Frækorn - 15.10.1901, Side 7

Frækorn - 15.10.1901, Side 7
FRÆKORN. 159 fyrir og fórum því að telja, um leið og vér rituðum lista yflr þessi orð: „Eigi verður séð“. „Það er líklegt". „Ráða má“, „Naumast satt“, „Að líkindum", „Ótrúlegt", „Óhugsandi“, „Ósennilegt", „Eigi ómögulegt“, „Naumast trúlegt", „Ekki ólíklegt“, „Getur vel verið", „Ef til viU“, „Virðist", „Við' hugsum oss“, o. s. frv. Slík orð og slíkar setningar koma fyrir á um 100 bls. hér um bil 100 sinnum! Ekki er slík bók vel til fallin til þess, að verða vís af henni. Pað er mikil mótsetning milli orða herra Hennings Jensens og þess, er sagði: „Sannlega, sannlega segi eg þér: Vér tölum það, sem vér vitum, og vitnum það, sem vér séð höfum“. Vér viljum ráða mönnum til að trúa heldur þeim höfundi, sem segir svo! Kenning biblíunnar um skírnina, Eftir J. G. Matteson. VI. (Frarrih.) Skírðir með einum anda. „Vér er- um alUr með einum anda skírðir, tU að vera einn líkami, hvort sem vér erum Gyðingar eður Grikkir, þrælar eður frjalsir menn, og allir erum vér drykkjaðir, svo vér séum einn andi“. (1. Kor. 12, 13.). Guð gaf meðlim- um safnaðarins ýmsar náðargáfur með anda sínum. Einum var af andanum geflð að mæla af vísdómi, öðrum framkvæmdir kraftaverka, öðr- um spádómsgáfa, öðrum margháttað- ar tungnr. Allt þetta framkvæmdi einn og hinn sami andi. Þeir eru einnig skírðir í nafni heilags anda, og höfðu fengið gáfur andans, eftir að þeir voru skírðir, og þetta studdi að því að vernda eininguna meðal þeirra, svo að þeir gætu verið einn líkami (eða söfnuður); og þeir voru allir drykkjaðir af sama kaleiknum (við kvöldmáltíðarborðið) til vitnisburðar um það, að andi drottins vísaði þeim veginn til eilífa lífsins i samfélagi við Jesúm Krist. Peir voru þannig skírð- ir í einum anda til að vera einn lík- ami eða einn söfnuður. Þeir voru þannig skírðir til vitnisburðar um það, að þeir væru m eðlimir í söfnuði Guðs, sem varðveitir boðorð Guðs og trúna á Jesúm (Opb. 14, 12.), og lætur Guðs anda leiða sig. Ein skírn. „Þér eruð einn líkami og einn andi, eins og þér einnig eruð kallaðir í einni von yðar köllunar; einn er drottinn, ein trú, ein skírn, einn Guð og faðir allra, sem er yflr öllu, um allt og í öllu“ (Ef. 4, 4—6.).

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.