Frækorn - 15.03.1901, Page 3

Frækorn - 15.03.1901, Page 3
F R Æ K 0 R N. 43 á að styðjast. Er hún sannleikur, grundvölluð á guðs orði? Nei, og aftur nei. Drottinn heitir í orði sínu ódauð- leika og eilifu lífl þeim, sem lifa guði og þjóna honum ; hann mun gefa „þeim, sem með stöðugleika í góðu verki leita vegsemdar og heiðurs og ódauðleika, eilíft líf“. Eóm. 2, 6. 7. En ódauðleikann á maðurinn ekki að eðlisfari, því að um „hinn sæla og alvalda konung konunganna og drottinn drottnanna" lesum vér, að hann ,,einii sainaii liefuródauðleikaiin46. l.Tim. 6,16.—Það sern hann „einn saman“ hefur, það hafa. ekki mennirnir. Ef maðurinn ætti ódauðlega sál, þá væru þessi orð ritningarinnar öldungis ósönn; en sannleikurinn er sá, að öil ritning- in vitnar með þeim, þar sem það hvergi er einn einasti texti í bibií- _ unni, sem kennir, að maðuiinn sé ódauðlegur. Orðin „sál“ og „andi“ koma fyrir á hér um bil 1700 stöð- um í ritningunni, en hvergi með lýs- ingarorðið „ódauðlegur". En sá, sem er- dauðlegur, bæði til sálar og líkama, getur heldur ekki kvalizt óendanlega í neinum kvala- stað, og vér viljum sýna, að hegn- ingin í komanda lífl, samkvæmt skýr- um orðum íitningarinnar, verður end- anleg. (Eramh.). Leitun eftir trú, Ræðubrot eftir 0. H. Spurgeon. „t’egar mannsins sonur kemur, mun hann þá finna trú á jörðu?“ Lúk. 18, 8. Þessi spurning hlýtur að þrengja sér inn hjá jafnvol hinum vonaibezta á vorum tíma; því að mörg áhrif eru nú augljós, sem stuðla að því að veikja og drepa trúna. Ritningin verður fyrir „fijálsum" aðfinningum, án alls fjálgleika, og jafnvel á grund- völl biblíunnar ráðast þeir menn, sem nefna sjálfa sig kristna. Köld, drepandi kritík er komin í stað heitr- ar, barnslegrar, elskandi trúar og trausts. Með sanni hefur það verið sagt, að vór höfum musteri en engan helgidóm. Hið yfirnáttúrlega er „sett af“, til þess að skynsemin geti ríkt. Menn hafa etið af skilningstró góðs og' ills; þangað til þeir álíta sjálfa sig að vera guðir. Hinn opinberaði sann- leikur er ekki lengur kenning, sem á að trúa. heldur setning, sem á að halda kappræður um. Hin elskandi kona við fætur Jesú verður út rekin, og svikarinn fær leyfi til að kyssa kinn Jesú. Eins og Beltsazar drekka „nútíðar spekingarnir", sínum eigin guðum til heiðurs úr kerum, teknum frá helgidómi Jehova. Hinni barns- legu trii er hafnað, og sá, sem getur efast mest og kastað mestum saur á guðdóm hins opinberaða orðs, er álitinn spakastur og fær mestan heiðurinn.

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.