Frækorn - 01.01.1900, Side 3
FRÆKORN.
3
(irú og vÍBÍndi.
Margiv álíta, að vísindi og kristin
trú geti ekki samrýmst; að vitnis-
burður ritninganna stríði á móti niður-
stöðum vísindanna. Það væri því á
réttum stað hér að tilfæra fáein orð
eftir nokki'a menn, sem bæði voru
lærðir og sannkristnir:
Nikolás Koperníkus orðaði sjálfur
grafskrift sína. Hún er þannig: „Drott-
inn, ég bið ekki um trú eins og þá,
er þú gafst Páli; ekki um fyrirgefning
eins og þá, er þú gafst Pétri; en ó
drottinn, gefðu mér þá náð, er þú
gafst ræningjanum á krossinum —
það bið ég þig um.“
Karl von Linné, hinn mikii grasa-
fræðingur, skrifaði: „Ég hefi séð spor-
in af hinum óendanlega guði; með
undrun hefi ég horft eftir honum,
þegar han fór fi-am hjá mér í nátt-
úrunni.11
Karl Ritter, landfræðingurinn, skrif-
aði í dagbók sína sem aðalinntak
skoðunar sinnar viðvíkjandi heiminum:
„Himnarnir segja frá guðs dýrð, og
festingin kunngerir verkinhanshanda. “
CSi’ú dn aflurfivarfg.
Trúboði nokkur á eyjunni Ceylon
segir svo frá: í bæ einum á Ceylon
var haldm einföld, evangeiísk prédikun.
Eftir ræðuna byrjaði samtal á milli
trúboðans og innlendra manna.
Hann spyr þá að: „Trúið þér nú
því, sem yður hefir verið frá sagt?“
„Já!“ svara allir í einu hljóði.
„Trúið þér, að biblían sé guðs orð?“
„Já!“
„Trúið þér, að guð hafi sent sinn
son til heimsins til að frelsa syndar-
ana?“
„Já!“
„Trúið þér, að drottinn Jesús sé
viljugur og reiðubúinn að frelsa yðar
sálir?“
„Ó, já!“
„Yiljið þér þá líka taka á moti
bonum sem frelsara yðar og friðþægj-
ara?“
„Já, það viljum vér.“
Eftir þessu leit alt út fyrir að vera
í góðu lagi.
En trúboðinn hélt spurningunum
áfram og sagði: „Éar sem þór eruð
kristnir, verðið þér að skilja við
syndina; viljið þér það?“
Svarið var ekkert, því aliir þögðu.
„fér verðið að kasta lyginni", sagði
hann enn fremur.
Nú kom í ljós smá-bros á hinum
dökku andlitum.
„Það getum vér ekki“, muldruðu
margir af þeim.
„Éér getið ekki þjónað hinum sanna
guði“, sagði trúboðinn, „og jafnfiamt
haldið áfram að ljúga, stela, og vera
hneigðir fyrir alls konar óhreinleika,
þjónað afguðum, og í einu orði verið
þrælar syndarinnar. Eruð þér nú vilj-
ugir og reiðubúnir að skilja við alt