Frækorn - 15.10.1901, Síða 5

Frækorn - 15.10.1901, Síða 5
I F R Æ K O R N . 157 kjarni og inntak hinna tíu. Ef þú elskar guð af öllu hjarta, verður þú að halda öll boðin á fyrri töflu lögmáls- ins: og elskir þú náunga þinn eins og ajálfan þig, verðnr þú að halda öll boðin á seinni töflunni. Kristur hefur því ekki aftekið lög- málið, en hann hefur látið það standa í öllum sínum háleita fullkomleika. Lögmálið verður að fullkomnast í oss. „En“, segir einhver, „hverni gá þetta að verða?" Eg svara með orð- um Páls postula: „Það, sem lögmál- inu var ómögulegt, af því að það var vanmáttugt vegna holdsins, það gjörði guð, þegar hann, með að senda sinn son í líkingu syndugs holds og vegna syndarinnar, fordæmdi syndina á hold- inu, svo að krafa iögmálsins upp fyllt- ist á oss, sem ekki göngum eftir holdinu, heldur eftir andanum. End- urfæðingin kemur því til leiðar, að lögmálið uppfyllist i oss, því að þeg- ar vér verðum fæddir að nýju, fáum vér nýtt eðli, sem elskar guðs lögmál og er í fullkomnasta samræmi við það. Ritdómur, Henning Jensen: Bernska og Æska Jesu. Rvik. 1901. Glasgow-prent- smiðja. Bók þessari hefur herra Vilhj. Jóns- son snúið úr dönsku. En hver heíur kostað hana, vita menn eigi; kostnaðarmaðurinn virðist ekki vilja sýna sig í ljósinu; hvort það sé af því, að hann skammist sín fyrir að hafa komið henni á gang hér á landi, ellegar hann sé svo lítillátur, skul- um vér ekki dæma um. Stefna bókarinnar er afneitun á guðdómi Jesú Krists, afneitun á trúnni, sem kristin kirkja hefur um allar aldir haldið fastri, nefnilega að hann, sem er höfundur kristindóms- ins, er „yfir öllu, guð blessaður um aldir“ (Róm. 9, 5.). Vér viljum ekki taka oss í fang að rita rækilega um bók þessa. Það er enginn vandi að sýna fram á það, að hún sé — eins og einn ritdómari réttilega hefur tekið fram —- „stórt gat“ og ekkertannað; vér álítum, að það sé öldungis óþarft að þreyta les- endur vora með langri ritgjörð um bókina, og það því fremur, sem þeir, er henni fylgja, ekki hafa enn látið til sín heyra, til þess að verja hana gegn því, sem af fleirum þegar er sagt, er móti henni hafa ritað. En vér vilj- um að eins með fáum orðum benda á, kvernig herra Henning Jensen fer að því að færa mönnum heim sann- in um, að Jesús hafi verið rétt og slétt maður. Lítum þá fyrst á formálann. Þar segir höf. meðal annars: „Um leið og kirkjan gjörði Jesúm Krist að guði, um leið svifti hún veraldarsöguna hennar mesta mikil- menni". Bls. V.

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.