Frækorn - 30.04.1905, Qupperneq 5

Frækorn - 30.04.1905, Qupperneq 5
FRÆKORN 73 Það er sumt af þeim, sem v.ar táknmynd upp á Krist, svo sem t. a. m. fórnfæringar- lögmálið ; það er auðvitað ekki lengur í gildi, því það átti að eins við, þangað til hann kom. Svo eru ýms önnur fyrirmæli um borgara- leg efni, sem auðvitað að eins giltu fyrir þá þjóð, sem þau sérstaklega voru gefin. Dæm- in, sem þér komuð með í >Fj.k.«, voru ein- mitt þess eðlis. Loks kem eg að því, sem kristnir menn al- ment viðurkenna, að hafi varanlegt gildi, og það eru þau lög og fyrirskipanir, sem snerta afstöðu mannsins gagnvart guði. Boðorðið um að leita ekki frétta af framliðnum, sem þér, hr. E. H., kannist við að sé bann gegn athaifi ípiritistanna, gildir, af því það sneríir beint afstöðu manna gagnvart guði og af því að slíkt sé »drotni andstyggilegt«, »sví- virðing« í hans augum o. s. f. Guð er óumbreytanlegur. Jak. i, 17. Það, sem á dögum Móse var honum andstyggilegt, getur ekki verið honum velþóknanlegt nú. Og nýja testamentið er eins mikið móti spíritismanum eins og hið gamla. Les t. d. 2. Tess, 2, 9.; 1. Tím. 4, 1.; Opinb. 16, 16.; Opinb. 13, 11 —18. o. m. fl. Spíritistarnir segja, sumir af þeim, að Kristur hafi verið »miðill« og að spíritisininn sé ki isti- legur, en þó þeir kynnu að vilja sýna oss Krist í »launkofum« eða kabinettum sínum, og það væri auðvitað ekki nema sjálfsagt, ef svo væri, að þetta athæfi alt væri með feldu, þá segir frelsari vor : „Þegar þeir segja, að hann sé í launkofum, þá trúið því ekki’ Matt. 24, 26. D. Ö. -^vAr Um spíritismarm („andatrú") hélt hr. Einar Hjörleifsson fyrirlestur í Bárubúð 25. þ. m. Menn munu alment hafa komið til þessa fyrirlesturs nteð miklar vonir um að fá að heyra rækilega frásögn um þau »tákn og stórmerki«, sem gerast hjá spírit- istum, og þá sérílagi um hin »dularfullu fyrirbrigði , sem að sögn hafa gerst hjá spíritistunum í Reykjavík. En úr því urðu vonbrigði. Tvær, þrjár kynjasögur enskar og ummæli nokkurra manna enskra og danskra var alt og sumt í þá átt. Og af þvi urðu naumast marg- ir spíritistar. Eu það fengu menn að vita, að hr. E. H. er trúaður á spíritismann, sem er reyndar kunnugt áður. Hr. E. H. sagði »spíritismann vera trúarbrögð «. Pað var heldur engin nýlunda, nema ef vera skyldi fyrir ritstjóra »ísafoldar«, því að hann sagði hér um daginn í »ísaf.«, að spíritisminn væri eintóm vísindi og hefði ekkert með trú að gera! »ísa- fold« leiðréttir vonandi þetta, því hún leggur mikið upp úr orðum hr. E. H. Hr. E. H. kvartaði mikið um vöntun á umburðarlyndi hjá þeim, sem halda því fram, að spíritismi og kristindómur sé sitthvað og hvort öðru gagnstætt. Rar sem nú þetta er heilagur sannleikur, þá er þessi umkvörtun harla einkennileg. Vér héldum, að hr. E. H. væri þó ekki á móti því, að menn mættu bæði hugsa og tala rólega um hvert mál sem er og færa ástæður fyrir því. Rótt menn haldi nú — sem fyllilega leyfilegt er — að spírit- isminn sé ekki kristilegur, þá getur nm- burðarlyndið við hr. E. H. og þá, sem honum fylgja, verið jafn mikið fyrir það. — Hr. E. H. sýnir sjálfur, þótt það sé ósjálfrátt hjá honum, að spíritisminn sé ekki kristindómur. I »Fjallkonunni« XXII, 15 talar hann um, að fylgismenn spírit- ismans séu þeir, sem ekki aðhyllast krist- indóminn. Hví amast hann þá í fyrir- lestri sínum við »Þjóðólfi«, sem segir, að þeir gerist spíritistar, sem »varpað háfi kristilegri trú fyrir borð«? Svo mikið umburðarlyndi ætti hr. E. H. þó að hafa, að hann leyfi mönnum að segja það sama, og hann segir sjálfur. Og munurinn á þessu tvennu í »Fjk.« og »Pjóðólfi« er víst sáralítill, sé hann nokkur. Hr. E. H. leitaðist þá við að gylla spíritismann sem trúarbrögð. En svo var- lega, sem hann fór að því, og enda þótt hann í þá átt ekki segði nema mjög svo einhliða frá þeim, gægðist þó hið anti- kristilega í spíritismanum mjög greinilega fram úr. Hann sagði sem sé frá því, að spíritisminn viðurkendi ekkert lausnargjald fyrir syndir manna annað en það, sem hver maður sjálfur greiði í þessu eða öðru lífi. En þetta er sama sem að afneita friðþægingardauða Jesú Krists, eins og hver maður skilur. — Fyrirlesturinn var snildarlega fluttur. Það er altaf skemtun að framsetning hr. E. H. Það sorglega er, að jafn góður og gáfaður maður og hr. E. H. skuli fylgja þessu máli fram.

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.