Frækorn - 01.04.1901, Side 7

Frækorn - 01.04.1901, Side 7
FEÆKORN. 55 Hitt og þetta. Settur í'rá jjrestskap í dönska kirkjunni var séra Anton Jensen á Harboeyri liin 28. jan. síðastl. Vór höfuin áður stuttlega skýrt frá því í þessu blaði, hvernig^honum var hótað með að verða settur frá, ef hann .vildi ekki taka áminningu biskupa- ráðsins til greina, um að ráðast eigi á útskúfunarkenning kirkjunnar. En það hefur hann gjört eftir sem áður, bg þykist vera, sannfærður um órétt- mæti þessarar kenningar. Hann hefur verið prestur á Harboeyri 2 ár. Óvíst mun vera hvort hann fái eftirlaun, en hitt er víst, að vinir hans gjöra það, sem þeir geta, til þess að fá hann sem fríkirkjuprest á staðnum. — Rétt áður, en hann var settur frá, kom út lítil bók eftir hann, sem nefnist: „Kristendom for mig“. Talar hanní henni allhart móti ýmsum af kenning- um kirkjunnar. Framsetning og með- ferð efnisins lýsir miklum glöggleika og sjálfsagt getur sá maður enn orðið þjóðkirkju Dana til talsverðs hnekkis. Séra Björn B. Jónsson ritar í grein um „Biblíufræðina nýju“ í „Sam- einingunni'1 fyrir jan. 1901 meðal annars nokkur orð um stefnu V. ij. í þversagna-málinu, og sér hver mað- ar, að einnig hann lítúr á málið eins og gjört hefur verið í „Frækornum“. Hann segir meðal annars: „Prestaskólakennari séra Jón Helga- son hefur síðustu missirin í blaði sínu „Verði ljós!“ og á annan hátt gjört sór mikið far um að út breiða meðal landa sinna þekking á því, sem kall- að hefur verið „Hinar nýju vísinda- legu biblíu-rannsóknir.“ Hefur hann viljað telja mönnum trú um, að úti í menntaða heiminum hvervetna sé „allir hinir trúuðustu og ágætustu vísindamenn" fallnir frá þeirri gömlu kenning, að öll ritningin sé innblásin af guði og sé óskeikult guðs orð. Hann hefur leitazt við að sýna fram á, að mikið sé um „þversagnir“ og „mótsagnir“ í bibliunni og að þessi trúarbók kristinna manna sé rajög ófullkomin og að ýmsu leyti óáreiðan- leg......... Hér fyrir vestan hefur framkoma séia Jóns Helgasonar í þessu máli orðið til að hneyksla fjölda fólks, og hefur möi'gum verið það stórt sorg- arefni, að einmitt sá maðurinn, sem vinir kristindómsins væntu svo mik- ils góðs af, skyldi snúast þannig á móti einum aðal-lærdómi „orþodoxu" kirkjunnar. Og lakast af öllu er, að þessi háttvirti kennimaður hefur einatt verið mjög óvarkár með staðhæfingar sínar og sagt þau tíðindi af „biblíu- rannsóknum“ í öðrum löndum, sem ekki eru sönn, og er það ósamboðið jafn-menntuðum og góðum manni sem hann er.“ „Ljósið“, sem kom út í dag, kall-

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.