Fréttir

Tölublað

Fréttir - 25.10.1918, Blaðsíða 4

Fréttir - 25.10.1918, Blaðsíða 4
4 FPETTIR Endurtekningin getur af sér van- ann, sem er dæmdur mjög mis- jafnt frá einlyndu og marglyndu sjónarmiði, en verður þó alt af einn merkasti þátturinn í heil- brigðri lífernislist (5. fyrirl.). t*á stefnir sjálfs eðli sálarinnar að kerfun og samhengi, samræmi og framkvæmdum. 1 því sambandi verður gerð grein fyrir byggingu skapgerðarinnar, afstöðu ýmissa gæfuleiða (nautn, gleði, hamingja), viljaþreki og sjálfsvaldi o, s. frv. (6.—7. fyrirl,). Loks er orka sálar og líkama svo takmörkuð, að það eitt setur fjölbreytninni þröngvar skefjar. Og sú takmörkun ræður þvi, hve langt verður komist í marglyndi og í hvaða myndum öfg- ar þess koma fram )8. fyrirl.). Eins og framkvæmdin er meginrót einlyndisins, má rekja flest í marg- Iyndinu til viðkvæmninnar, því hæfileikinn að verða fyrir áhrifum og þörfin á því verða ekki að skilin. Viðkvæmnin er bæði sjálf- ráð og ósjálfráð, fjölhæf og einhæf, frjó og ófrjó. Hún á sér dulargervi sín og bregst í mörg líki (9.—10. fyrirl.). Þannig getur hún komið fram sem tilfinningaþörf eða jafn- vel tilfinningasýki (11. fyrirl.), sem íhugunarþörf eða íhygli, en hún getur aftur af sér vafahyggjuna 12.—13. fyrirl.). Úr öllu þessu er svo leikhyggjan ofin, þar sem maðurinn situr sem áhorfandi sjálfs sín og annara við straum lífsins, án þess að láta hann ná tökum á sér. En leikhyggjan (14.—15. fyrirl.) og draumalífið, líf í listum og í- mynduðum heimum (16. fyrirl.), eru lífernislist marglyndisins á hæsta stigi. Bæði einlyndi og marglyndi geta þurkað upp lindir sálarinnar og endað í dáleysi, sem líka getur lagst á æskumenn, svo auður lífs- ins opnist aldrei fyrir þeim. Um dáleysið og ráðin við því (kjör- sýni, smbr. víxlyrkjuna) fjallar 17. fyrirl. Þá verður reynt að dæma milli listrænnar og siðrænnar lífs- skoðunar og sýna tilverurétt vand- ræðamannanna og hversu þeir eru á sinn hátt nýtir í framsókn menn- ingarinnar (18. fyrirl.). Þá eiga síðustu 2—3 fyrirlestrarnir að sýna, hvernig miðla má málum milli einlyndis og marglyndis, hvernig sitt á við á hverju aldurs- skeiði, benda á leiðir eins og líf í andstæðum, andlega víxlyrkju, einnig í fjölbreytni o. fl. Þrátt fyr- ir allar hömlur á að vera hægt að benda á fyrirmynd þroska og fullkomins lífs, þar sem öll per- sónan fær að njóta sín í samræmi, eins og allir partar trésins í vexti fagurs viðar. Honum eru eins og manninum takmörk sett, en hann á sér þó bæði sterkari stofn, djúpar rætur, sein sjúga næringu úr skauti jarðarinnar. og víðar limar. sem breiðast við Ijósi og lofti him- insins, gefa ilm og skugga og bera fullþroskaða ávexti. Sigurðnr Nordal. Skófatnaður tilheyrandi þrotabúi verzlunarinnar »Von«, Laugaveg 55 hér í bænum, verður seldur þar með miklum afslætti næstu daga. Búðin verður opnuð laugardaginn 26. þ. m. kl. 10 árdegis. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 24. október 1918 Jóh. Jóhannesson. Kristján Ó. Skag’fjörð Rey kj avi k Umboðssali Heildsali Talsimi 647 Pósthólf 41 I Hefur umboð fyrir hina stóru tóverks-verksmiðju Hall’s Barton Ro'pery Go. Ltd., Hull sem nú selur mest og bezt tóverk til landsins. Kaupmenn! Munið eftir að spyrjast fyrir um verð hjá mér á Manila, Yacht-manilla, Tjörukaðli, Sigtóverki, Tjöruhampi o. s. frv. áður en þið festið kaup annarstaðar. Til þessa tíma hefur verksmiðjan afgreitt allar pantanir. í lieildsölu til kaupmanna: Eldspýtur (Rowing) Export-kaffí, Chocolade, Konfect, Vélatvistur, Önglar, Skilvindur (Fram og Daiia), Hall’s Distemper, Botnfarfi o. fl., o. fl. Áður en Hljóðfærahúsið flytur verða nótur seldar með 10% afslætti út vikuna ef keypt er fyrir 5 kr. minst í einu. H1 jóðfærahúi^ Reykjavíkur opið kl. 10—7. Á Laufásvegi 3 fæst hárgreiðsla, höfuðþvottur, höfuðnudd, andlitsböð og handfágun. Fyrir konur og karla. Opið 10 f. h. — 6 e. h. Magnþóra Mag'núsdóttir. Afgreiðsla „Frétta” er í Austursítræti 17, sími 231. Hvað er í tréttum? Eldgosið er nú með versta móti þessa dagana. í gær var í Vik öskufall mikið og dimt sem um nótt. Urðu menn að kveikja Ijós þar þótt annars væri skýlaus himininn og sólskin þar sem askan ekki lagð- ist yfir. Héðan úr bænum sást gosmökkurinn skýrt og sveigði hann til suðurs undan vindinum. í morgun var austangola hér og þá ekki að sökum að spyrja, alt loftið þrungið fínni ösku, sem nístist undir tönn. Má búast við öskufalli hér í dag ef áttin breytist ekki. Fimtugsafmæli á Helgi Sveinsson bankastjóri á ísafirði í dag. »Fréttir« flytja honum heilla- óskir hinna mörgu vina hans fjær og nær. Hæstaréttardómur er fallinn í máli því er Ben. S. Pórarinsson höfðaði gegn land- stjórninni fyrir að vera sviftur vínsölu með bannlögunum. Hæsti- réttur sýknaði landstjórnina og dæmdi Ben. S. Þór, til að greiða 500 kr. í málskostnað. Samskonar dómur féll í máli frú M. Zoega. Botnía fór í gærkvöldi áleiðis til Kaup- mannahafnar. Meðal farþega voru: Jón Magnússon forsætisráðherra og frú hans, Sigurður Sigurðsson lyfsali, Chr. Fr. Nielsen kaupm., Loftur Guðmundsson kaupmaður, Sveinn Björnsson málaflutningsm., H. Tang kaupm., R. P. Riis kaupm., Árni Riis verzlunarstj. C. L. A. Trolle kapt., Gísli Ólafsson stöðv- arstj. og frú, O. Forberg símstjóri, Jón Ólafsson læknir, Þorfinnur Kristjánsson prentari, Ingvar Olafs- son kaupm., Kristján Torfason kaupm., Lud. Kaaber bankastjóri, Magnús Sigurðsson, bankastjóri, H. Tofte bankastjóri, Þorvaldur Pálsson læknir, ungfrúrnar Irma Olsen, Ásta Zoega, frú Margrét Árnason, stúdentarnir Óskar Borg, Arngríinur Valagils, Jónas Jónas- son, Sveinn A. Sigurðsson, Magn- ús Konráðssón og margir útlend- ingar. A.ug-lýseii<iwir geri svo vel að snúa sér þangað. Kaupendliir geri svo vel að snúa sér þangað. Par er tekið við nýjum áskriíendum. Nótur nýkomnar í meira úrvali en nokkru sinni áður í Hljóðfærahúsið. „c7rdííiru eru 6azfa auglýsingaBla&ið. Prentsmiðjan Gutenberg. Björgunarskipið »Geir« fór í gær að tilhlutun lands- stjórnarinnar með tunnur, salt og matvörur frá landsverzluninni til sveitanna sem útilokast hafa frá samgöngum vegna eldgossins. Norðanátt var og gott útlit fyrir, ef sú átt héldist, að hægt yrði að koma vörunum á Iand þar austur á söndunum, sem annars eru alveg hafnlsusir. Vona menn að Geir takist að framkvæma þetta nauð- synjaverk, sem gera má ráð fyrir að geti orðið svo ervitt að ekki væri öðrum skipum fært að fást við það.

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.