Frækorn - 15.10.1901, Side 6
158
FRÆKORN.
Þar er auðvitað rangt að segja,
að kirkjan hafi „gjört“ Krist að guði,
t>ar sem hin upprunalegu rit kristn-
innar vitna óhrekjandi, að Kristur
er guð. — Það er þar á móti réttara,
að snúa þessari setningu við og segja,
að guðdómur Krists sé það, sem hafi
myndað kirkjuna, heldur en hitt, að
kirkjan haíi myndað guðdóminn.
En með þessu hefur kirkjan alls
ekki „svift söguna hennar mesta mik-
H-menni“, því að kristna kirkjan hef-
ur einnig um allar aldir haldið því
jafnföstu, að Kristur sé einnig mað-
ur. Og herra Henning Jensen reyn-
ir ekki að sanna með einu einasta
orði, að guðdóm og manndóm sé
ómögulegt að sameina. Og hann veit
það líka, að ýmsar þjóðir hafa ein-
mitt skoðað hetjur sínar sem guði
eða hálfguði, og það löngu áður en
Kristur kom í heiminn. Svo ekki
virðist mannleg hugsun hafa skoðað
sameining guðdóms við manndóm
sem neitt fjarstætt. Og von krist-
inna manna tekur einmitt tillit til
slíkrar sameiningar í fyllsta skilningi,
þegar hún kemur fram í sinni dýrð-
legustu mynd: „Af gæzku hans,
[guðs] eru oss gefin hin stærstu og
dýrmætustu fyrirheit, til þess að þér
fyrir þau skylduð verða hluttakandi
guðlegrar náttúru, og forðast heimsins
girnda spillingu.“ 2. Pét. 1,4.
Um heimili Jesú segir höf. þetta, sem
sýnir hvílíkur rökfræðingur hann er:
„Að það [heimilið] hafi verið fá-
tæklegt, sést á því, að sagan fer
engum orðum um það“.
Eins og sagan hafl getið um öll
heimili fornaldarinnar, sem ekki voru
fátækleg!
Framvegis: Höf. getur eigi skilið
í því, að nokkuð geti átt sér stað,
nema sagan segi greinilega frá því.
Og hvað guðspjöllin snertir, þá er
hann reiðubúinn að rengja frásagnir
þeirra, ef honum líka þær ekki, svo
framarlega ekki allir guðspjallamenn-
irnir geta um sömu viðburðina.
Pannig vill hann rengja vitran eng-
ilsins hjá Maríu, af því að Matteus
getur ekki um hana! Og fleira á lík-
an hátt.
Ætli herra Jensen hafl hugsað sér,
hvað það þýddi fyrir söguna, ef allir
væri eins illa trúaðir og þetta. Með
slíku móti verður það býsna vafasamt,
allt mögulegt, svo vafasamt, að höf-
undurinn gæti vel farið að efast um
sína eigin fæðingu, því að líklega
hafa ekki fjórir höfundar eins og
guðspjallamennirnir sagt frá þeim
viðburði, hver án sambands við
hinn.
Annars er það „negativa" svo ríkt
í þessari bók, að það væri órétt, að
benda ekki á það, þegar ritað er um
hana.
Allt er býsna vafasamt hjá Henn-
ing Jensen. Yér fórum að rekast á,
hve oft orð eins og „líklegt“ koma