Frækorn - 14.04.1905, Blaðsíða 12

Frækorn - 14.04.1905, Blaðsíða 12
68 FRÆKORN Tiann væri bugaður orðinn af langvinnu mat- arleysi og þreytandi göngu, veitti liiti voða- lega staða hans honum afhir kjark og krafta. Með sjaldgæfu snarræði réðst hann á dýrið, þegar það rak í hann hornin, dróg hnífinn úr slíðrum með vinstri hendinni, ekki alveg vonlaus um, að geta rekið hann í háls óvin- arins. En kraftarnir í orustu þessari voru alt of ójafnir. Villinautið hafði þegar hrist hann með hornum .sínum og varpað honum til jarð- ar til þess að troða hann í hel, þegar hann heyrði hvelt byssuskot fyrir aftan sig. Villi- nautið tók geysilegt viðbragð og féll því næst þunglamalega til jarðar, rétt við hliðina á Sullivan, þar sem hann lá endilangur á jörð- inni, já, jafnvel að nokkuru leyti ofan á hann. Augabragði síðar sveif dimm mynd í Indína- klæðum fram hjá og stakk veiðihnífnum sínum í háls dýrsins, enda þótt skotið hefði hitt alt of vel til þess, að það hefði ekki undi.eins' dauðann í för með sér, þar eð kúlan hafði smogið inn í heilann; en stóra blóðæðin á hálsinum var nú sundur skorin, og dýrinu blæddi út, og með því varð kjötið betra og fært um að haldast miklu lengur óskemt. Indíáninn snéri sér því næst að Sullivan, sem nú var laus undan þunga dýrsins. Með tilíinningum blönduðum von og ótta, sem staf- aði af því, að hann vissi ekki, hvort Indiáninn heyrði til hinni vinveittu þjóðkvíslinni eða ekk', bað Sullivan mann'þenna að vísa sér leið til næstu nýlendunnar, sem hvítir menn bygði. ,,Ef hinn þreytti veiðimaður vill hvílast hér til morguns, mun örninn vísa honum leið að hreiðri hvítu dúfunnar," svaraði Indiáninn á líkingamáli því, sem er svo alment meðal þjóð- ar hans. Fví næst tók hann í hönd hans og fór með hann gegnum hið áfallandi myrkur til staðar, þar sem nokkrir Indíánar höfðu búist um undir nokkurum stórtrjám, sem uxu á fljóts- bakkanutn. Þar gaf Indíáninn Sullivan kost- uglegan kvöldmat af maisgraut og villidýra- kjöti. Síðan breiddi hann nokkurar húðir á jörðina og bauð gesti sfnum að hvílast til morg- uns. (Framh.); MiSprentast hefir í kvæðinu „Ódáinsheimur", bls. 35 í 4. tbl., 4. er., 5. 1. „guðdómlegar", á að vera: „guðdómslogar" og í sama erindi, 6. 1.: ,,bláu", á að vera „bldau. Bftirmæll. t>ann 20. janúar s. 1. andaðist á Seyðisfirði merkiskonan Jónína Jónsdóttir. Hún var fædd á Þórarinsstöðum við Seyðisfjörð 14. okt. 1873, dóttir Jóns bónda Jónssonar, er þar bjó lengi, bróður Sigurðar hreppstjóra frá Firði og þeirra systkina, og Þórdísar Pálsdóttur, er þar býr enn, ekkja eftir Jón. Hjá móður sintii var hun þar til árið 1898 að hún giftist eftirlifandi manni sínum Tryggva Ouðmundssyni barna- kennara í Seyðisfjarðarkaupstað. Eignuðust þau hjón 5 börn, er öll lifa. Það má með sanni segja um Jónínu sálugu, að hún var gædd flestum þeim lyndiseinkunn- um, sem konu mátti prýða. Hún var göfug í sjón og raun og stundaði heimili sitt með frá- bærum kærleika og prýði. Hún var sérlega staðföst í sinni barnatrú; það virtist eins og hún helgaði lífsstarf sitt kærleikanum — kær- leika til allra — hún var líka alin upp á því heimili, sem ersönn fyrirmynd kristilegs siðferðis. Hún var vinföst og trygg í lund, og enginn mun sá vera, sem nokkur kynni hafði af henni, ergat annað en með aðdáun orðið hrifinn af viðmóti hennar og lyndiseinkunum þeim, er hún hafði fram yfir svo tnarga. Er hennar því sárt sakn- að — ekl-i einungis af eiginmanni og börnum, sorgmæddri móður og bræðrum — heldur og öllum þeim, sem hana þektu fjær og nær. Blessuð veri hennar minning. — Einn af vinum liinnar látnu. -------—----------- Kenslu fyrir smábðrn Hr. kennari Hallgr. Jónsson ætlar að gera tilraun hér í sumar með nýrri lestrarkensluað- ferð, fyrir börn, sem ekki hafa lært að lesa. Tíminn verður frá 14. maí til 14. júlí. Kenslan mun verða með sama móti og nú tíðkast um Norðurlönd, og hefir hún mikla og góða kosti fram yfir |>á lestrarkensluaðferð, sem héb alment tíðkast hjá oss. Fáum dettur líklega í hug, að það sé nokk- ur vandí að kenna börnum að lesa, og að á samastandi, hvernig það sé gert. En það er nú samt ekki svo. Skólafræðingar segja, að stórkostlegur léttir sé börnunum að fá að læra eftir hinni nýju aðferð. Vér mælum því hið bezta með tilraun þess- ari. Þó ekki væri annað en það að forða börn- unum frá götulífinu, væri um mikið að tala. En hérer vafalaust nieiraað hafa upp úr þessu. Oddrúnarmálið. Það hefir nýlega verið dæmt í yfirrétti þann- ig, að Oddrún Sigurðardóttir, sem hafði borið meinillar ærumeiðingar á tvo menn í Seyðis- firði, sé sýknuð vegna þess, að yfirrétturinn komst að þeirri niðurstöðu, að Oddrún þessi sé ekki heil á sönsum. Eru þannig ærumeið- ingarnar meðþessu dauðar og ómerkar dæmdar. Prentsmiðja D. Östlunds.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.