Frækorn - 20.07.1905, Blaðsíða 4

Frækorn - 20.07.1905, Blaðsíða 4
FRÆKORN llö í því hann kom út úr skemtihúsinu, þar sem hann hafði setið. »Já, eg er leiður yfir, að eg varð svo fljótt að kalla á þig aftur, en hr. Thom- sen óskaði eftir, að eg gæti komið þess- um böggli á járnbrautarstöðvarnar, svo hann geti komist með fyrstu lest, og nú eru_síðustu forvöð. Viltu hlaupa með hann, drengur minn?« »J4, með ánægju,< sagði Hinrik, og hljóp strax á stað, eins hratt og fæturnir leyfðu. »Rað er enginn efi á því, að hr. Arne- sen hefir haft á réttu að standa, það er þegar komið í ljós,« sagði herra Berg, þegar hann sá, hve hart sonur hans hljóp niður götuna. ^Rað er mikill kraftur í vingjarnlegum orðum. Guð gæfi, að eg aldrei framar gleymdi þeim sannleika. Pað er léttara að leiða en knýja. Hve átakandi, að eg hef ekki séð þetta fyr. Hve mikið sól- skin hefði eg ekki getað varðveitt á heim- ili okkar, og í hjarta drengsins míns, og hve mikla sorg hefðum við þá verið lausir við. Rað er satt, að kærleiksn'k orð deyja aldrei, þar sem hörð orð vekja reiði á margvíslegan hátt.« Meðan hann stóð þannig og talaði við sjálfan sig, kom Hinrik til baka aftur og gekk inn á skrifstofuna með björtum og ánægjulegum svip, ogsagði: »Er nokk- uð meira, sem eg get gjört fyrir þig, pabbi?« »Já, sonur minn, komdu og kystu mig, og hjálpaðu mér til að vera ástríkur og hógvær faðir, í staðinn fyrir að vera harður og óvingjarnlegur.« Þeir grétu báðir af gleði, því þeir reyndu nú, hve undra mikill máttur var í þeim kærleika, er nú var kveiktur í hjörtum þeirra. — Einkennileg barnaskírn. Einhverju sinni, er Alexander biskup í Alexandríu var staddur í heimboði hjá prestum nokkrum í húsi einu háu, þar sem þeir gátu séð út yfir báðar hinar Alexandrísku hafnir, veitti hann eftirtekt fjölda af börnum, sem léku sér á ströndinni. Pegar biskupinum virtist leikur barn- anna verða um of alvarlegur, sendi hann nokkra af prestunum að kalla á börnin til sín, sem þeir og gjörðu. Hann ávít- aði þau fyrir að hafa leikið sér með helgi- siði trúarbragðanna. — Fyrst neituðu þau því, en svo könnuðust þau við að þau hefðu verið að líkja eftir skírnarsakra- mentinu. Pau höfðu valið einn dreng- inn til að vera biskup, og hann hafði dýft þeim niður í sjóinn, eftir að hafa undirbúið þau með viðeigandi spurningum. t’egar biskupinn sá, að alt hefði rétt og formlega framfarið, lýsti hann þá yfir, að skírnin væri gild, og hann sjálfur smurði með staðfestingarsmyrslum. Pessi dreng- ur var Athanasius, sem síðar varð svo nafnfrægur í hinu aríanska stríði. Þessi frásaga er í Stanleys History of the Eastern Church. Sami höfundur segir: »Pað getur ekki verið spursmál um, að hin upprunalega skírnaraðferð — eftir þýðing orðsins — hafi verið full- komin niðurdýfing í vatnið, og að eng- in önnur aðferð hafi verið þekt, eða á- litin fullgild í minst 400 ár, að undan- teknum hættulegum sjúkdómstilfellum, sem voru nær yfirnáttúrlegar undantekningar. Og hin austræna kirkja heldur sér enn þá fast við hina upprunalegu aðferð.« Hinn byzantiski (gríski) hluti hennar, sem er hinn álitlegasti, kannast öldungis ekki við neina aðra aðferð. Hin latneska kirkja hefir gjörsamlega breytt um aðferð, og yfiraustur með fáum drop- um vatns, er nú í vesturlöndum komin í stað niðurdýfingar í vatnsfall eða stór- ar skírnarþrór í austurlöndum. — J. C: Nielssen. Barnatrú. — Litla stúlkan var mjög veik; sjúk- dómurinn hafði gjört hana blind. Einn dag heimsótti hjúkrunarkonan hana. »Ert þú alveg blind, Mary?« spurði hún. »Já, — en eg get séð Jesú,« svaraði Mary. Hvernig getur þú séð Jesú, Mary?« — »Mcð augum hjarta míns,« svaraði barn- ið. Var hún ekki sæl? Eigum við að líkjast Mary? —

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.