Frækorn - 17.02.1903, Page 6

Frækorn - 17.02.1903, Page 6
22 FRÆKORN. Týndi faðirinn XXXVII. »Já,« segir bróðir minn, »satt er hið fornkveðna spakmælið, að jörðin er hel- heimur. Hér brennur eldurinn, sem ekki slokkn- ar. Hér nagar ormurinn, sem aldrei deyr. En eldurinn nefnist Hatur, og heyti ormsins er Hugverkur. Sjálfir erum vér sálirnar sem brenna. Og bláan logann leggur af oss í last- verkum vorum og ódyggðum, eiðum og illyrðum, Og sjálfir erum vér hinir plágandi púkar, sem berum eldsneyti hver að annars báli, klípum hver annan með glóandi töngum og svíðum með eldrauðu járni. Og eldsneistum og eitri spúum vér hver í annars ásjónu. En satt er það einnig, að jörðin er guðsríki. En fáir finna það, því vegur- inn er mjór og hliðið þröngt. Og upp- yfir hliðinu blasir krossinn með eldlegu yfirskriftinni: vertu trúr til dauðans. En sá sem finnur það, hann þekkir það og segir: fyrir þá sælu sem eg hef hér fundið, verður aldrei of mikið í sölurnar lagt. En margir eru þeir, er hvorki ná til himins né helheims. Þeim er jörðin hulduhcimur. Þeir lifa hér á músum og froskum og verða feitir, og safna sorpi og smásteinum og haida að það sé gull. Hér binda þeir sér blómsveiga úr visnu laufi og skei a sér stafi úr fún- um við, glamra á garnastrengi og dansa og syngja: Höndlað er stærsta hnoss, heimurinn lýtur oss. Sælir eru þessir huldumenn. Þeir eru ánægðir með hólinn sinn og það sem í honum er; þeir eta og drekka, elska og leika sér, en hlæja að þeim, er leggja alvöru í lífið og leita inngöngu í him- ininn — eða helvíti.« »Spaklega talar þu, St. Páll bróð- ir minn, en ekki minnist þú á annað líf.« »Allt sem sagt er um annað líf, er dul- speki og draumsjónir, sem vér ekki get- um gert oss nokkra ákveðna hugmynd um. En vonina höfum vér, allir sem gerum hið góða.« »En þeir sem illt aðhafast?* »Þeir deyja hinum öðrum dauða, og eins og illgresi og úrhraki mun þeim verða burtu fleygt eða á bál kastað.« »1 hinn eilífa e' '« »Eldurinn *■ .randi, en úrhrakið varla.« Hann þagnar. Eftir stundarbil segir hann : »En sé nokkux sa_ er h^gsi að ávinna sér annað lff með góðverkum, þá dreg- ur hann sig á tálar. Vinni eg í launa- skyni, fæ eg engin laun; því dómarinn, hann sem býr hér inni og sem ekki læt- ur leika á sig til lengdar, — hann veit, að ef ekki vonin um laun eða hræðslan við hegningu hefði aftrað mér, þá hefði eg heldur kosið að gjöra hið vonda. Aðeins ein laun eruóbrigðul: lífigildi lífsgleði, sálarfriður.« Hann l’tur f,'l mía og brosir: »Þér þykir það lítið ?« »Marga fær þú ekki með þér,« sogi eg- »Engan,« svarar hann, »nema þá sem erfiða og eru mæddir, og sem vanþríf- ast í heiminum. En aðrir eru það held- ur ekki sem þarfnast Meistarans.« XXXViII. Friður sé með þér, Hávarður gamli, þú örvasa útkulnaða skar. Genginn ert þú nú veginn allrar veraldar og alfarinn fluttur til friðarins bústaða. Rólegur og hreinn eins og barn ligg- ur hann þar undir líkblæjunni; og lítið gætir þess nú, að hann hefur í níutíu ár staðið í stríði fyrir tilveru sinni. Og eg öfunda hann af því, að hafa nú aflokið síðustu og þyngstu þrautinni. Svona ætti maður að deyja. Hann slokknaði útaf einhverntíma í nótt, án þess nokkur vissi af. Og sjálfur hefur hann ekkert af því vitað.

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.