Frækorn - 15.10.1901, Blaðsíða 2

Frækorn - 15.10.1901, Blaðsíða 2
154 F R Æ K O R N. hvern hátt að lokka burtu ömurleika- skýið, er gjörði hann • svo niðurdreg- inn. Mér fannst sjálfsagt, að hann ætti og gæti verið glaður, eins og eg, — gæti, eins og eg, séð sólbjörtu íramtíðina, og hversu allt leit vin- gjarnlega út. Eg tók í hönd hans, og fann, að hún var köld og hörð. „Pabbi minn!“ .... annað varð mér ekki að orði. Hann leit blíð- lega til mín, en sagði ekkert. Svo héldum við enn áfram um stund. Við þennan litla atburð snerust hugsanir mínar í aðra átt. Eg fór nú að hugsa um það, hve þung og erfið kjör faðir minn hefði oft átt við að búa, meðan við krakkarnir vor- um ung, og móðir okkar heilsulaus. Eg var nú 18 ára, og næst-yngstur af 7 systkinum, er nú voru á M; 2 voru dáin. Móðir okkar hafði ver- ið mjög heilsulítil og lá tímunum saman rúmföst; höfðu þá foreldrar mínir engan fyrir sig að bera, nema krakkana, hina elztu, er snemma urðu að góðu liði. Pabbi vann baki brotnu nótt og dag að heita mátti, reri á sjó og stundaði bújörð sína með lítilli hjálp annari en þeirri, er við krakkamir gátum látið í té. Dugn- aður hans og atorkusemi var víða rómuð, og allir minntust hans nú með viðurkenningu fyrir að hafa leyst ætiunarverk sitt aðdáanlega vel af hendi, eftir ástæðunum. Þessi hönd, sem eg nú hélt í, var hönd einyrkjans, — sú hin sama, sem svo mörgum þungum steini hafðí orðið að velta úr veginum, til þess að gjöra hann færan fyrir sig með unga hópinn sinn. Siggið í lófanum, sem nú luktist utan um hönd mína, var ör eftir sár, er faðir minn hafði fengið í bardaganum fyrir tilveru minni, og hrukkurnar í andliti hans voru vottur um dýrtkeyptan sigur í þeirri baráttu. Nú fannst mér eg vera ræktarlaus sonur: að vilja nú yflrgeía föður minn og móður, þegar eg ioksins var kominn á þann aldur, að eg gat orð- ið þeim að liði. Mér lá við að iðr- ast þess, að eg hafði beðið um að mega fara í skólann, — burtu frá foreldrunum, sem í gegnum and- streymisins beisku tár höfðu brosað við tilhugsunina um það, að vér böm- in þeirra mundum margfaldlega launa þeim umhyggju þeiira og fyrirhöfn, burtu frá þeim, sem með árvekni og alúð höfðu vakað yflr tímanlegri og andlegii velferð minni, — frá þeim, sem ein áttu tilkall til mín, og sem eg var skyJdugur um allt, já meira en eg gat í té látið. Eg sagði því: „Ertu óánægður yfir því, pabbi minn, að eg ætla nú að fara burtu frá ykkur?“ „Ónei, drengur minn“, svaraði hann, „en guð má vita, hvort þú nokkurn tíma kemur til okkar aftur, úr því þú nú fer frá okkur. En hvemig

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.