Frækorn - 15.09.1905, Page 3

Frækorn - 15.09.1905, Page 3
FRÆKORN 139 lítil með rúnir spillingar og siðleysis á andlitum sínum. Vanalega eru bú- staðir þessara aumingja rakaf ullir, þröngir og dimmir kjallarar. í þess- um vesælu klefum fæðast börn þeirra og alast upp án þess að sjá neitt að- laðandi eða fegurð náttúrunnar, sem guð þó hefir ætlað mönnunum til gleði og unaðar, en í þess stað sjá þau ekki annað en volæði og guð- ieysi. Guðs nafn heyra þau aðeins með alskonar vanhelgum og saurug- um orðum. í híbýlum þessum er loftið þrungið af tóbaksreyk og áfeng- isílm. Par mætir ekki annað auganu, í íám orðum sagt, en siðferðisleg spilling í alskonar myndum, sem leið- ir afvega hugsunarhátt unglingsins. Rótt þessir áminstu aumingjar þurfi mikillar hjálpar í mörgum greinum, ber einnig að gefa gaum hinum ríku, sem á sinn hátt eru einnig bágstadd- ir. Sálir allra manna, ríkra og fátækra, eru jafn dýrmætar í guðs augum. fVð er sorglegt, en satt, að auðmanninum hættir mjög við að skoða auðinn, sem drottinn hefir sett manninn sem ráðs- mann yfir, sem hina æðstu hnoss. Retta verður honum til freistingar og syndar. Eftirlátsemi við fýsnirnar á meðlætis- dögunum verður oft að drotnandi vana. Oft finnast fátækir menn, sem minnast sinna liðnu daga með eftir- sjá og söknuði, — minnast eyðilagðr- ar heilsu og sóaðra efna. Einatt finnast þesskonar sorgleg dæmi í hin- um ýmsu embættastéttum. Rar hafa menn hneigst að drykkjuskap með eim svívirðingum, sem honum fylgja. egar nú hin sorglegu dæmi þessara föllnu manna hræra oss til meðaumk- unar, ætti sannarlega að benda þeim á hættuna, sem enn ekki eru komnir út í djúp spillingarinnar, en sjáanlega eru á leiðinni þangað. Að sækjast eftir feitum embættum, heimslegum unaðsemdum og alskonar makinda- lífi er oft að stofna sál og líkama í dauðans hættu. Myndu ekki alvar- legar hjálpar-tilraunir í þessu efni varpa Ijósi á braut einhvers, sem er að fara af réttri leið? Prestarnir, stjórnfræðingarnir, rithöf- undar, auðmenn og yfir höfuð allir framsóknarmenn íheiminumeru í háska staddir, af því þeir sjá ekki hættuna, sem í því felst að gæta ekki hófs, af fremsta megni, í öllum greinum. Peir þurfa að gefa gaum að hinu ægilega valdi holdlegrar eftirlátsemi, ekki á þröngan og einhliða hátt, heldur skoða það í Ijósi guðlegrar stjórnar og tilætlunar með mannkynið. Yrði þessum mönnum, með góðum árangri bent á hið fagra og sanna, myndú þeir kannast við sóma sinn gagn- vart guði og náunganum. Pótt nú hinn ríki liggi ekki í þeim löstum, sem varða við borgaraleg lög og sé fyrir það, eftir heimslegri mæli- snúru, talinn sómamaður í mannfé- laginu, er þó ástin til auðæfanna og áhuginn að safna æ meiru og meirU af peningum, sem einmitt er því til fyrirstöðu, að hann vaxi í guði. Af* leiðingin af þessu verður einatt sú: hann villist út á eyðimörk lasta og glötunar. Og vegna þess, að hann hefir hugann einungis á hinum tím- anlegu hlutum og er sífelt önnum kafinn að gæta þeirra, verður hann ærið tilfinningarsijór fyrir kærleiks- kröfum guðs og þörfum meðbræðra sinna. i stað þess að líta á hinn jarð- neska auð sem gjöf frá guði, er hann eigi að verja honum til dýrðar og gagns og gleði hinum fátæka og munaðarlausa, skoðar hann hann sem sjálfkjörið fé sér til eftirlætis og mun- aðar, og þakkar þetta sjálfum sér. Hann byggir hvert húsið á fætur öðru og kaupir hverja landspilduna eftir aðra. Hann fyllir hlöður sínar og forðabúr með alsnægtum, sér og sín- um til saðnings og svölunar, meðan skorturinn og neyðin heimsækir ná- granna hans og bakar honum freist- ingar sjúkdóm og dauða. Peir, sem þannig helga líf sitt eigingirninni og sjálfselskunni, lifa einungis í sjálfum sér, en ekki guði. Pessum atidlegu fátæklingum þarf að boða fagnaðarboðskapinn. Peir þurfa að snúa sér frá hégómanum og

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.