Frækorn - 01.11.1901, Blaðsíða 5

Frækorn - 01.11.1901, Blaðsíða 5
F R Æ K 0 R N. 165 sem Gyðingar rceta mikils) segir frá því, að Gyðingar notuðu vanaiega soð- ið vín“. — Ketto frægur lærdóms- maður. 2. Sían. Gerð framleiðir alkohol í sætum vökvum við að uppleysa sykurinn, sem er í þeim. Gerðin stafar af eggjahvítuefni og óhreinind- um, sem eru í vökvunum. Þessu náðu fornmenn aigerlega í burtu með því, að sía þá hvað eftir annað. Síðan geymdist þessi hreinsaði safi í flösk- um eða lagarílátum, sem voru vel innsigluð og grafin í jörðu eða sökkt niður í vatn. fannig geymdu þeir safann kaldan og sætan. 3. Niðurhleyping. Menn náðu einn- ig þeim efnum, sem orsaka gei'ð, úr sætum vökvum með því að setja þá á kalda staði, þangað til sorinn var setztur á botninn. Því næst var hreina safanum hellt ofan af og hann svo geymdur á flöskum. 4. Reyking. Fornmenn vörðu þrúgna- safa frá gerð með brennisteinsgufu eða með því að blanda hann eggja- rauða, mustarði eða þá öðrum efn- unr, sem brennisteinn er í. Þrúgnasafi eða safi úr öðrum sæt- um ávöxtum er alveg laus við öll áfengisáhrif, þegar þannig er- farið með hann og hann er ekki eingöngu óskaðlegur, en hann er einnig ijúffeng- ur og saðsamur. Prófessor M. Stuart segir: Pað er sannað að fommenn geymdu ekki eingöngu vín sín ógerð, en töldu þau miklum mun Ijúffengari og betri að gæðum en sterk vin“. Áfengir drykkir. Vín er áfengt, þegar það hefur ólg- að og „alkohol" er í því. Fornmenn bjuggu til áfenga drykki úr vínþrúg- um, og auk þess úr pálmasafa, fíkj- um og öðrum ávöxtum. Gyðingar þekktu þessa vökva, og í hgilagri ritningu er oft talað um þá. Orðskv. Sal. 23, 31 tala t. d. um áfengt vín: „Líttu ekki á vínið, hversu rautt það er, hversu það sýnist eins og perlur í bikarnum". Mismunandi vín, sem talað er um í bibliunni. í Norðurlanda-málunum flnnst ein- ungis eitt orð, sem táknar þrúgusafa, það er vín. í frummálinu, hebresk- unni, eru þrjú orð, sem þýdd eru með orðinu vín, en hafa öll mismun- andi merkingu. Þau eru Yayin, shekar og tirosh. Yayin táknar samkvæmt vitnis- burði lærðra manna þrúgnasafa, hvort sem hann er sætur eða sterk- ur, gerður eða ógerður. Shekar táknar alls konar sætan safa. Það er stundum þýtt með „hunangi“, en er alment haft um pálmaviðar- eða döðlusafa. Einnig getur það táknað gerðan safa. Tirosh táknar hina þroskuðu ávexti vínviðarins og ferskan þrúgnasafa,

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.