Frækorn - 20.07.1905, Blaðsíða 6

Frækorn - 20.07.1905, Blaðsíða 6
118 FRÆKORN ur af áhyggjum og sorgum? Kristur er hinn mikli kennari og læknir. Hver sem aðgætir hans orð, fær fræðslu. Og ef hann meðtekur Krists kenningu, getur hann ekki verið vonlaus í þessu lífi, né án sællrar eftirvæntingar hins tilkomandi lífs. Nýja testamentið segir oss frá öltu um hann,« sagði prédikarinn. »Gott, en eg á enga biblíu,« sagði skósmiðurinn. Prédikarinn gaf honum sína eigin vasa- biblíu; og þegar hann nokkrum mínút- um síðar kvaddi, skildi hann eftir utaná- skrift til sín ásamt ósk um að heyra slð- ar frá skósmiðnum. Tveim mánuðum síðar, er hinn góði maður sat heima í lestrarherbergi sínu í borginni, var honum sagt frá ókunnum manni, sem vildi tala við hann. Gest- inum var boðið inn, o'g þekti prédikar- inn hann ekki, og kom hin innilega kveðja honum því á óvart. »Minnist þér ekki þess að hafa gefið skósmið nokkrum biblíu ?« sagði hann og nefndi stað og tíma. »Eg er maðurinn. Biblían yðar hefir sýnt sig að vera lífs- ins brauð fyrir hjarta mitt. Eg hefi fært yður litla gjöf, og vona þér veitið henni móttöku, sem litlum þakklætisvott frá minni hálfu til yðar,« og hann opnaði böggul og tók úr honum Ijómandi falleg stígvél og rétti prédikaranum. Hann reyndi stígvélin, og til mestu undrunar pössuðu þau ágætlega. »Hvernig gátuð þér farið svo nærri um mál af mér?« spurði hann. »Þérjjskilduð eftir fótspor yðar í hinni linu leirjörð við húsið mitt; eg mældi sporin, og eftir þeim gjörði eg stígvélin,« sagði skósmiðurinn. Prédikarinn var hinn ánægðasti og lýsti því yfir, að hann hefði aldrei fyr veitt móttöku jafn fögru vináttu-merki. »En, vinur minn,« hélt hann áfram, »hið bezta af öllu þessu er þó breyting- in á yður. Pér eruð öldungis nýr mað- ur. Eg þekki yður ekki.« Breytingin var augljós. Skósmiðurinn var orðinn nýr og hamingjusamur mað- ur, og hann gjörði nú öðrum jafnmikið gott og prédikarinn hafði gjört honum. Pegar hann fór aftur til baka til hinna fjarlægu heimkynna sinna, tók hann með sér byrgðir af biblíum. Nágrannar hans höfðu nú fengið eins mikla löngun til að eignast biblíur, eins og hann hafði sjálfur haft. í nafni meistarans. Lítill drengur, á að gizka 10 ára að aldri, stóð berfættur úti fyrir skóbúð einni í Broadvay New-York, og horfði inn um gluggann, skjálfandi af kulda. — Heldri kona, sem kom akandi eftir göt- unni í skrautlegum vagni, með tveim fjöruginn hestum fyrir, tók eftir litla drengn- um, sem leit út fyrir að vera gagntekinn af kulda, og samstundis bauð hún ekiln- um að stansa framan við búðina. Kon- an, sem var klædd, steig út úr vagnin- um, gekk með hægð upp til drengsins og sagði: »Hversvegna horfir þú svo inn um gluggann, drengur minn?« »Eg var einmitt að biðja guð að gefa mér eina skó,« svaraði hann. Konan tók hann þá við hönd sér, leiddi hann inn í búðina og spurði eig- andann, hvort hann vildi láta einn af þjónum sínum fara og kaupa hálfa tylft af sokkum fyrir sig. Hann varð strax við bón hennar. Síðan spurði hún, hvort hún gæti fengið vatn í fat og handklæði, og svaraði hann: »já, undireins«; og í einni svipan útvegaði hann þetta. Hún tók hinn litla vin sinn afsíðis í búðina með sér, og þegar hún hafði tek- ið af sér hanzkana kraup hún niður og þvoði hina litlu fætur, og þerði þá á handklæðinu. — Um sama leyti kom verzlunarþjónninn aftur með sokkana. Pegar hún hafði klætt drenginn í eina sokkana, keypti hún skó og gaf honum, og þegar hún hafði bundið saman það, sem eftir var af sokk- unum og fengið honum, klappaði hún á vanga hans ogsagði: »Eg vona, dreng- urinn minn, að þér líði nú ögn betur.« Pegar hún snéri sér við til að fara, tók drengurinn, sem hafði verið utan við sig af undrun, í hönd henni, horfði upp

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.