Fréttir

Tölublað

Fréttir - 28.11.1918, Blaðsíða 2

Fréttir - 28.11.1918, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Fréttir. Kosta 5 anra einíakið i lausasölu. Fyrir fasta kaupendur 1 kr. á mánnði. Anglýsingfaverð: 50 aura hver centimeter í dálki, miðað við fjórdálka blaðsiður. Af ^reiðsla í Austur- stræti 17, sími 331. Við anglýsingum er tekið á af- trreiðslnnni og í prentsm. Gntenbergr. Útgefandi: Félag 1 Beykjavík. Ritstjóri: Guðm. GuðmundsHon, •káld. £í|Iát Rnssakeisara. Nl. Verðirnir reistu hann við og buðu honum vatn að drekka. Eg helti á glas af hinu helga messu- víni og hélt þvi að vörum hans. Hann tæmdi glasið og virtist styrkjast við. Svo leit hann upp til mín bænaraugum og mælti með ósamanhangandi orðum: »Fólk mitt — sonur minn—skyldi það fá að sleppa? Vesalings — konan mín — og börn. Hver verða endalokin?« Orðin dóu á tungu hans. Lögreglustjórinn gaf hermönn- unum bendingu að færa fangann til gálgans. Fanginn gat nú tæp- lega gengið. Ásamt hermönnun- um studdi eg hann. Hin helga huggun trúarinnar veilti honum styrk að ná ögn haldi á hugsunum sínum. Eg mæltist til við lögreglustjórann að fanginn fengi að tala. Við merki frá dómurunum var þetta veitt. Eftir að hafa drukkið glas af vatni blönduðu með víni, talaði keisar- inn nokkur orð með titrandi en áheyrilegri röddu: »Guð sé mér vitni, að eg reyndi — mitt bezta — fyrir land mitt og þjóð — alt mitt líf. En eg var fangi — fangi eins og eg er nú«. »Haltu áfram«, 'örfaði eg hann og hélt í hönd hans stöðugt á meðan. »Eg var svikinn — táldreginn — hrjáður. Ó, Guð minn, — hve nær hlaut eg sanna lifsánægju — lífsstundir mínar?« Hermennirnir og dómararnir hlógu. Raddir hér og hvar tóku fram í: »Hvað um harðstjórn þína ? Hvað um kúgun þina og aftökur? Hvað um lögreglu þína? Hvað uin þær mörgu þúsundir flæmdar til Síberíu?« Keisarinn fékk ekki haldið á- fram. Eg bað að mér vært leyft að heyra síðustu orð hans í einrúmi, án þess við værum nokkuð ónáð- aðir. Dómarinn veitti náðarsam- legast hálfa klukkustund til slíks. Á þessum tíma hvíslaði fanginn að mér í sundurlausum setningum því, sem hann hefði getað sagt. Eg lofaöi að birta þjóð hans orð þessi við fyrstu möguleika. »Eg er — hræddur við stríð eftir þetta stríð«, hvíslaði hann. »Skelfileg ógæfa vofir yfir heimi öllum. Þetta er barátta hins dýrs- lega manns gegn hinum þroskaða manni. Trúin ein fær bjargað mannkyninu frá eyðileggingu. — Rússland er nú stjórt eldfjall. Eg sé — loga eyðileggingar og angist- ar, en sömuleiðis dögun — nýrrar menúingar«. Hann sagði mér frá hinum margvíslegu hindrunum, er komið hefðu í veg fyrir góðar fram- kvæmdir hans gagnvart þegnum sínum. Hann lýsti því yfir, að skoðun hans væri, að Rússland myndi aldrei verða ánægt undir lýðveldisstjórn og sizt af öllu und- ir jafnaðarmannafána. Að eins frjáls, haganleg konungsstjórn myndi hæf fyrir Rússland. Enn- fremur sagðist hann aldrei hafa viljað landi sínu neitt ilt — þetta illa hefði verið framkvæmt af »klikkunni« er umkringdi hann. »Dauði Rasputins var stórt áfall fyrir mig. Innan um alt falsið og í hinu hræsnisfulla andrúmslofti við hirðina, var hans ljúfa sveita- mannseðli bressing fyrir mig. Hann vár góður og velviljaður maður, er skildi sál Rússlands». Lögreglustjórinn benti mér, að aftakan yrði að byrja. Eg hélt krossinum fyrir framan augu keis- arans. »Hafið miskunn með konu minni og börnum! Guð hjálpi Rússlandi!« voru síðustu orð hans. Hermennirnir færðust í stelling- ar með hlaðna rifíla í höndum. Allir stóðu á öndinni, sem væru þeir að horfa á átakanlegan sorg- arleik. Keisarinn virtist nú aðfram kominn, áreynzlan og hin dýrs- Iega meðferð hafði yfirbugað hann. Fjórir verðir báru hann frá bekkn- um og bundu hann við stoð. Lög- reglustjórinn lyfti upp hendinni, tuttugu rifflar kváðu við — og Nikulás Romanoft' var ekki lengur í lifandi manna tölu. »Hkr.