Frækorn - 14.08.1901, Blaðsíða 3

Frækorn - 14.08.1901, Blaðsíða 3
FRÆKORN. 123 fessi þýðing er beinlínis röng. Hún er röng, þar sem tekstinn er látinn segja, að það að verða lærisveinn Jesú og verða skírður sé eitt og hið sama; menn verða ekki lærisveinar Jesú með ]nn að skírast,, heldur með því að trúa á hann. Gríska orðið baptizontes. sem nú er þýtt: „með því að skíra“ er blátt áfram: „skírandi11; hefði J. H. þýtt nákvæmt, þá hefði hann auðvitað notað það orð. Um þetta þýðingarmikla þýðingar- mái hefur áður verið ritað í Frækorn- um, og leyfl eg mér að benda mönn- um á það (sbr. 1. árg. 23. tbl.). Loks skal það tekið fram, að eg hef borið hina málfræðislegu hlið þessa máls undir nokkra hina helztu grísku- fræðinga hér í bæ, og viðurkenna þeir skýlaust, að eg hafl á réttu að standa í þessu. Eg efast ekkj um, að séra J. H. með þessu eins og öðru af sínu verki vinnur sannleikanuin til góðs, þeim sannleika sem honum þóknast að kalla villu. Ekki einu sinni miklir og lærð- ir menn megna nokkuð „gegn sann- ieikanum, heldur einungis með hon- um.“ Barnaskírnin er ekki, hefur aldrei verið annað en fánýt, gagnslaus manna- setning, og þegar verjendur hennar grípa til annars eins og þessa neyðar- úrræðis, þá opnast augu fleirra, en þeir ímynda sér. D. Ö. Kynjahúsið. Eg held, að eg hafl verið steinsof- andi. Svefnherbergisdyrnar mínar voru harðlæstar, og engin lifandi vera gat komizt þangað inn, nema draumgyðj- an; henni eru allar dyr opnar. Hún er sú undarlegasta vera, sem eg hef nokkru sinni kynnzt. Stundum er hún svo Ijómandi fögur og fríð sýn- um, saklaus og barnsleg, inndæl og elskuleg að öllu leyti, að eg dáist að henni, og mér finnst sem eg helzt mundi vilja fylgja henni um- alla eilífð. Stund- um er hún þvert á móti, ófríð og stórskorin eins og tröllkona, leiðinleg og dutlungasöm, önug og íll í skapi, svo mér stendur stuggur af henni og óska henni norður og niður, svo langt, að hana beri aldrei fyrir augu mér oftar. Mór flnnst sem eg bæði virði hana og fyrirlíti; mér flnnst sem eg bæði elski hana og hati, og eg veit naumast, hvort aflið má sín meira. Stundum lýgur hún að mér heilum sögum, sem enginn fótur er fyrir; en segir þær með svo mikilli alvöru, að eg freistast til að trúa þeim; og svo gjörir hún gys að mér fyrir heimsk- una, hlær að mér og gefur mér langt nef. Stundum leiðir hún mig í ógöngur, sem eg ætla aldrei að komast úr; hún setur mig út á haf á áralausum bát, eða eitthvað út í geiminn á stýr- islausu loftfari; stundum telur hún

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.