Fréttir

Tölublað

Fréttir - 28.11.1918, Blaðsíða 4

Fréttir - 28.11.1918, Blaðsíða 4
4 FBETTIR inga. Nærri heillar aldar hörð stjórnmálabarátta er til lykta leidd og sigursæl orðin þrátt fyrir and- róður einstakra mauna, er heldur kusu fyrra ástandið eða eggjuðu til skilnaðar (í ímynduðu skjóli Northcliffs blaða-eiganda!). En allar ófriðar-hörmungarnar munu brátt hverfa og nú, er alþjóða- friðarráðstefna hefst, er kominn tími til fyrír íslendinga að búa sig undir komu friðarins, og frjálsra viðskifta. Væri vel við eigandi, að fulltrúi frá hinu frjálsa, fullvalda Islandi mætlí á alþjóða-friðarráð- stefnu. Þvi að vel má svo fara, að þar verði rædd mál, er snerti hagsmuni íslands og betri viður- kenningu allra þjóða á fullveldi laridsins, en viðtöku slíks sendi- manns er ekki hægt að óska sér. Dönum er annars falið að sjá um viðurkenningu fúllveldisins, en þrátt fyrir það er íslandi heimilt, sam- kvæmt samningnum, að senda slík- an fulllrúa á friðarfundinn. Þetta mál snýr úl á við, en hcima fyrir biða ótal störf eftir friðnum, svo sem afnám Landsverzlunar-einok- unarinnar, endurreisn fiskiveiða- flotans, fjármál landsins, er komin eru í megnustu óreiðu vegna styrj- aldarinnar o. fl. Er þegar kominn tími til að fara að athuga þær breytingar, er gera verður og und- irbúa frjáls viðskifti, svo að þjóðin geti fagnað friðnum og orðið að- njótandi þeirrar blessunar, er hann mun flytja landsmönnum. Hlutleysingi. minst í kirkjum landsins. Með þeim sjálfsögðum fyrirvara, að ekki verði neitt til að hefta framgang sambandslaganna úr þessu, svo að þau geti gengið í gildi næstkomandi 1. des., eins og gjört er ráð fyrir í frumvarpinu, hefur biskupinn með bréfi dags. 2. þ. m. lagt fyrir presta landsins, að þeir minnist hinna mikilsvægu tímamóta sem hin nýju sambands- lög marka í sögu þjóðar vorrar, á þann hált sem þeim þykir best við eiga, í prédikunum sínum næstkomandi 1. snd. í aðventu, sem að þessu sinni einmitt ber upp á 1, desember. Hvað er í íréttum? Skólarnir. Kvenna- og kennara-skólinn voru settir í gær sem í ráði var. For- spjallsvísindanemendur háskólans munu eiga að koma til viðtals í dag. Jón docent Aðils hefur kenslu (Frh. frá 1. síðu.) Perð Wilsons. Nú er það gert opinberlega uppskátt, að Wilson muni leggja af stað á friðarfundinn á þriðjudaginn er kemur eða miðvikudag, Ekki mun dvöl hans í Evrópu verða lengri en 6 vikur. Franski og ítalski sendiherrann munu verða í för með honum (frá Ameríku). Flugárásir á J>1*aland. Bretar hófu stöðugar flugárásir á Pýzkaland í októ- ber 1917. Voru farnar á þessum 12 mánuðum, þar til er vopnahléð varð, 709 ferðir, og kastað sprengingum á 374 stóra bæi og 209 flugstöðvar, er gerðar höfðu verið tii varnar Rínarlöndum, og auk þess á ýms önnur her- virki 125 að tölu. Ferð Bretakoiiungs. Georg konungur mun koma til Frakklands í kvöld, vera í nótt í Montreuil-sur-mer. Á fimtudagsmorgun (í dag) mun hann, ásamt prinzinum af Wales, fara í bif- reið til Etaples og taka þar lest til Parísar. Pangað mun hann koma kl. 2,30. Meðíerðin á liei'föiigiiiii. Hr. Erzberger hefir sagt við blaðið Norddeutsche allgemeine Zeitung, að þýzka stjórnin hafi samkvæmt tillögum sínum samþykt, að ef Bretastjórn gæti fært sönnur fyrir þannig meðferð á breskum föngum, að gagnstæð væri alþjóðalögum, þá skyldi þeim hegnt, er þar um væru sekir. Massag-elæknir Guðm. Pétursson Hótel ísland nr. 25 Viðtalstími lcl. 1—3 fyrst um sinn. RITFANGAVBRZLUN Theódórs Árnasonar, Sími 231 Sími 231 17 AUSTURSTRÆTI 17 Alls konar pappír: Póstpappír, Embættisbréfapappír, Þerripappír, Teiknipappír, Umbúðapappír, Umslög. Reikningaeyðublöð, Reikningabækur, Vasabækur, Visitkort. Ritblý. Bréfspjalda-albúm, Smámynda-albúm, Myndabækur, Bréfspjöld. Litarkassar. 1 heildsöiu til kaupmanna og bðksala: ----- Vasabækur margar tegundir. --- Mnn lægra verð en hjá heildsölnm hér. ÍÞrengir ósRasí tií að selja „c&rdttir" nú þegar. á laugardaginn. Lagadeildin tekur til starfa á mánudag. Um hina skólana mun eigi full-ráðið. En það mun héðan af verða á valdi skólastjóranna, hvenær þeir taka til starfa. Botnía mun fara kl. 10 á föstudags- morguninn. Um Sterling mun alt óráðið enn. Halldór Hansen læknir hefir nú lengi verið veikur. Er hann nú kominn á fætur og getur að líkindum tekið til starfa í næstu viku. t fyrrahvöld var talið að dáinn væri 231 maður úr pestinni hér í borginni. Síðan hafa nokkrir menn dáið. Skarðið er orðið æði slórt. 1 barnaskólannm eru nú allir á svo góðum bata- vegi, að talið er að þeir séu úr allri hættu. Nokkrir eru farnir og margir komnir á fætur. í barnahæl- inu þykir skarð fyrir skildi, þar eð farnar eru kvennaskólameyjarnar. Jarðarför nngfrú lngileifar Zoega, dóttur Geirs T. Zoéga rektors mentaskólans, fór fram i gær. Ut úr skólanum báru kistuna nokkrir sjöttubekkingar skólans, en inn í kirkjuna vinir rektors og út kennarar skólans. Var viðstadd- ur fjöldi manna. Greftraður var í gær Jóhann ættfræðingur Kristjánsson. Inn í kirkjuna báru kistuna samverkamenn hins látna á 2. skrifstofu stjórnarráðsins, en út stjórn Sögufélagsins. ltanghermi var það í »Lögréttu« í gær, að jarðarför Guðmundar Magnússonar rithöfundar fari fram næstk. laug- ardag. Jarðarförin getur ekki orðið fyr en eftir helgi, sakir veikinda ekkjunnar. Ráðgert var eitt sinn að jarða á laugardag, og veldur það rangherminu. Hjúkrunarnefndin hefur beðið »Fréttir« að geta þess, að hjúkrunarfólk vanti í barnaskólann. Bregðið fljótt við til hjálpar! Kveikingartími fyrir bifreiðar og reiðhjól í Reykjavík kl. 4. Prcntsmiðjan Gutenberg.

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.