremst stræta-skrúðgöngurnar. Allstaðar fara þær fram á Spáni að ein- hverju leyti páskavikuna, en hvergi eru þær svo fjölmennar og skraut- legar sem í Sevilla. Eru það hin mörgu confradias, bræðralög, er halda um göturnar með Maríu- myndir, Kristslíkneski, og aðrar helgimyndir úr kirkjum og bæna- húsum. í broddi fylkingar fer hljóð- færasveit hermanna, vopnaðir lög- reglumenn og hermenn, er snúa byssuhlaupum niður vegna sorgar- hátíðarinnar. Þá kemur confradia, bræðralagið, skari ungra manna, námsmanna, verziunarmanna o. s. frv., eru þeir sem merki um yfir- bót klæddir í dökkar skikkjur, með háar strókhettur sem eru dregnar hermálaráðunautar þeirra benda á, þá feli hann her- málaráðunautum Bandaríkjanna að leggja fyrir stjórnir þær, er í sambandi eru gegn Þjóðverjum, hin óhjá- kvæmilegu skilyrði fyrir slíku vopnahléi, er algerlega tryggi hagsmuni þjóða............... (Meira náðist ekki af skeytinu vegna mikilla loft-truflana, áfram- haldið eftir þýzku loftskeyti í morgun). Forsetanum finnst að hann væri ekki sjálfur full hreinskilinn, ef hann legði ekki áherzlu á ástæðuna til kröfunnar um svo afarríka tryggingu. Fótt stjórnar- farsbreytingin sé mjög svo þýðingarmikil, virðist þó að- alstefna stjórnar þeirrar, er standa skal þýzku þjóðinni reikningsskil gerða sinna, enn þá ekki fyllilega beint í ljós látin. Ekki sé heldur nokkur trygging fyrir því, hve lengi hið nýja stjórnarfyrirkomulag haldist. Pað sé auð- sætt, að þýzka þjóðin geti engan veg látið hið, þýzka herveldi lúta sér og sínum vilja og enn sé ekkert hagg- að valdi Prússakonungs að ráða stjórnmálastefnu ríkis- ins, að ennþá sé hið drotnandi hervald í höndum þeirra sem til þessa hafa haft drottinvald Pýzkalands. Forsetinn telur skyldu sína að lýsa yfir því, að þjóðirnar geta ekkert traust eða trúnað borið til loforða þeirra, er til þessa hafa ráðið öllu í þýzkum stjórnmál- um og leggur enn þá einu sinni áherzlu á það, að við friðarsamninga og tilraunir til að koma í veg fyrir alla óhæfu þessa ófriðar, getur stjórn Bandaríkjanna aðeins samið við þá fulltrúa hinnar þýzku þjóða'r, er fulla tryggingu geta gefið sem raunverulegir stjórnendur Pýzkalands fyrir því, að staðið verði við alt sem heitið er. Ef semja skyldi við herstefnudrottna og einveldis- stjórn þá, er Pýzkaland nú hefur, eða ef minnsta útlit er til þess að þeim verði síðar ótakmarkað vald fengið þrátt fyrir alþjóðaákvæði, þá þarf Pýzkaland einskis friðar að biðja, heldur verður að gefast upp. TilVífilstaða eins og undanfarna vetur fer bíll á sunnud. og fimtud. kl. 11 frá Bankastræti 14; beðið eftir fólki tvo tíma fyrir ekkert suður frá. Halldór Einarsson, bifreiðarstj. Sími 128. ofan yfir andlit, en örsmá göt á gerð fyrir augum og munni. Og loks er helgimyndin eða líkneskið dregið á eftir haldarófunni af hóp karlmanna, er huldir eru undir tjaldi, sem hangir niður af fótstalli líkneskisins. Og ljós, ljós, — alt ljómar af Ijósum. Allir yfirbótar- mennirnir bera stór, logandi vax- kerti og umhverfis hina heilögu mynd ljóma mörg hundruð blossa og blysa, skínandi á tærða og tálg- aða Kristsmyndina eða bústið og þriflegt brúðuandlit Guðsmóður og búning hennar gliti og gulli roðinm Stundum er gengið fyrir líkneski af Kristi á krossinum og jafnvel líka af rómverskum hermönnum í rauðum kyrtlum með hjálma á höfði, spjót í hendi og skjöld að hlið. Alt verður þannig einkenni- legt sambland ólíkra alda, nútíðar- innar, rannsóknarréttaraldanna og daga þeirra, er Kristur var sýnilegum návistum hér á jörðu. Síðast ganga i sumum skrúðgöng- um svartklæddar konur, er gefið hafa eitthvert heitorð er oss þykir næsta hjákátlegt, eftir trúarskiln- ingi vorum, t. d.: að eta ekki kjöt einn ársfjórðung eða mæla ekki orö frá vörum alla helgivikuna, og það veitir þeim sennilega ekki auðveldara að halda en hið fyr- nefnda. Frh. Charles Garvice: Marteinn málari. 307 Mary Ann, og máske af þeirri ástæðu ekki sérlega vinveittur honum. »Nú — nú! Og settuð þér hann kanske í varðhald?« spurði kokksi þegar skipstjóri fékk honum aftur dagblaðið, sem hann hafði keypt, — »eða trúðuð þér mér kanske ekki þegar eg sagði yður að það væri áreiðanlcga víst, að við hefðum náð í rétta manninn?« »þig varðar ekkert um, hverju eg trúi eða trúi ekki«, svaraði skipstjóri höstugur. »Ekki þaðl Ekki þaðl« sagði kokksi. »En þegar gætt er að þvf, að verðlaunin fyrir að segja til hans, færu einstaklega vel í vasa minum, þegar eg kemst í land, þá mundi eg hafa haldið, að mér kæmi það eitthvað við«. Skipstjóra brá pvo við þetta, að hann vildi sem allraminst skifta sér af þessu máli fram- vegis, og gefa Marteini eða Markúsi tækifæri til að forða sér undan, þegar þeir kæmu til Madeira. »Og ætlarðu þá ekkert að kæra þig um það, að þessi verðlaun eða blóðpeningar kosta mannslíf?« spurði hann alvarlegur. »Ekki baun!« svaraði kokksi og deplaði augunum. »Ekki þegar peningarnir eru komn- ir i vasa minn eða velta eftir skenkiborðinu fyrir dýrindis drykki. Ekki hálfa baun!« »Þá ertu argvítugri en eg hélt þig vera«, sagði skipstjóri gremjulega. »Argvitugri! Sögðuð þér það?« murraði 308 kokksi. »Já, en eg kalla það argvítugt fyrir þennan náunga, þvi að hann verður hengdur hvort sem er. Fað er nokkurn veginn áreið- anlegt. Hann murkaði lífið úr ítölsku stúlk- unni þarna úti í skóginum, svo að bann á fyrir því þó að hann fái skell, og sá skellur verður ekki annað en hengingarólin«. Matreiðslusveinninn fór fleirum orðum um þetta, og útmálaði það svo hræðilega, að skipstjóri varð enn ófúsari að ofurselja Mar- tein í hendur lögreglunni. »Og hvernig getur þú vitað hvort hann hefur skotið stúlkuna?« spurði hann og gaf matreiðslusveininum ilt auga. »Það getur hver meðalasni vitað«, svaraði bann fyrirlitlega. »Átti hann ekki skamm- byssuna, og sá ekki þessi Thompson hann í forstofunni hjá stúlkunni, og að hann lædd- ist út á eftir henni? Og sá hann ekki líka að hann kom einn inn aftur með flaksandi hárið og lafandi hálshnýtið, og útlitið eins og hann væri nýbúinn að drepa mann. Gerði hann það ekki? Ha? Gerði hann það ekki? Og er það kanske ekki nóg sönnun? Biðjið þér almáttugan? Hvað viljið þér bafa það meira? Eða þurftuð þér endilega að sjá hann myrða stúlkugarminn? Nei, fari eg þá í grenj- andi — —!« Öll þessi hrókaræða hafði lítil eða engin áhrif á hinn göfuglynda skipstjóra. 309 v »Ja, hvað sem þú segir um þetta, Hinrik«, svaraði hann, »þá er það auðséð á svipnum á þessum manni, að hann hefur hvergi kom- ið nærri þessu ódáðaverki«. »Svipnum! Sögðuð þér svipnum?« gall hinn við. »Ja, tarna! Hvernig svip ætlist þér til að morðingi hafi? Haldið þér kanske að hann þurfi að vera blóðugur upp til axla og ganga um grenjandi eins og — eins og hann væri á sláturvelli á eg við«. »Ekki þangað i veg«, svaraði skipstjóri bæglátlega. »Ekki þangað í veg, Hinrik. En mannhundur, sem hefur drýgt morð, getur ekki litið beint og djarflega framan í nokk- urn mann, eins og þessi maður gerir, og þetta er sannfæring mín hvað svo sem þú segir*. »Ojæja! þér eruð nú altaf heldur einfaldur, með leyfi að segja«, sagði kokksi hálf-kými- leitur. »þér haldið líklega að hver maður sé engill, sem gengur óbrennimerktur, eða ef ekki er fest á hann spjald og prentað á það: »þjófur, lygari og manndrápari«. En eg get sagt yður það, að þeir eru langverstir, sem líta út eins og englar. Og þess vegna vil eg ráðleggja yður að hafa vakandi auga á hníf- unurn yðar og kvíslunum og silfurdiskunum — já, hvaða ósköp! — og líta vel í kringum yður þegar við komum til Madeira, og meira hef eg svo ekki að segja um þetta. Og ef þér viljið spyrja mig, hvaða álit eg hafi á þess-

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.