Frækorn - 01.01.1900, Qupperneq 4
4
FRÆKOEN.
þotfn. svo að drottinn Jesús geti frelsað
yður?“
Nei, til þess voru þeir ekki viljug-
ir. Þeim þótti það alt of mikil heimtu-
frekja, og þó létu þeir í veðri vaka,
að þeir væru trúaðir, og óskuðu að
komast í samfélag kristinna manna.
Gefur ekki þessi reynsla trúboðans
oss tækifæri tii að sjá inn í ástand
mannanna, ekki einungis á eyjunni
Oeylon, heldur einnig í hinum kristnu
löndum? Já, margir vilja að sönnu
frelsast og verða sáluhólpnir, en vilja
þó ekki yfirgefa syndina. Ef guð
vildi flytja mennina með öllum þeirra
syndum inn í himnaríki, svo væri öil
veröldin reiðubúin til þess; en það
er ekki hans guðdómlegi frelsunarveg-
ur. „Snúiðyður, og trúið evangelíum"
-— það er hans tilætlun.
(E. M. þýddi.)
X)avid .Iiivingsíone
var fæddur á Skotlandi 1813 og dó
í Afriku 1873. Foreldrar hans voru
fátækir en vandaðir og lögðu ríkt á við
David litla, að hann frá barnæsku
skyldi vera ærlegur og ráðvandur í
öllu. Hann fékk að eins lítilfjörlega
fræðslu á æskuárum sínum. Þossa
fræðslu fékk hann hjá gömlum og
guðhræddum manni, sem hét David
Hogg, og var það einungis trúarbragða-
fræðsla.
Tæplega 9 ára gamall varð hann
að byrja að vinna fyrir sér; atvinnu
fékk hann í vefnaðar-verksmiðju, og
var hann við það verk, þangað til
hann varð stúdent við háskólann í
Glasgow. Yarð hann að byrja vinn-
una kl. 6 á morgnana og fékk ekki
að hætta á kvöldin fyr en kl. 8. Af
launum sínum fyrir fyrstu vikuna
við þessa verksmiðju gaf hann hinum
fátæku foreldrum sínum meiri hlut-
ann, en fyrir afganginn keypti hann
latneska máifræði. í þeirri bók las
hann fleiri klukkutíma a hverju kveldi,
þó hann hætti vinnunni eins seint og
hann gerði. Þannig varð hann eftir
nokkur ár góður í latínu, og á 16.
árinu skildi hann vel bækur Virgils,
Horatiusar, og fl. latneskra rithöfunda.
Hann las einnig fleira en latínu, t.
d. náttúrusögu, matematik og fl., en
ekki skáldsögur. Á meðan hann varð
að vinna við verksmiðjuna, eins og
áður er frá sagt, gat hann þó aflað
sér svo mikillar mentunar, sem þurfti
til þess að verða stúdent við háskól-
ann í Glasgow; þar stundaði hannlækn-
isfræði og tók próf í henni. í Lund-
únaborg las hann guðfræði og tók
próf í þeirri námsgrein.
Árið 1840 fór hann til Afríku. Var
hann þá 27 ára. Þar starfaði hann
að mestu leyti, þangað til hann dó
1873. Árið 1856 heimsótti hann
England og hvatti þá þjóðina ensku
til að gera eitthvað fyrir trúboðs-
starfið í Afríku. Árið 1864 kom
hann á ný heim til Englands, en fór
næsta ár aftur til Afríku og var þar
til dauðadags, þ. 1. maí 1873.