Frækorn - 14.04.1905, Blaðsíða 8

Frækorn - 14.04.1905, Blaðsíða 8
64 FRÆKORN Tíundarskyldan. (Eftir dr. Trumbull. „Sameiningin''.) Sumar eru þær skyldur, sem biblían virð- ist kannast við að legið hafi mönnum í aug- um uppi frá öndverðu. Það er ekkert minsf þar á upphaf þeirra eða það, er þær fyrst voru gjörðar mönnum kunnar. í’ess er öðru hverju getið í hinni helgu sögu, að á móti þeim hafi verið brotið, eða að þær hafi verið ræktar, löngu áður en frá því er skýrt, að þær hafi sérstaklega verið fyrirskipaðaðar, Þ?ð lítur svo út, sem það sé gengið að því vísu, að mönnum hafi verið kunnugt um það, að slíkt væru skyldur, frá því fyrst er mann- kynssagan hér í heimi hófst. í>að er þannig t. a. rp. ekki skýrt frá neinu lögmáli gegn manndrápi fyr en eftir flóðið; en ekki var Ka;n sýknaður af glæp sínum fyrir það, að honum hafi aldiei verið sagt, að hann mætti ekki lífláta bróður sinn. Ekki er neitt boðorð til í neinni af hinum fyrri eða eldri bókum ritningarinnar um bænina—hvorki opinbera bæn né bæn í einrúmi; en skýrt sést það, að flestir forfeðranna, sem nákvæmar sögur fara af, hafa haft þann sið að biðja. Og þó að ekki sé sérstaklega brýnd fyrir mönnum bænarskyldan í hinum tíu boðorðum, þá var og er þó sú skylda viðurkend sem hafandi almennt gildi. Ein skyldna þeirra, sem óþarft sýnist hafa þótt að skýra frá að fyrirskipaður hafi verið í upphafi, er tíundar- skyldan — sú skylda manna að gefa drotni tíunda part af öllum tekjum sínum. Eins og bænarskyldunni var tíundarskyldunni verklega framfylgt af forfeðrunum löngu áður en lög- málið, sem kent er við Móses, var út gefið Og þó að tíundarskyldan, alveg eins og bæna- skyldan, sé ekki sérstaklega tekin fram í boðorðunum tfu, þá hefir tíundarskyldan þó víða í heiminum verið viðurkend og er enn víða viðurkend, og hún myndi hafa fengið nálega eins almenna viðurkenning eins og bænar- skyldan, ef hún ekki heimtaði svo miklu meiri útlát en bænarskyldan. l>að er í fjórtánda kapítula fyrstu Móses' bókar, að fyrst er í biblíunni getið um tíund, 1 sögunni um Abraham, er hann snéri aftur heimleiðis eftir að hann hafði unnið á konungun- um. f>á er því sagt, að Melkísedek, »prestur guðs hins æðsta«, hafi gengið á móti honum, og þá hafi Abraham gefið honum tíund af öllu herfangi sínu. Ekki verður séð á þeirri frásögu, að það, sem Abraham gjörði þá, hafi að néinu leyti verið frábrugðið því, er hann átti vanda til áður. f>vert á móti er auð- sætt, að það, sem hann í þetta skifti gjörði, þetta framlag af hans hálfu, sem átti svo einkar vel við, varð honum nálega ósjálfrátt, eða eins og sjálfsagt skylduverk; því Abra- ham leit ekki svo á, að þetta sérstaka her- fang, sem hann hafði með sér úr bardaganum, gæti talist heyra honum til; hann leit svo á, að það heyrði að réttu lagi konunginum í Sódóma til; en án tillits til þess, hvers eign það væri, heyrði tíundi parturinn af því drotni til með fullum rétti, og þeim hluta yrði að' skila fulltrúa drottins. ífann afhenti herfangið hinum rétta eigandi eftir að *tollgjaIdið til stjórnarinnar var borgað*. Má því virðast, að tíundarskyldan eigi rót sína að rekja til hinnar sameiginlegu undirstöð i boðorðanna í lög- máli guðs rikis fremur en til nokkurs sér- staks laga-ákvæðis. Ekki vantar það þó, að sérstakar fyrirskip- anir séu í biblíunni um tíund, eða að lofi sé þar leikið á menn fyrir það að hafa rækt þá skyldu, og menn víttir fyrir vanrækslu hennar. A það er þegar bent að skylda þessi er viðurkend í fyrstu bók gamla testamentisins Seinna verða þar fyrir oss sérstök og marg- endurtekin boð um að gæta hennar í verkinu. í síðastu bók gamla testament.sins tökum vér eftir því, að um vanrækslu tíundarskyldunnar er farið eins hörðum orðum og um rán. — »Á maðurinn að pretta guð ?« — er þnr spurt. Er nokkur svo vondur, að hann af ásettu ráði steli frá guði? Guð sjálfur spyr svo, og svarar síðan upp á þáspurningu: »Mig hafið þér prettað. þ>ér spyrjið: í hverju prettum vér þig ? — í tíundum og lyftingárfórnumc. Með öðrum orðum: Ef einhverjir yðar, sem játið því að þér séuð börn drottins, hafið brugðist þeirri skyldu að greiða drotni tíunda part af tekjum yðar, þá eruð þér þjófar f>að er skýlaus kenning biblíunnar á þessum stað. Víst getur nú sá maður, sem er iærisveinn Krists, haldið því hiklaust fram, að hann sé ekki framar bundinn við bókstaf lögmálsins í þessum greinum, svo framarlega sem hann ómótmælanlega hlýðir þessu lögmáli eftir anda þess. Ef kri ,tinn maður í raun og veru telur og notar alla daga og allar tekjur sínar sem drotni tilheyrandi, þá þarf hann auðvitað ekki að vera að hugsa um það að hnitmiða gjafir sínar til guðs þakka við tíunda partinn af tekjum sínum, né guðrækilega hvíld sína og tilbeiðslu við sjöunda part vikunnar. En ef hann ætlarsér að nota kristilegt frjálsræði sitt sér til afsökunar frá því að gefa drotni eins stóran hluta tíma síns og tekna sinna eins og lögmál Gyðinga og hið almenna lögmál guðs á öllum öldum hefir heimtað af hverjum manni, þá er hann samkvæmt guðs orði ekki að eins ræningií hjúpi kristinnar trúar—heldur lika hræsnandi ræningi. Ekkjan, sem lagði »al- eigu« sínaífjárhirzlu musterisins,var úr sökinni, þó að hún væri þá ekkert að hugsa um að fullnægja tíundaskyldu sinni á bókstafiegan hátt. En annars má íiú telja víst, að hún hafi goldið tíund sína áður en hún bar það offur fram. Eins myndi hver sá maður vera úr sök, sem væri þess fullviss, að hann hefði aldrei lagt minna en fjórða part af tekjum sínum í fjárhirzlu drottins. Einmitt hér skal það tekið fram, að þegar vér tölum um gjafir drotni til handa á þe°sum tíma, þá eigum vér við það að leggja fé fram upp á áskorun

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.