Frækorn - 20.07.1905, Blaðsíða 7

Frækorn - 20.07.1905, Blaðsíða 7
FRÆKORN 119 í andlit hennar, og sagði með tárin í augunum: »Eruð þér engill?« — Dr. Valtýr og Hall Caine. Enska skáldið Hall Caine gaf í fyrra út bók er hann nefndi The Prodigal Son (Glataði sonurinn); og á sú bók að vera lýsing á íslandi ogíslenzkum staðháttum, en afar-rangt er þar frá morgu sagt. Vér skulum hér setja sumt af því, og geta menn þar af áttað sig á lokleysuuum. Kona landstjórans á Islandi (landshöfð- ingjafrúin) er ólæs á skrift og óskrifandi. Búðarlokur eru fjallkóngar hér á landi og fara í rosabullum í leitirnar til þess að verða liðugri í snúningum að elta fé um fjöll og firnindi. Prestssetrið á þingvöllum er bænda- eign, og uppboð eru haldin á löghelgum dögum hér á landi. Reykvíkingar fara ríðandi til dómkirkj- unnar (eða fríkirkjunnar), biskupinn ferm- ir börn og rektor (latínuskólans) býr þau undir fermingu. Kjörgengir eru menn til alþingis hér á landi 25 ára gamlir, uppástungur al- þingis eru bornar upp og gerðir þings- ins eru auglýstar á Lögbergi á Pingvöll- um .»eins og í fornöld«. Æðarfuglarnir eru farfuglar, Hengill- inn er austanmegin Pingvallavatns og Landsbankinn gefur út seðla, er hljóða upp á 50,000 kr. og 1000 kr.«----------— — Menn þurfa svo sem í sjálfu sér ekk- ert að kippa sér upp við það, þó að einhver »öktunarlaus« og athugalítill flysj- ungs-útlendingur finni upp á því í gróða skyni að skrifa einhvern þvætting um Island og Islendinga. Pað hefir iengi brunnið við. Hitt hefir sjaldnar orðið, a.ð íslending- ar hafi gerst til þess að staðfesta vitleys- ur og svívirðingar útlendinga um sjálfa sig. En í Eimreiðinni (XI, 72— 74) hef- ir Dr. Valtýr Guðmundsson nú ritað um þessa bók, og segir hann í henni »ágæt- ar lýsingar á íslenskri náttúrufegurð« og »mörgu úr þjóðlífi voru og þjóðháttum, og er það furðurétt nœrri altsaman. « Petta er sök sér. Dr. Valtýr viður- kennir hér ekki meir en sumt af því sem í bókinni stendur. En í blaði því, sem ketnur út í Lundúnum og »Daily Mail« heitir, stendur 15. des. 1904 svo látandi klausa eftir fyrtéðan Dr. Valtý: »Prof. Valtyr Gudmundsson: As an Icelander, I am highly astonished to find every feature from Icelandic life in »The Prodigal Son« quite correct«. Petta útlegst svo á vora tungu: »Svo sem einn íslendingur em egstór- lega steini lostinn af því að sjá hverja einustu mynd úr lífinu á íslandi í Glat- aða syninum í alla staði hárrétta«. Valtýr stendur gagnvart úttendingum við það, að allar framantaldar lokleysur Hall Cain’s seu í alla staði hárréttar. Pað er óskiljanlegt, hvernig, dr. Valtýr hefir getað sett sannleikans stimpil á slíkar lýsingar eins og þessar. Hafi hann skrif- að það í fljótfærni er það afsakanlegt, en þá hefði hann þurft að afturkalla orðin í »Daily Mail . En oss vitanlega hefir hann ekki gert það. (Að mestu eftir Óðni.) Borðbæn. »Tilheyrið þér hinum heilögu?« Pess- ari spurningu beindi mhður nokkur tji nábúa sí s, sem í borðtíma byrjaði með því að flytja þögula bæn fyrir máltíð. Hinn að-spurði varð ekki orðlaus, en spurði aftur: »Tilheyrið þér hinum guð- Iausu?< Hann fékk ekkert svar. En hin djúpa alvara, sem greip hinn fyrnefnda, sem áður haíði hlegið, var einnig svar. — Merkur norskur prestur, pastor Stórjo- han, gistir nú sem stendur í Reykjavík. Hann er áhugamikill og mælskur prest- ur og fylgir gömlu stefnunni, er t. d. mjög andvígur biblíukritíkinni í þeirri mynd, sem- séra Jón Helgason hefir hald- ið fram hér hjá oss. Séra Stórjóhan hef- ir gefið út mörg ritverk, meðal atinars" mjög merkilegt rit um Davíð konung og

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.