Frækorn - 14.08.1901, Side 6

Frækorn - 14.08.1901, Side 6
126 FBÆKORN. hurðirnar smámsaman og hlógu hvert í kapp við annað; „Ha, ha!, he, he! hí, hí! ho, ho! hó, hó! hú, hú! hæ, hæ!“ Hláturinn var svo hryllilegur, að kalt vatn rann mér á milli skinns og hörunds. í einni gættinni var andlitið Ijót- ast og viðbjóðslegast. Pað var gam- all þursi, og virtist vera foringi alls þessa hyskis. „Guð minn góður!“ hrópaði eg; „hvað erþetta! hvað gengurá! hvert er eg kominn! hvað á þetta að þýða! Góða draumgyðja, fylgdu mér heim aftur sem allra, allra fyrst!" „Vertu rólegur, maður!“ svaraði hún; „þú hefur enn ekki séð allt; eg þarf að fræða þig um þá, sem þú sér í dyrunum. Þessj, sem þú sér þarna í gættinni, er sjálfur djöfullinn, og allt hyskið er fylgilið hans. Hann hugs- ar sér að komast að hérna og reka það allt burt, sem fyrir er“. „Hamingjan góða hjálpi mér!“ kall- aði eg upp; en urn leið féll eg í ó- megin og hneig niður á gólfið. Svona mikið varð mér um þessa sýn. Löngum tíma síðar raknaði eg úr rotinu, lauk upp augunum og stóð upp. Draumgyðjan var enn ekki farin. Eg litaðist um. En sú breyting! í hásætinu sat sjálfur djöfullinn með viðbjóðslegu kuldaglotti; á góifinu lá ástin í dauðateygjunum; lauslætisgyðj- an, drottning djöfulsins, hafði hrund- ið henni úr sæti og tekið það sjálf. Hálfdimmt ogdraugalegt varinni, og umskifti orðin í hverju sæti. Þar var ótryggðin, þar var sorgin, þar var óánægjan, þar var hrekkvísin, þar var hræsnin, þar var heigulskapurinn, þar var tilfinningarleysið, þar var ranglætið, þar var ágirndin, þar var yfirgangurinn, þar var lygin og þar var dauðinn. — Stormur næddi um húsþakið, svo það titraði og nötraði, eins og skip í stórsjó. „Hvernig lízt þér nú á?“ spurði draumgyðjan. „Eg særi þig í nafni almáttugs guðs; eg særi þig í nafni alls þess, sem gott er og heilagt, að fylgja mér heim aftur, ef þú getur! Eg dey, ef eg á að vera hérna lengur!“ Hún leit framan í mig og brosti, tók í hönd mér og leiddi mig út. Eg var svo eftir mig eftir þessa sýn, að eg gat ekki komið upp nokkru orði í langan tíma. Loksins náði eg mér svo, að eg mátti mæla, og varð mér þá fyrst fyrir að spyrja, hvert væri þetta undarlega hús, sem fyrst væri svona óútmálanlega fagurt, en gæti breytzt og orðið jafnviðbjóðslegt. er mannshjartað", svaraði draumgyðjan. í því vaknaði eg, og draumurinn var á enda.

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.