Frækorn - 14.04.1905, Blaðsíða 11

Frækorn - 14.04.1905, Blaðsíða 11
FRÆKORN 67 Hefnd Indíánans. Framh. Hún var einkadóttir ensks sjómanns, sem var guðhræddur maður, og þegar hún var í æsku, var alt útlit fyrir, að hún, að því er trúna snerti, myndi verða alt, sem trúrækinn faðir gat óskað sér. En guðhræðsla hennar var þá fremur siðasðk, en hjartans mál; hún gat ekki staðist ástarjátningu hins unga, fall- ega Sullivans, enda þótt hann væri alt annað en trúrækinn, og þá hvarf trú hennar, eins og morgundöggin fyrir sólgeislunum. Þegar hún var gift honum, misti hún allan áhuga á því, sem hún einusinni mat svo mikils. Hún var mjög hamingjusöm, að því er virtist, en í allri gleði hennar var einhver beiskja; það var hin sífelda meðvitund um, að hún hefði syndgað með því að snúa sér frá hinum lifandi guði. Þessi meðvitund festi æ dýpri og dýpri rætur. Guðs andi hafði áhrif á hjarta hennar og koin því til leiðar, að hún daglega minntist þeirra dýrðlegu sanninda, sem hún hafði heyrt í æsku, og reyndi að leiða hana aftur á veg, sem hún ekki þekti. Þau töluðu lengi saman; og þetta kvöld, féllu ungu hjónin í fyrsta skifti á kné með bæn til guðs. Morguninn eftir, þegar veiðimennirnir fóru á stað, var mjög fagur. Ekkert ský huldi á- sýnd William Sullivans. Hinir skæru geislar morgunsólarinnar virtust hafa rekið á flótta hræðsluná, sem hafði komið yfir hann kvöldið áður; og það var aðeins af því, að kona hans beiddi hann átakanlega, að hann reif ekki fjöðr- ina úr húfunni. Hún hélt um hönd hans, meðan hún hvíslaði einhverju í eyra honum; hægur titringur kom á varir hans, um !eið og hann sagði: „Gott og vel, kæra Mary, ef þú í raun og veru heldur, að þessi fjöður muni vernda mig fyrir rauðhúfunum, vil eg þín vegna láta hana vera." William setti upp húíuna, lagði byssuna um öxl sér, og bráðum voru veiðimennirnir komnir á leiðina til þess að leita villidýranna. Dagurinn leið eins og vanalega gjörist hjá slíkum veiðiflokkum. Mörg dýr voru að velli lögð, og um nóttina, fengu veiðimennirnir sér skjól í bjarnarbæli, sem einn veiðimaðurinn hafði verið svo heppinn að skjóta, þegar hann um sólarlagið gekk niður að fljótinu. Kjöt hans veitti þeim ljúffenga steiktil kvöld- verðar, og húðina breiddu þeir yfir laufið og hcfðu í kodda stað. Við fyrstu birtingu yfir- gáfu veiðimennirnir hið óbrotna náttból sitt, til þess að halda áfram veiðunum. William, sem með altof miklum ákafa elti hjartsarkálf, varð viðskila við sinn flokk, og þegar hann reyndi að finna aftur veginn, viltist hann. Klukkustund eftir klukkustund reyndi hann á- rangurslaust eftir einu eða öðru merki, sem gæti sýnt honum í hvaða stefnu hann ætti að fara að finna aftur veginn, því trén stóðu svo þétt, að hann eínungis við og við gat séð sól- skinið. Og þar eð hann ekki var vanur skóg- arbúalífinu, gat hann ekki, eins og þeir, leið- rétt sig með því að gefa gætur að því, hvaða hlið trjánna var mest mosavaxin. Margsinnis brá honum mjög við, og hann varð angistar- fullur, því honum virtist, sem hann sæi augna- ráð eins eður annars Indíána, sem sæti fyrir sér; hann hóf byssu sína, reiðubúinn til þess að selja líf sitt svo dýrt sem auðið væri. Um sólarlag varð skógurinn grisnari, og loksins kom hann að takmörkum stórrar gras- sléttu (Prærie); var hún vaxin löngu grasi, og hér og þar voru raðir af smátrjám og runn- um. Fljót rann eftir hinni víðáttumiklusléttu, og þangað gekk hinn þreytti Sullivan. Hann var þreyttur og svangur, þar sem hann hafði ekkert borðað síðan um morguninn. Áfljóís- bakkanum voru margir runnar, og þessvegna færði William sig nærri þeim með varkárni og hafði byssubógiun dreginn upp til hálfs, til þess að hann gæti verið reiðubúinn, hvaða hætta sem kynni að koma. Hann var enn þá nokkurar álnir frá fljótsbakkanum, þegar hann nam staðar af þruski, er hann heyrði frá runn- anum, og á næsta augabragði braust stórt villinaut fram. Dýr þessi reika vanalega um- hverfis á sléttunuin í stórhópum, sem stundura eru margar þúsundir að tölu. En það ber einnig við, að maður getur hitt eitt einstakt, sem hefir orðið viðskila við hjörðina, annað- hvort af hendingu eða Indíönum, en þeir eru mjög leiknir í að veiða þessi hættulegu dýr. Villinautið nam snöggvast staðar; því næst beygði það höfuðið niður og braust fram móti hinum nýkomna óvin. Sullivan miðaði, en dýrið var of nálægt honum, til þess að hann gæti gjört það með þeirri ró og vissu, sem þurfti til þess, að úrsiitin yrðu heppileg; og enda þótt dýrið særðist dálítið, réðst það sarnt sem áður móti honum með auknu æði. Sulli- van var mjög sterkur maður, og enda þótt

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.