Fréttir

Árgangur
Tölublað

Fréttir - 28.11.1918, Blaðsíða 1

Fréttir - 28.11.1918, Blaðsíða 1
DAGBLAÐ 190. blað. Reykjayík, flmtudaginn 28. nóvember 1918. 2. árgangur. Ijinn 1. ðecember. Sj ómannavísur. Vér búumst við því, að 1. dec- ember verði nú loks viðurkent, að ísland sé fullvalda ríki. Viðurkenn- lngin er oss ný, en rétturinn er frá þvi á landnámsöld. Þá verður það heyrin kunnugt, að vér séum eigi í öðru sambandi við Dan- mörku en konungssambandi. Þetta verður heiminum ný frétt, en vér vitum sjálfir að vér höfum verið í konungssambandi við Noreg og Danmörku síðan 1262. En þótt oss sé eigi veittur neinn nýr réttur með þessu, þá er viður- kenning hans ný og svo mikils virði, að flestar aðrar þjóðir mundu telja sér skylt að fagna slíkum degi. En hvað gerum vér? Biskup hefur lagt svo fyrir að þessa atburðar verði minnst í öllum kirkjum Iands- ins. Er það vel fallið og all-hátíðlegt og á biskup þakkir skildar fyrir. En hvað verður annað gert? Vér vitum það eigi, en sennilegt er að stjórnin láti einhvern veg sómasamlega koma fram, að mönn- um standi eigi alveg á sama, hvort þeir mega njóta réttar síns eður eigi. Búast má við að hún auglýsi dagskrá þess hátíðahalds, er hún stofnar til. Vafalaust má búast við að ís- landi verði ákveðinn siglingafáni ekki siðar en 1. december, og mundi þá einn liður hátíðarinnar verða helgaður fánanum. Fréttir munu senda mann á há- tíðina til frásagna, því að geta má nærri að frá muni bera við slíkt tækifæri. Pað dreg’ur úr fögnuði manna 1. december, að menningarfrömuðir vorir hafa eigi allir fengið ráðrúm til þess, að skreyta sig með sér samboðnum nöfnum. Er þar mikill harmur kveðinn að þessari vesölu þjóð, er mörg ágætisnöfn bíða manns síns, eins og ófæddar sálir, er bíða eftir likama til þess að búa í, svo sem: Héraðsvatnon, Skraumon, Sogon, Markarfljóton, Blöndon og mörg fleiri ágætisnöfn, sem vatnadísirnar hafa á takteinum fyrir upprennandi afarmenni. Þá mun og hagsælda- Bárurnar risu brattar ótt og tiðum, byrvindur leikur dátt í seglum þöndum, utan af miði upp að björtum ströndum öldurnar hlægja dátt að báðum síðum. Lágum frá bæ und grasi grónum hliðum grátfegin lítur konan upp að söndum örskreiðan bát í himinglæfu höndum hátt vera borinn djúps af geimi víðum. Heilsar hún bónda glöð á svölum sandi, sínum með kossi hlúir vöngum köldum. Hugljúf í augum gleðin brosir bjarta. Röðulsins geislar orna lá og laudi, leika í úðanum á báruföldum, boðarnir leggjast landsins upp að hjarta. Bjarni Jónsson frá Vogi Loftskeyti. Brezk blaðaskeyti 27. nóv. Framsal keisarans. Engin ákvörðun er tekin enn um það, hvort krafist skuli að Hollendingar framselji keisarann, en brezkir lögfræðingar eru að athuga málið. Álit þeirra væntan- legt bráðlega. Stríðssökin. Siðan Bayarar uppljóstruðu stríðssökinni á hendur Pýzkalandi, hefur þess verið krafist þar syðra, að Beth- mann Hollweg og aðrir ráðherrar, er ábyrgðina bera, verði teknir fastir. — Ludendorff og aðrir mikils ráð- andi menn undir gömlu stjórninni, eru sagðir flúnir. — Vorwárts hefir nú þau orð um keisarann, að hann sé einlægur, ósvifmn og blygðunarlaus lygari! % Krönprinzinn. Hollenskt blað hefur haft tal af þýzka krónprinzin- um og heiur eftir honum að nú þegar sé farið að bera á straumhvörfum í stjórnbyltingunni þýzku. Pegar hann var spurður hvort hann mundi snúa heim, ef alt sner- ist við, þá svaraði hann: »Já, ef öllu er óhætt, — en hvenær verður það?« — (Frh, á 4. síðu.) guðinn eiga til nokkur stórhöfð- ingjanöfn, svo sem Sýrublandon, Draflon, Áfagrauton og Vatnsbland- on. Þá munu og fleiri goðmögn vilja styðja að nafnadýrð menning- arkappa hins fullvalda konungs- ríkis vors, og veita þeim slík nöfn sem Skarfakletton, Heimaklelton, Kolbeinsáron, eða samandregið Kolkon, Hólkon, Tólkon, Skolkon eða Skolkó, og margt fleira mun á boðstólum svo andríkt, að það minnir á botn Hannesar stutta við þenna fyrrihluta: Handa fólki hefur tólk, hræring, mjólk og drafla. Hannes botnaði svo: Tróð sá smólk í Hítar-Hólk, sem herra Skólk réð afla. En því miður getur eigi öll þessi þjóðarprýði sýnt sig við fullveldis- hátíðina. Pestar/réttir utan af landi. í gær bárust hingað fréttir frá Vestmannaeyjum. Hefur símafólkið alt legið veikt. Liggja */* eyjabúa sjúkir. Fjórtán menn hafa dáið. Læknarnir eru báðir hressir og næg meðul fyrir hendi. Framvegis munu berast þaðan fregnir, því að simafólk var sent þangað. Mun stöðin starfa sem 2. flokks stöð, en er 1. flokks stöð A. Frá Þingeyri hafa þær fregnir borist, að 200 manna liggi sjúkir, nokkrir menn hætt staddir og einn dáinn. Þar er veikin að byrja að breiðast út um sveitirnar. í hreppunum eystra er pestin mjög illvíg. Verður sendur hið bráðasta einn læknir enn austur. í gær talaði fjármálaráðherránn við Jörund Brynjólfsson. Kvað hann veikina vera fremur væga í Borgarfirðinum og enn eigi komna þar i allar sveitir. Héraðslæknirinn á Siglufirði hef- ur beðið blöðin að geta þess, að pestarinnar hafi eigi orðið vart þar. Er þessi beiðni til orðin fyrir þær sakir, að sagt hefur verið hér í borginni, að pestin væri komin þangað.

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað: 190. tölublað (28.11.1918)
https://timarit.is/issue/167652

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

190. tölublað (28.11.1918)

Aðgerðir: