Frækorn - 01.11.1901, Blaðsíða 8

Frækorn - 01.11.1901, Blaðsíða 8
168 FRÆKORN verzla með sannfæring og at- kvæði. 10. Að kenna mönnum að meta og sjá kosti andstæðinga sinna. S. J. J. Elding gefur lí(. Elding vekur dauðadána stúlku til lífsins. Frá Larned, Kas, er ritað til amer- íska blaðsins „Skandinaven" (14. á- gúst síðastl.): Að því er virtist dó dóttir McPreaz’s 5 ára gömul, laugardagsmorgun. Greftrunarsiðirnir voru ákveðnir og „líkið" var um búið á vanalegan hátt, án þess að nokkur gat tekið eftir neinum lífsmörkum. Á leiðinni til kirkjugarðsins varð mikið þrumuveður, og elding sló niður í líkvagninn, reif kistuna sund- ur, ljóstaði hestana í rot og gjörði ökumanninn höggdofa. Þegar þeir, sem fylgdu eftir, kom- ust nær til vagnsins, sáu þeir litlu stúlkuna sitjandi upprétta í kistunni og heyrðu hana kalla á móður sína. Þeir stóðu um stund eins og mátt- vana, en þegar þeir gátu hreift sig, fóru þeir að taka barnið og létu aka því heim til móður sinnar. Foreldrar barnsins trúa fastlega, að eldingin hafi verið send frá himn- um, og fólkið í grenndinni talar sín á milli á líkan hátt. Læknarnir segja, að barnið hafi legið í stjarfa (katalepsi), og að eldingin hafi vakið hana úr honum, en margir eru þeir, sem trúa því fastlega, að hún fyrir undraverk sé risin upp frá dauðum. Barnið er að frískast og virðist ekki að hafa haft neitt mein af því, að hafa legið í kistunni heilan sólar- hring. Eldingin skemmdi aðra hlið vagns- ins. Sumir, sem viðstaddir voru, segja, að undarlegt ljós hafi sézt. á himni, áður en eldingunni sló niður, og meðan menn voru að ræða um þetta, kom þruma og eldingarflug, sem vakti barn$. Til allra lesanda „Frækorna", Utg., sem nú er bÚBettur á Seyðisfirði, biður alla þá, sem skrifa sér, að senda bréf og sendingar með utanáskrift: D. Östlund, Seyðisfirði. Kaupendur ■ Reykjavík eru beðnir um að snúa sér til herra Jóns E. Jóns- sonar í Aldar-prentsmiðju, ef vanskil skyldu verða íi^ útsendingu blaðsins. HAUKUR HINN UNGI, heimilisblað með myndum, flytur ein- göngu úrvals-sögur og fróðleik, spak- mæli, skríflur og gátur. Kaupið hann, áður en upplagið þrýtur. y^~Gjalddagi „Frækorna'* er I. okt. FRÆKOEN koma út h. 1. og 15. í hverjum mánuði, kosta hér á landi 1 kr. 50 au., í Vest- urheimi 60 cents. Borgist fyrir 1. okt. Ursögn ógild nema komin sé til útg. fyrir 1. okt. og úrsegjandi sé skuldlaus fyrir blaðið. ÚTQ. 00 ÁBYBOBABM,: DAVID 0BTL.UND ALDAB-PRENTSMISJA.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.