« Friður. V. Þýzkaland verður því væntan- lega lýðveldi með einui sambands- stjóru fyrir öll ríkin, sennilega að viðbættum þýzka hluta Austurrikis. Þessi gagnstæða stjórnskipulags- breyting, seui þjóðin þýzka nú styður samhuga, er á komin fyrir utan að komundi áhrif, ófriðar- lokin og friðarkröfur Wilsons hafa komið þessari breytingu á, en ekki sannfæring þýzku þjóðarinnar um, að þetta stjórnarfyrirkomulag sé heppilegra, Tíminn einn getur leitt það í ljós, hvort hið nýja fyrir- komulag verður þjóðinni til eins mikillar blessunar og gamla fyrir- komulagið, þvi um það geta allir verið sammála, að yfirburðir Þjóð- verja á síðasta mannsaldri fram yfir aðra í vísindum, listum, verzl- un, iðnaði og öðrum greinum séu m. a. að þakka stjórnarfyrirkomu- laginu. »Prússneskt hervald« hafa andstæðingar Þjóðverja hrópað himinskauta milli á undanförnum árum og talið mörgum trú um, að hervald þetta væri eitthvert mesta böl þýzku þjóðarinnar, þótt sannleikurinn sé sá, að hervald þetta er nauðsyn, og því sterkara sem það er, því betra fyrir þjóðina. Án hers gátu Þjóðverjar allra þjóða sízt verið, umkringdir af óvinum á alla vegu (þrívelda-bandalag Ját- varðar 7.). Hervald þetta bitnar eingöngu á þýzku þjóðinni, en hún hefur aldrei bölvað þvf. »Brezkt sævald« (brezkur Marinismus) er aftur á móti vald, er saklausar Mary Cecil Hay: Erfðaskráin. 5 og aftur, og tauta fyrir munni sér f óánægju- vandræðum: »Hvernig stendur á að hann hefur gert sig mér svo ómissandi, að eg kvíði fyrir að hugsa til þess að verða að sjá af honurn? Eg vildi að hann væri farinn! Það væri öruggara, miklu öruggara. Húu er ung stúlka með ríku ímyndunarafli, og hefur eins og móðir hennar stolta fyrirlitningu á auðæfum, og eins og faðir hennar miklar mætur á vilsmunum og dá- ist að þeim. En hún er gott barn«, bætir Sir Victor við, eins og til að hugga sjálfan sig, um leið og hann fer aftur inn i skrifstofuna, þar sem ungi skrif- arinn hans situr kappsamlega að verki; »já, gott barn og hlýðið, og Victor'bróðursonur minn kemur nú bráðum. Og auk þess, þá veit hún full-vel hvað samboðið er stúlku, sem er dóttir mín og á að verða Lafði Luhorne«. »Joster«, segir hann upphált, um leið og hann sezt niður við arineldinn, »viljið þér gera svo vel að skrifa fyrir mig bréf til Victor’s Luhore Esq., Chine Abbey, Cheshshire? Segið honum að eg ætli að þetta sé um það leyti sem hann hafði ákveðið að koma heim til Englands, og að við séum því að búast við að hann heimsæki okkur hér, eins og hann hafði lofað. Minnið hann á, að eg hef nú ekki séð hann siðan hann var lítill drengur, og segið honum að dóttir mín sé komin heim frá Ítalíu, og að mér þyki nú tími til kominn að við förum að endurnýja þá persónulegu viðkynningu, sem svo langt er siðan, við höfðum hver af öðrum«. »Ekkert meira, herra? Eg hef skrifað þetta«. Baróninn starir enn í eldinn, en þegar hann svarar 6 aftur, er eins og rödd hans hafi fengið einhvern hreim af þeim geðfelda blæ, sem var á rödd hins nnga manns. »Það er alt og sumt. Mr. Luhorne skilur hálf- kveðna vísu. Það þarf ekki að herða á honum að koma þegar bann veit að dóttir mín er komin heim. En það getur verið að hann sé ekki komin heim til Englands enn þá, svo að það er bezt að þér skrifið utan á: Bréfið bíði viðtakanda heima. Það er ekki vert að vera að senda það frá heimili hans til út- landa, enda býst eg við að hann sé heim kominn nú. Það vona eg. Síðustu tvö árin hefur hann verið að kanna lönd suður í Afríku; það var nú nokkuð ófyrirleitið fyrirtæki af honum, en úr því að hann hefur nógan auð, nógar tómstundir og nóg þrek, þá er líkast til eins gott að hann þjóni sérvizku-lund sinni — meðan hann er enn ókvongaður«. Nú verður þögn; en Joster spyr einskis. »Nú, en því ætli hann að vera að spyrja mig?« hugsar bar- óninn með sjálfum sér. »Hvað ætli hann láti sig þetta nokkru skifta? Það er ekki við að búast að hann spyrji neins, sem gefur mér tilefni til að segja hon- um frá einkamálum okkar hér á heimilinu. En það væri nú samt eins gott fyrir mig að segja honum frá þeim«. Svo heldur hann aftur áfram og lítur vingjarnlega en mjög gaumgæfilega til hins unga manns; »Þér hafið nú verið hér svo lengi, að þér eruð orðinn hér alveg eins og heimilismaður; svo að eg get vel sagt yður það sem engir annars vita, nema við sjálf. Bróðursonur minn, sem enn er ungur maður, þó að hann sé nú höfðingi ættar vorrar, hefur um mörg ár

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.