Frækorn - 14.04.1905, Blaðsíða 2

Frækorn - 14.04.1905, Blaðsíða 2
58 FRÆKORN að komast að því, hvaða andi það sérstaklega er.« Einhver helzti andatrúarmaður í Evrópu, Allan Kardec, segir: »Rað er eitt af frumatriðum anda- trúarinnar, að andarnir eru svo mis- munandi, hvað siði og menningu snertir, sem hægt er að hugsa sér; andarnir eru ýmist göfugir eða vondir, fróðir eða heimskir, góðir eða mjög spiltir, iéttúðlegir, frekir, lygnir, stoltir og illir. Nokkurir styrkja oss í því, sem gott er, aðrir leitast við að leiða oss afvega til hins illa. Milli and- anna eru líka þeir, sem miklast með fölskum lærdómum, koma fram sem heimspekingar eða bakbítarar og lærðir bjánar. Allar stjórnfræðislegar og trúarbragðalegar skoðanir eiga fylgismenn í andaheiminum. Pegar tal er um kreddur, kaþólskar, gyðing- legar eða muhammedanskar eins og hvað annað, lastar einn það, sem annar lofar. Maður á þess vegna ekki beint að trúa öllu því, sem and- arnir koma með. Ef ekki menn gæta allrar varúðar, geta menn hæglega orðið sviknir af þeim, og þeir eru nógu slungnir til þess að gera það«. Pað fer óneitanlega að verða grátt, gamanið, þegar »andarnir« að dómi sjálfra andatrúarmannanna fara þannig að ráði sínu, að þeir ómótmælanlega »sýna aðra anda«, og »gjöra það einnig oft með slíkum dugnaði, að þeir geta boðið sérhverri rannsóknartilraun byrg- in, sem gerð er til þess að afhjúpa svikin«, Helzti spámaður andatrúar- manna í Ameríku, A ndrew Jackson Davis, maður, sem kallaður hefir veriðSwedenborg Vesturheims, segir: »Það er kunnugt, að ýmsar per- sónur í anda'neiminum, sem eru mikl- um andans hæfileikum gæddir, geta sýnt mönnum nákvæma líkingu eða mynd að líkamanum eins og hann var fyrir dauðann. Pessi sýning er oft svo nákvæm, að veran oft birt- ist í samskonar ídæðum og sýnir, að hún hefir sömu hæfileika, sem voru sérkennilegir manninum, meðan hann dvaldi hér á jörðu«. Swedenborg er talinn mikill heim- ildarmaður, þegar um þessi »dular fullu fyrirbrigði« eru að ræða. Hann segir: Pegar andar byrja að tala við mann, þá verður hann að gæta vel að, hvað þeir segja, þvf næstum alt, sem þeir segja, hafa þeir sjálfir búið til, og þeir ljúga; fá þeir- leyfi til að segja nokkuð um, hvað himininn er, og hvernig skoða beri himneska hluti, þá munu þeir segja svo margar lygar, að maður verður hissa«. Pað er eftir þessu að dæma alls ekki sjálfsagt, heldur þvert á móti mjög vafasamt, hvort andar þeir, sem birtast spíritistunutn, séu andar fram- liðinna Það geta líka verið aðrir and- ar heldur en tnannsandar. Hið margnefnda brezka sálfræðis- rannsókna-félag (Society of Psychical Research) staðhæfir heldur ekki einu sinni, að verur þær, sem vitrast spírit- istunum, séu andarframliðinna tnanna. Félagið er jafnvel ekki alt satndóma um það, hvort tyrirburðirnir í yfir- leitt séu annað en tál og prettir, en margir og merkir félagar halda því þó fram og álíta, að rannsaka beri efnið, en þeir staðhæfa engan veginn sem vísindalega sannað, að andar fram- liðinna séu valdir að fyrirburðunum. Pegar »ísafold > hér um daginn var að bera það fram, að slíkt samtal við framliðna væri eins áreiðanlega sannað eins og »flóð og fjara,« »umskifti dags og nætur« o. s. frv., þá er víst nokkuð mikið sagt! Ekki er það heldur svo áþreifanlega víst, að hægt sé að tala við framliðna hér í Reykjavík, eins og »ísafold« vildi gefa í skyn hérna um daginn. Aðal- maður andatrúarinnar íslenzku, hr. Einar Hjörleifsson, segir um tilraun- irnar hér í Reykjavík, að »skoðana- munur geti að sjálfsögðu verið um það, hvernig á því standi, sem fyrir hefir komið, enda fj arri því, að allir þeir, sem tekið hafa þátt í þessum tilraunum, hafi gengið úr skugga um, að hér sé að tefla um áhrif úr and- ans heimi,«

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.