Fréttir

Árgangur
Tölublað

Fréttir - 28.11.1918, Blaðsíða 3

Fréttir - 28.11.1918, Blaðsíða 3
FRÉTTIR 3 hlutlausar þjóðir hafa orðið að kenna á á þessum timum, og ef þessi orð væru hrópuð eins hátt og endurtekin eins oft: brezkt sæ- valdl eins og prússneskt hervald, mundu menn læra að bera þessi tvö öfl saman og sjá það, að prúss- neska hervaldið leitaðist eingöngu við að gera Þýzkaland öflugt, ef það lenti í ófriði, en brezka sæ- valdið leítast við, að hrifsa undir sig heimsvald á sjónum, á opnum úthöfum, sem frjáls eiga að vera öllum þjóðum. Og kemur þessi stefua þeirra nú greinilega í ljós, er frið skal semja, er þeir vilja sjálfir skýra, hvað séu »frjáls við- skifti«, en tíminn mun væntanlega sýna, að skýringar þeirra á »frelsi« hafanna verða að engu metnar. VI. íslendingar mega fagna friðnum engu síður en aðrar þjóðir. Ófrið- arbölið hefur lagst þungt á ísland síðari ófriðarárin og fór æ versn- andi, svo að til stór-vandræða horfði, ef ófriðurinn hefði haldist enn lengur. Dýrtíðin hefur lagst þungt á margan og fá sumir ekki undir risið. Landið er orðið skuld- ugt um næj 20 miljónir króna, þótt vitanlega nokkuð af fúlgu þessari sé geymt í landsverzluninni og skipum landsstjórnarinnar. — Island hefur verið einangrað nær allau tímann og alþjóðalög um frjáls viðskifti og frjálsar siglingar brutu Bretar og bandamenn þeirra á íslendingum. Landið hefur lolið valdboði Breta í smáu og stóru. 1916, 1917 og 1918 réðu þeir einir viðskiftum íslendinga við önnur lönd, islenzka stjórnin varð að Kristján O. Skag-fjörð Rey kjaví k Umboðssali Heildsali Talslmi 647 Pósthólf 41 1 Hefur umboð fyrir hina stóru tóverks-verksmiðju Hall’s Barton Ropery Go. Ltd., Hull sem nú selur mest og bezt tóverk til landsins. Kaupmenn! Munið eftir að spyrjast fyrir um verð hjá mér á Manila, Yacht-rrtenilla, Tjörukaðli, Sigtóverki, Tjöruhampi o. s. frv. áður en þið festið kaup annarstaðar. Til þessa tíma hefur verksmiðjan afgreitt allar pantanir. t heildHÖlu til kaupmanna: Eldspýtur (Rowing) Export-kaffi, Chocolade, Konfect, Vélatvistur, Önglar, Skilvindur (Fram og Dalia), Hall’s Distemper, Botnfarfi o. fl., o. fl. J ólablað félagsins „Stjarnan í austri“, ritstjóri Guðm. Giiðmuiulsson, skáld, er komið út og fæst hjá bóksölum. Verð 50 aurar Aðalútsala í bókaverzlun Ársæls Árnasonar. Hutlupylsur, Izri og spaðsaltað kjðt frá Grund í íyjajiríi, fæst í heilum tunnum í HeildverzJuu Garðars Gíslasonar. verða við öllum kröfum Banda- manna, ef þjóðin átti ekki að verða hungurmorða. Helmingurinn af þeim fáu fiskiveiða-gufuskipum, er landsbúar áttu, var framseldur Frökkum fyrir lágt verð; annars var ekki úrkostur. — Bandamenn hafa svift íslendinga póstsambandi og brotið með þvi þau aiþjóðalög, er þeir haía sjálfir undirritað. Tjón það, er verzlunarhöft Banda- manna á lslandi hetur valdið lands- búum, er ekki hægt að meta, en talan er ekki of lág, þótt talað sé um 50—100 miljóna þessi fáu ár. F*á hefur kafbátahernaður Þjóð- verja aukið dýrtíð í landinu af- skaplega og verður sú byrði lands- manna ekki reiknuð. Sigurvon Pjóðverja og barátta þeirra vlð ofurefii gat eigi tekið lillit til hlut- lausra þjóða og likt má segja um Breta; þó er sá munur, að Þjóð- verjar hafa engin alþjóðalög brotið á íslendingum, en Englendingar þrásinnis. Ofbeldi má og nefna það, er íslenzk skip voru tekin í landhelgi eins og »Flóra« 1916, er flutt var til Englands með 100 farþegja, flest fátækan verkalýð, er misti atvinnunnar, þótt smánar- bætur kæmu í staðinn (endur- greiðsla á ferðakostnaði til Seyðisfj.). — Ymislegt fleira mælti nefna, er íslendingar hafa orðið að láta sér lynda þessi eymdarár, en því skal slept að- þessu sinni. Á þessum hörmungarárum hafa þó þau tíð- indi gerst, er ís'endingar eiga ef- laust ófriðnum að þakka og verða munu ljós og styrkur landsmanna á ókomnum tímum: viðurkenning Dana og síðar væntanlega alls heimsins á fullveldiskröfum íslend- verið trúlofaður dóttur minní, og þetta ráð á nú að staðfesta þegar hún verður 18 ára, en þann dag verður hún fjár síns ráðandi samkvæmt erfðaskrá minni. Við það hjónaband hverfur ættaróðalið forna, sem hefur tilheyrt ætt vorri um fimm aldir, aftur í minn legg, svo að segja, án þess að ganga úr eign frænda mins, sem nú er löglegur eigandi þess, og dóttir mín getur borið framvegis aðalsnafn það, sem eg er stoltur af að hafa áunnið mér«. Ekkert svar. Joster er að innsigla bréfið og horfir eins og hugsunarlaust á aðals-skjaldarmerkið, sem prentað er upphleypt með rauðum lit á umslagið. »Joster, hvenær má eg lofa að handritið mitt verði tilbúið? Getur það orðið tilbúið — segjum að minsta kosti í maílok?« wPað verður tæpast, Sir Victor. Eg get ekki lofað yður að það gangi neitt hraðara en nú gengur, því að eg ver öllum stundum til þess. Það væri vissara fyrir yður að segja í júnílok«. »Jæja, það er gott. Auðvitað verð eg feginn þegar því er lokið, og veit eg þó að eg mun sakna yðar frá starfi yðar hér«. Það er eins og baróninn herði sig upp til að segja þetta, ef til vill af því að hann er að reyna að hugsa sér að þessi ósk sé skylda sín; ef til vill líka af því að honum finst skylda sín vera ósk sín. »Hvað hugsið þér yður nú að taka fyrir þegar þér farið frá mér?« »Eg hef í huga að reyna að fá mér svipað verk annarsstaðar, Sir Victor; en það er nú nógur tíminn að hugsa um það þegar þar að kemur«. »Minnist þess ávalt, Joster«, segir baróninn og 8 horfir hugsandi og nærri blíðlega inn í fallegu aug- un, sem hann hefur orðið svo undarlega feginn að horfa í, svo oft í einverunni á skrifstofu sinni, — »minnist þess ávalt, að sérhvað það sem eg þarf að láta skrifa, og þér getið skrifað fyrír mig, það mun eg ávalt verða feginn að leita með til yðar, einkan- lega þegar — Hm! — eftir að dóttir mín er farin frá mér, og eg verð hér aftur einmana«. Hinn ungi maður þakkar honum rólega fyrir, og er eins og hann finni dálítið til sín, heldur svo áfram að skrifa, og Sir Victor þagnar. Tveim mánuðum síðar. Clara er úti í garðinum hjá blómunum sínum; morgunsólin skín svo glatt, og Clara er að syngja fyrir munni sér. Hún hefur hálf-útsprungna rós, sem hún ætlar að láta í brjósthnesluna hans pabba síns, og er nú að leita að jasmín-blómum til að stinga í fallegan blómvönd, sem hún ætlar að binda, til að prýða með borðið til morgunverðar. »Clara, komdu inn, ljúfa mín! Morgunverðurinn bíður, og eg bíð. Svo hef eg líka hérna bréf til að sýna þér«. Hún kemur inn um gluggahurðina, leggur frá sér blómkörfuna sína á stól, og festir rósina í barminn á frakka föður síns. »Eg held að eg komi nógu snemma, pabbi. Mr. Joster er ekki kominn að borða enn, og hann lætur aldrei bíða eftir sér«. »Mr. Josterl Það er góð klukkustund síðan hann

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað: 190. tölublað (28.11.1918)
https://timarit.is/issue/167652

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

190. tölublað (28.11.1918)

Aðgerðir: