Frækorn - 14.04.1905, Blaðsíða 5

Frækorn - 14.04.1905, Blaðsíða 5
FRÆKORN 61 viðgang. Ekki þurfti annað er. einhver teg- undin hefði alt í einu fengið víðar-i höfuðkúpu og heila að því skapi stærri. Þá er nú mað- urinn kominn, eins og hann er. Hann hefir engan anda, ekkert ódauðlegt í honum nema það, sem heldur kynslóðinni við. Skynsemin eða meðvitundin vaknar hjá honum á fyrstu mánuðum ársins, án þess nokkur viti, hvernig á því stendur, og hverfur svo aftur við æfilok- iU á sama hátt. Gáfurnar eru misjafnar hjá mönnum; fer það mest eftir því, hvað mikill fosfór er í heilanum. Alt þetta, sem kallað er andlegt líf mannsins, er ekkert annað en starf líffæranna, einkum heilans, og orsakast af efnabreytingu. Trúarbrögðin eru ekki annað en heilaspuni; enginn getur sannað neitt í þá átt, að maðurinn hafi nokkura tilverd eftir dauðann; en á því byggjast trúarbrögðin. Eins og nú standa sakir, þá er það ekki kyn, þó að menn vilji ekki ala börn sín upp á vísíndalegan hátt eingöngu. Vísindin eyða trúarbrögðunum, segja menn; vísindin hafa ekkert að bjóða til huggunar við aðkomu dauð- ans. En þetta er ekki annað en fjarstæða. Otti manna fyrir dauðanum kemur til af því, að maðurinn nær ekki þeim aldri, sem hann ætti að ná, og getur náð en það er 140 ár. Vísindin ein geta hjálpað mannkyninu að því marki. Þaö -þarf aö breyta líkama mannsins og lifnaðarháttunum. Líkaminn er mesti galla- gripur. í honum eru ein 15 líffæri fullkomnari en í apanum, 17 svonaþrúkleg til sinna starfa, en þó að hnigna og rýrna, (vöðvarnir í fótleggj- unum og fótunum, 11. og 12. parið af rifjun- um, tærnar, langinn o. s. frv.) og ekki færri en 107, sem eru handónýt og til ills eins, leifar af gömlum apalíffærum (rófubeinið, botnlang- inn o. fl.) Dauðanum valda smáagnir í blóðinu, „æt- urnar" (phagocytes) svo nefndu. Reyndar eiga þær að halda líkamanum við, og gleypa í sig allar sóttkveikjur, þegar þærgjöra vart við sig. En ef þær bíða ósigur fyrir sóttkveikjunum, þá leggjast þær á líffærin og eta þau upp. Tá er dauðiun vís. En læknafræðin getur stutt þær í viðhaldi líkamans, með því að laga líkamann: taka burtu botnlangann, vísdómstennurnar, magann, þykkvaþarminn, skipa fyrir, að menn neyti enskis ósoðins matar og drekki drjúgum sfirmjólk. Ef svo væri hægt að útrýma sára- sótt og nautn áfengra drykkja, þá gæti menn alment náð 140 ára aldri. Lifðu menn þá fyr- ir sjálfan sig og heimilin til 50 ára aldurs, frá 50- 100 ára fyrir vísindin og mannúðina/ en frá 100- 150 ára fyrir ríkið. Fá eru fnenn ekki lengur hræddir við dauðann, heldur er þá vöknuð hjá þeim löngun eftir honum. sem menn hafa nú ekki, og þá deyja þeir með hjartanlegri gleði. Þetta er fagnaðarboðskap- ur vísindanna. Þessi vísindi eru runnin upp í því landi,- þar sem kensla í kristindómi er afnumin i skólunum. Hver veit, nema sama forditdin komi iþi bráðum fram hérna líka. Bjarni Jónsson. Á vetrardag votan og kaldan. Útsynningurinn æðir og þeytir skýjaflyksun- um uin regnbólginn himininn. Sólin nær ekki að skína. Skýin hanga grámygluleg og þung- búin skamt fyrir ofan höfuðin á oss. Þau grúfa yfir fjöllunum og byrgja þau. Sjálfsól- in er hulin, henni er bannað að skína, geislar liennar fá eigi að koma niður til vor; alt er dimt og dapurt. Regnið streymir í fossum, lemur alt utan, rúðurnar svo áfergislega, að þær standast naumast, og hvern þann, sem liætt- ir sér út, lemur það svo, að engar verjur duga, liver dropi berst alla leið inn að bjórnum. All- staðar þar sem þau vindurinn og regnið nátil, er alt í uppnámi. Sjáfaröldunum þeyta þau af afli á land, svo að brimið sleikir svo að segja alt, sem fyrir því verður, burtu. I djúpinugeig- væniega grimdin sýður. — jörðin hleypur öll i svell TTg svitnar af ógnum uppheiina — himnanna. Það er hrygð á himnum yfir synd og spill- ingu vor hér neðra. Himininn hár grætur, þetta eru hans tár, yfir jörðinni lágri og börn- um hennar. En jafnframt vill hann með tár- straumum sínum þvo blettina; fyrir því leitast regnið við að brjóta rúðurnar og ná til þeirra, sem láta húsin geyma sig-ennær þeimekki. Þeir eiga því enn eltir að þvost, áður en þeir koma fyrir dómarann allra dómara. — Vatns- karlar, vinnukonur og bágstaddasti lýður borg- arinnar, sein ekki hefir efni á að eyða dögun- um öðruvísi en úti við hina eríiðu, lítilsvirtu en þó illa launuðu vinnu sina, verður fyrir regninu, bleytunni, storminum, kuldanum, tár- unum, þvoltinum, — enda mun sá lýður koma inörgum auðkýfingnum, embættismanninum eða býlífismanninum hreinni fyrir drottins aug- lit og verða settur hærra þar í eih'fðinni. Corax.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.