Frækorn - 15.10.1901, Side 8
160
FRÆKORN.
Hér talar postulinn fyrst um söfnuð-
inn og andann, síðan um von hinna
kristnu, um Jesúm Krist, vorn Drott-
inn, um trúna og skímina og síðast
um Guð föður. Sambandið, sem hér
«r á milli skírnarinnar og hinna ann-
ara atriða, bendir á, að hér er átt
við skím hinna trúuðu, sem voru
með henni innlimaðir í söfnuð Krists.
Það er ekki nema ein von og ein
trú, sem byggð er á Guðs orði og er
í samræmi við það; þannig er ekki
heldur nema ein skírn, sem í ljósi
ritningarinnar getur skirn kallazt, og
hún er í samræmi við hið heilaga
dæmi og kenningu Jesú Krists og
postulanna, sem enga getur afvega
leltt, heldur leiðbeinir auðmjúkum og
hlýðnum hjörtum á vegi sáiuhjálp-
arinnar.
3'^ aj h.Vérju.
— Þjóðverjar hafa kostað rcynda-
styttu eftir Bismark, sem kostar alls
um 1 milíón króna. Myndasmiður-
inn, sem gjörði hana, heitir Begas.
Hann fékk fyrir verk sitt 450,000 kr.
Styttan stendur fyrir framan ríkis-
dagshúsið í Berlín.
— Vatnsafl heimsins er talið að
vera 100,000,000 hestöfl.
— A 131 klukkustund gjörði skip-
ið „Deutschland" ferðina yfir Atlants-
hafið. Mun það vera fljótasta ferð,
sem enn hefur gjörzt.
— Eitt réttlátt verk er jafnmikils
metið í guðs augum og 72 ár í bæna-
gjörðum, segir íslam, trúbók Mú-
hamedsmanna.
— Sá verðskuldar ekki þökk, sem
deyr saddur, ef nágranni hans deyr úr
hungri við hliðina áhonum. Velgjörða-
menn mannkynsins verða að deyja
fátækir. — Múhamed.
Til allra lesenda „Frækorna",
Utg., sem nú er búsettur á Sevðisfirði,
biður alla þá, sem skrifa sér, að senda
bréf og sendingar með utanáskrift: D.
Östlund, Seyðisfirði.
Kaupendur ■ Reykjavík eru beðnir
um að snúa sér til herra Jóns E. Jóns-
sonar í Aldar-prentsmiðju, ef vanskil
skyldu verða á útsendingu blaðsins.
HAUKUR HINN UNGI,
heimilisblað með myndum, flytur ein-
göngu úrvals-sögur og fróðleik, spak-
mæli, skrítlur og gátur. Kaupið
hann, áður en upplagið þrýtur.
yCGjalddagi „Frsekorna'1 er I. okt.
FRÆKORN
koma út h. 1. og 15. í hverjum mánuði,
kosta hér á landi 1 kr. 50 au., í Vest-
urheimi 60 cents. Borgist fyrir 1. okt.
Ursögn ógild nema komin sé til útg. fyrir
1. okt. og úrsegjandi sé skuldlaus fyrir
blaðið.
ÚTG. QG ÁBYBGBABM.: DAYII) QBTLUyD
ALDAR-PRENTSMIÐJA.