Frækorn - 15.10.1901, Page 4

Frækorn - 15.10.1901, Page 4
156 F R Æ K 0 R N með þvi að vera valdur að því, að stytta líf annara? Mörg eitruð vara, mörg óholl verksmiðja og of langur vinnutími er stöðug yfirsjón gegn þessu boðorði. Á eg að fara vægari orðum um drykkjuskapinn, sem leiðir svo ótt að sjúkdómi og dauða, og fyllir grafreiti vora svo mörgum, er of snemma fara ut úr heimi? Og eins er það með hin boðorðin. Hve margt léttúðugt orð vekur ekki ó- hreinar hugmyndir og girndir, sem eru yfirtroðsla þessa boðs: „Þú skalt ekki hórdóm drýgja* ? Ó, talið ekki við mig um það, að Jesús hafi gjört lögmálið veikara og mildara, af því að mennirnir gátu ekki haldið hin tíu boðorð; því að hann hefur ekkert þvílíkt gjört. Látum oss aldrei verða svo ósvífn- ir, að vér ímyndum oss, að guð hafi breytt löggjöf sinni, og sent son sinn til vor til þess, að koma oss undir annað lögmárl. Nei, fjarri fer því. Drottinn Jesús hefur þvert á móti sýnt oss, hversu heilt og fullt lög- málið læsir sig inn í hjarta vort, og sannfærir oss um synd, jafnvel þegar allt hið ytra hjá oss virðist gott. Ó, lögmál hans er háleitt; eg get ekki náð því; alstaðar umkringir það mig; það fylgir mér í svefni og vöku, heima og úti á veginum. Ekkert augnablik lætur það af að heimta hlýðni. Ó guð, alstaðar er eg dæmdur; því að alstað- ar opinberar lögmál þitt að eg er far- inn burt frá braut réttlætisins og að mig skortir dýrð drottins. Yægðu mér; eg leita tii þín í ljósi fagnaðar- erindisins, sem sýnir mér, að þú hef- ur gjört fyrir mig það, sem var lög- málinu um megn. Auk þess að drottinn Jesús Krist- ur skýrir lögmálið og sýnir fram á andlega þýðingu þess, sýnir hann einnig, hvað hið innsta eðli þess er. Þegar hann var spurður að því, hvert væri hið æðsta boðorð í lögmálinu, svaraði Jesús: „Elska skaltu drott- in guð þinn af öllu hjarta, allri sálu þinni og öllu hugskoti þínu. Þetta er hið æðsta og helzta boðorð. Og þessu líkt er hitt: Elska náunga þinn sam sjalfan þig. í þessnm tveimur boðorðum er innifalið allt lögmálið og spámennirnir". Með öðrum orð- um: Hann hefur sagt oss, að allt lögmálið er saman tekiðíþessu eina: „Að elska". Það er kjarni og merg- ur alls lögmálsins". Og svo segja sum- ir: „Þér sjáið þess vegna, að í stað hinna tíu boðorða höfum vér fengið tvö að eins, og þau eru miklu léttari". Eg verð að svara, að slíkur lestur á lögmálinu engan veginn gjörir það léttara; hann sýnir að eins vöntun á skilning og reynslu. Þessi tvö boð- orð innibinda í sér öll hin tíu í öll- um mikilleika sínum, svo að ekki vantar einn bókstaf eða titil af þeim. Allt það, sem er í tíu boðorðunum, er einnig í hinum tveimur, sem eru

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.