Frækorn - 15.03.1901, Qupperneq 7

Frækorn - 15.03.1901, Qupperneq 7
F R Æ K 0 R N. 47 Hvernig má skilja heilaga ritningu? (Bftir. Dr. theol. N. Gr. Blœdel.) Það ef svo eðlilegt, sem nokkur hlutur getur verið, að margt hlýtur að standa i hinni helgu bók, sem manuleg skynsemi getur ekki skilið og óendurfæddur maður enda hneyksl- ast á. Vér getum ekki hugsað oss það öðruvísi. Því hvernig ættum vér að geta gjörskilið allt ráð guðlegr- ar speki? Hvernig ættum vér að geta skiiið, hvernig guð raskar venjulegum nátturulögum ? Syndin hefur bannað skilninginn; vér skiljum einu sinni ekki í iífl vorrar eigin sálar. Það er oss óskiljanlegt eins og kraftaverk. „Það kemur af dýptinni, að sumt í heil. ritningu er óljóst, en ekki af því, að hún sé óskilmerkileg; hún er stundum myrk, en það er af sömu orsök og úthafið er myrkt." Páll postuli hefur fyrir löngu leitt ijós rök að því, að vantrúaður maður getur alls eigi skilið orð heilagrar ritning- ar (1. Kor. 2, 14): „Óendurfæddur maður skilur það ekki, sem guðs anda heyrir til; hon- um finnst það heimska tóm, og hann getur ekki skilið það, því það er dæmt andlega". Á öllum öldum hefur þess- vegna vantrú og veraldlegur skilning- ur haft nóg af mótbárum gegn heil. ritningu. En það skulum vér ekki láta á oss fá; það getur ekki öðru- vísi verið. En sérhvert andvitni gegn guðs orði mun þó verða sér til skamm- ar. Svo hefur það verið, og svo mun það verða, meðan heimurinn stendur. Ailar þær árásir, sem vantrúarmenn veita ritningunni, eru fallnar og munu falla magnlausar að jöi ðu. Efni hinn- ar helgu bókar verður oss nreð hverj- um deginum ljósara, ef vér höfum hinn sama anda, sem ritningin er rit- uð í, ef vér leiðumst af því sannleik- ans vaidi og þeim þjóðaranda, sam á öllurn öldum hefur búið í trúuðum söfnuði, þvi þá býr sá andi í oss sjálf- um, sem veitir oss beztu og óhult- ustu skýringuna og leiðsögnina. Sá sem ekki veitir anda ritningar- innar hjartaniegar viðtökur, skilur heidtir aidrei efni hennar. Þegar vér ekki skiljum eitthvað í hinni helgu bók, þá er það ekki annað en vottur þess, að vér höfum ekki fengið þá fræðslu af guðs anda, sem nægi til þess, að vér getum skilið það. Þó að hinn vitrasti meðal þeirra, sem trúa, geti ekki fundið dýpt heilagrar ritningar, þá getur þó hinn fáfróðasti meðal þeirra fundið í henni aila þá leiðsögn, sem hann þarf á að halda til að finna sannleikann og til að verða sáluhólpinn. F’að mætti þá líkja hei- lagri ritningu við vatn, sem er tvennt í einu: Svo grunnt, að hvert lambið getur vaðið það, og þó svo djúpt, að fíll gæti synt í því.

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.