Frækorn - 30.04.1903, Blaðsíða 7

Frækorn - 30.04.1903, Blaðsíða 7
FRÆKORN. 55 Þetta líkaði hans tign að heyra, en óvættur klóraði sér og sagði, að það væri ekkert ennþá. »Svona sitja þeir og hugsa einungis um sjálfa sig og sína af- komu, og sé sessunautur einhvers veik- ari fyrir en hann sjáifur, ýta þeir honum frá sér, en leggjaniður skottið og smjaðra við þá, sem sterkari eru eða meiri. Látum þá fá sér meira tár, þá verður það enn þá betra.« Því meira sem þeir drukku af þessu »ljúffenga víni«, sem þeir kölluðu svo, því meiri varð hávaðinn. Það voru töl- uð nokkur gróf orð þar í stofunni, er meiddu einhvern, og þá lenti öllum sam- an í harðasta bardaga. Veitingamaður- | inn kom ruggandi og vildi skilja menn með því að berja þá, en þá réðust allir ! á hann og börðu hann svo vel, að harð- ur flskur hefði ekki þurft meira. En há- tignin strauk á sér yfirskeggið og sagði: »Jæja, það er ekki sem verst.« »það I er nú ekkert enn þá,« sagði óvættur með ! sjálfstilfinnmgu, »það verður enn betra; fyrst ýlfra þeir eins og úlfar, en bráð- legafáið þér að heyra þá rýta sem svín.« Þessir góðu menn og hinn gestrisni húsbóndi voru nú komnir á fæturna aft- i ur, og með því að hver um sig hafði ekki neina hugmynd um hver hafði móðg- að hann, var áformað að drekka sætta- skál. Veslings konan hafði mist niður úr einu glasi og fengið ofanígjöf fyrir, en nú streymdi vínið í pottatali út um borð og bekki með þvílíkum daun, að hans hátign tók hið fljótasta upp sinn brenni- steinssósaða vasaklút og barði sig í fram- an með honum. Smátt og smátt fór hjalið og drafið í gestunum að breytast í snökt og hrinur. Einn og einn, tveir og tveir eða fleiri saman, sumir á tveim en sumir á fjórum fótum, fóru nú gestirnir að týnast út, sumir urrandi eða skrækjandi stef og stef úr ýmsum ljótum vísum. Og nú kom bóndaskepnan vagandi til dyra, til að kveðja gesti sína með nokkrum djörfum orðum, sem efasamt var, að yrðu af miklu viti töluð, en þá varð hann fyrir því ó- happi að reka tærnar í dyraþrepið, svo hann féll áfram og kom beint á höfuðið ofan í poll. Þar lá hann, svo langur sem hann var, og gaf frá sér undarlegt hljóð er líktist urri. »Ha, ha, ha,« hló hans hátign, »þctta er ágætt; eg skal við tækifæri muna eft- ir þessu.« Og á næsta nýári gerði hann óvætt- ina litlu, sökum dugnaðar í þessu rráli, að reglulegu kammerráði. I.auslega þýtt af V. S, Til yðar, hinna eldri, segjum vér: Hafið gát á »Brennivínsmeinvættinni,« að hún ekki skemmi yður sjálfa eða börn yðar! Yður, hina ungu, biðjum vér: Gætið yðar fyrir hinum vonda freistara, að hann ekki komist að yður og yfirvinni yður! Hve marga hefur hann ekki yfirunnið. Þess vegna, allir fram í stírð móti honum! Háðsiega segir hinn milki rússtieski höfundur, að óvættur sú, er kendi bónd- anum að búa til brennivín, hafi í stað- inn verið gerð að reglulegu kammer- ráði í Helvíti. Hinn sorglegi sannleikur er sá, að varla nokkur annar löstur heftir svo framfarir lands vors, sem einmitt drykkjuskapurinn. Hann eyðileggur vinnu- kraftinn, eyðir atvinnunni, leiðir af sér mikla óhamingju. Allir þér sem unnið þjóð vorri og viljið stiðja að framfórum hennar — yður biðjum vér: Hefjum stríð móti »Brennivíns og Bjór óvættin- um« og hvað þeir heita allir þessir mörgu Spiritusóvættir. Burt með þá úr húsum vorum, af heimilum vorum, af landi voru! Dómur er nú fallimt í máli því, sem höfðað var, samkvæmt skipun landshöfðingja, gegn Arn- björgu Stefánsdóttur á Hánefsstaðaeyrum hér í Seyðisfirði út af því, að nún lét jarða lík manns síns sáluga, nálægt heimili sinu, þar sem prestur hér bannaði henni að láta jarða í kirkjugörðum þeim, sem hann réði yfir, nema með því móti einu, að þjóðkirkjulegir greftrunarsiðirværu viðhafðir; en þessu mót- fallinn hafði Sigurður sál. tjáð sig, og í bana- legu sínni, hafði hann beðið konu sína, að svo yrði eigi. Dómurinn var kveðinn upp í lögreglurétti Norðurmúlasýslu 17. apríl og er svohljóöandi: „Hin ákærða, Arnbjörg Stefánsdóttir á Há-

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.