Frækorn - 03.10.1902, Síða 1
f
Heimilisblað með myndum
• ©'OC* <x>© •
RITSTJÓRI: DAVID ÖSTLUND.
3. ársfangur. Seyðisfirði,
LÍFSOÁTAN.
Eftir Alfred Tennyson. Úr „In Memoriam".
Að einhverntíma bíði bót
á böli lífs, vér treystum þó;
að borgist tár og banaspjót,
að borgist því, sem leið og dó;
Að til sé ekkert tílgangslaust,
né týnist fyrir slys og morð,
né gleymist eins og grýtt fyrir’ borð
þá Guð hefur sett hvert skip í naust;
Að óhelg falli' ei minsta mus,
né maðkur neinn, sem kerskin þjóð
án sakar hefur hent á glóð,
að hvað eitt eigi föðurhús.
Vér rekjum eigi ragnaspor,
en rökin þræðum oss i vil:
að loksins sjáist sólar til,
að sérhver þorri geymi vor.—
En hvað er ég með flug og fát?
Sem fundið barn við mararós,
er nakið heimtar hús og ljós —
og hefir fyrir tungu grát.
Að æðra líf sé öllu geymt,
og engu haldi botnlaus gröf:
er það ei andans æðsta gjöf
að oss hefir slíka furðu dreymt?
:. okt. 1902. 16. tölublað.
En, neitar því ei neyð og kíf?
I náttúrunni tegund hver
er treind og geymd í heimi hér,
en hjóm og strá er einstakt líf,
En þá í rökin rýna fer
og reiknar bezt mín sálin þreytt:
af fimtíu kornum finn ég eitt,
sem frjófgan nær og ávöxt ber,
f>á verða köld mín vonar-skjól,
en vex og magnast efans farg,
svo himininn snýst í heljarbjarg
sem hylur mína trúar-sól,
Eg fálma, hrópa, flý til hans,
sem finst mér þó sé Drottinn alls,
og styð mig, þótt sé stutt til falls,
við stærstu von í brjósti manns.
Að „tegund hver sé treind"! Nei, nei!
f>á talar annað steindýrs urð;
á tegundum varð þrot og þurð
víst þúsund sinnum. Alt er hey.
Náttúran kennir: „Sjáðu sann:
Ég sel ei dýrra líf en hel;
ég andardrátt þinn anda tel
og ekkert meir ég veit."
En hann,
þinn yngsti son, með andans traust,
sem ótal fánýt reisti hof