Frækorn - 27.03.1902, Page 8
40
spurst hefir .Svo virðist sem bindindismenn hafi
almenningsáiit með sér. Af blöðum lands-
ins, er enn að eins eitt, sem hefur tjáð sig
þessu máli mótfallið, sem sé Bjarki.
íslenzk pðlitik. Vonandi er. að stjórnmála-
stríð landsins fari að linna úr þessu. Konungs-
boðskapurinn, sem svo að segja leggur úrslit
málsins í hendur alþingis, vekur gleði um land
allt. OII blöð landdns eru samdóma um að
taka á móti því, sem hann býður: óháða stjórn
búsetta í Reykjavík. Margt gott mun friður-
inn væntanlegi án efa hafa í för með sér.
lVIörg velferðarmál þjóðarinnar hafa stjórn-
málastríðsins vegna orðið að sitja áhakanum;
svo sem atvinnumál, kirkjumál, bindindismál,
o. fl. Nú kemur vonandi þeirra tíð. Politiski
friðurinn mun þó ef til vill verða sumum
blöðum að tneini, sem ekkert annað líf eða
anda hafa heldur en pólitískt þras. Og þegar
búið er að þræta u n það um tíma, hvort hin
góðu leikslok munu vera Valtýingum eða and-
Valtýingum að þakka, er líkast til, að sum
þeirra »gefi upp andann.
Safn af Ljóðmælum séra Matth. Jochums-
sonar ætlar D. Östlund yirentcmiðjueigandi
að gefa út Kig'a kvæðin að koma í 4 bindum
og á hið fyrsta þeirra aá koma út í haust.
Áfenids-verzlun. Krfingja Uöeplner'sverzl-
unar á Akureyri synjað um áfengissölu-leyfi
af fmitmanni ePir till. bæjarstjórnar. Blöndu-
óss-kaupm. ha ttu áfengissölu urn síðastl. nýár.
Hótelinu á Akureyri var synjað um endurnýjun
á áfengisveitingaleyfi í vetur, - A ísafirði
hafa borgararnir synjað Sölva Thorsteinsmi
um endurnvjun áfengisveitinga-leyfis (69 : 56
atkv.>. Sölvi hetír lögsótt Helga Sveinsson,
i'erzl.m. þar, tíl 8000 kr. skaðabóta fyrir at-
vinnumissi, liakaðan sér ineð ósæmdarorðuin
við undirbúning atkvæðagreiðslunnar í málinu.
Spitala ætla Kajiólíkar nú að reisa í Reykja-
vík, stórhýsi mikið, 60 álna langt og 15 áína
breitt og tvíloftað, og á að rúma 40 sjúklinga,
segir ísaf. Trúboð’ð ka])ólska hefur anga
sína út um allan heim og er ekki nema eðli-
legt, að það sc koinið til Reykjavíkur, og það
hefur auðvitað sama lag þar, sem annarstaðar
nú, að byrja með skólum og spítölum, sem
eru í sjálfu sér góðir og enginn finnur trúar-
keim að, en gerir þeim sigurinn vísariað lokum.,
enda hefur |>'Jð farið svo, að þeir hafa nálega
um allan heiin orðið yfirsterkari Lúterstrúar-
mönnum, þar sem þeir tveir hafa keppt.
Fiallkonan færir í seinustu blöðuin lesend-
um sínum þær fréttir, að hún nú sé »með
öllu laus við þær persónulegu illdeiiur og
ókvæðis skammir, sem önnur blöð gerast stór
af,« Gleðilegt.
Misprentast hefur eitt orð í nið-
urlaginu af greininni »Svar til Þorst. ritstj.
Gislasonar« í síðasta tbl.: » . . . að vinra »á
allan lögleyfðan hátt« að útrýmingu
þeirra úr landinu«; en ætti að standa:
». . . að vinna »á a I 1 a n lögleyfðan hátt«
að útrvmingu áfengra drykkja úr
Iandinu.«
G
uðsþjónustur á páskunum
í Bindindishúsinu: Föstudaginn langa
og páskadagana kl. 5 síðdegis.
D. Östlund.
Kostaboð.
Útg., sem ekkert vill láta sparað til þess
að fjölga kaupendum blaðsins, gerir hér með
eftirfylgjandi tilboð:
1. Hver nýr kaupandi að Fræk. ,5-árg., 1902,
sem borgar fyrir þetta ár fyrirfram, fær
ókeypis til sin sendan allan 2. ár«. og enn
fremur myndir af 103 helztu mönnum 19.
aldar. Mvndunuin fylgja skýringar.
2. liver nýr kaupandi, sem lofar að borga
næsta árg. fyrir 1. okt. 1902, fær mynda-
blaðið nú bearar og auk þess jólablaðið
skrautprentaða 1901.
Fessi tilboð giída að eins meðan upplögin
endast. Verð blaðsins er að eins 1 kr. 50 árg.
Borgun má senda í óbrúkuðum frímerkjum.
Útsölumenn óskast.
I). Östlund.
8
krautbindi, Ijómandi falleg, til
að binda í 2. árg. »Frækorna«, fást
fyrir 50 au. bjá D. Östlund.
Hjeraðsmenn
Mælið með »Frækornum< til
vina og kunningja.
mega borga »Frækorn« við verzlun
Sig [ohansen eða aðrar yerslanir á
Seyðisfirði. D. 0stlund
F._ __ 1, _ heimilisblað með
I æ K O l n 5 myndum. ketnur
út um miðjan og lok hvers mánaðar. Kostar
hér á landi 1 kr. 50 au., í Vesturheimi 60 cents.
Borgist fyrir 1. okt. Úrsögn ógild, nema
komin sé til útg. fyrir 1. okt. og úrsegjandi
sé skuldlaus fyrir bíaðið.
Prentsmiðja Seyðisfjarðar.