Frækorn - 15.12.1905, Qupperneq 3

Frækorn - 15.12.1905, Qupperneq 3
FRÆKORN 105 þaö er þekking og hversdagsreynsla. 1 Eg sé stöðugt hin ótvíræðustu dæmi j upp á bænheyrslu. Alt líf mitt er fult ! af þeim.« Eitt, aðeins eitt! Vor æfibraut oft liggur um þyrnum þakta | grund, þótt þakin sýnist rósum um lífsins morgun- J stund, er æskusólin fögur með unaðs-bjarma skín, því oftast fyr en varir sú gleðistundin dvín. t>ví eins og veðrið breytist, þótt björt sé morgun- stund eins breytist gjörvalt lífið á óhamingjustund, svo það, sem áður ljósið með lífsins krafti 61, það lykur harður jökull sem aldrei bræðirsól. Og þar, sem áður ætíð var unaðslegt og bjart, nú inni grúfir myrkur svo hræðilega svart, sem heims ei rnegnar gleði úr hjörtum reka braut né hrífa burtu sorgir, er beiska vekja þraut. En eitt er þó, sem megnar að hrekja sorgar- húm, úr hjörtum syndaranna og veita gleði rúm, það guðs er orð og andi, sem æ fær kjörum breytt, og eflir friðinn sanna, er læknar hjarta þreytt. Breiðdal. Hinn vitri dómari. Emírinn í Algier, Banakas, heyrði tal- að um, að þar í bæ nokkrum litlum mundi vera frábærlega duglegur dóm- ari, sem væri svo skarpvitur, að eng- inn bófi gæti gabbað hann. Banakas vildi sjálfur fullvissa sig um, að hve miklu ieyti orðrómurinn mundi vera sannur. Hann klæddi sig því sem kaupmann og fór til bæjar- ins, þar sem dómarinn bjó. Við borgarhliðið mætti hann krypl- ingi, sem bað hann um ölmusu. Banakas gaf honum pening og vildi ríða leiðar sinnar, en betlarinn hékk utan í honum. »Hvað vilt þú?« spurði Emírinn. »Hef eg ekki þegar gefið þér pening?« »Það hefir þú gjört,« svaraði betl- arinn, »en, viltu ekki líka lofa mér að ríða hiá þér til torgsins? Eg get ann- ars auðveldlega orðið troðinri undir af úlföldum og hestum.« Banakas lofaði þá betlaranum að koma á bak fyrir aftan sig, og þann- g komu þeir til torgsins. Rar stöðv- aði hann hestinn, en betlarinn fór ekki af baki. »Hvers vegna fer þú ekki af baki?« spurði Emírinn. »Farðu af baki, við erum við markið.« »Hversvegna ætti eg að fara af baki?« mælti betlarinn. »Hesturinn er mín eign. Ef þú vilt ekki með góðu gefa mér hann eftir, þá verður þú að fylgj- ast með til dómarans.« Rað þyrptist fólk í kring um þá til að heyra skammirnar. »Farið þið til dómarans,* hrópuðu menn til þeirra, »hann getur skorið úr þrætunum.* Banakas og betlarinn fóru þá til dómarans. Rað vóru þrengsli í réttarsalnum, og dómarinn kallaði á þá sem hann ætlaði að dæma, hvern eftir annan í röð. Áður en röðin kom að Emírnum, voru vísindamaður og bóndi kallaðir fram. Þeir þráttuðu um konu. Bónd- inn hélt því fram, að það væri sín kona, og vísindamaðurinn að hún væri sín. Regar dómarinn hafði yfirheyrt þá báða, þagnaði hann sem snöggvast og sagði síðan : »Látið konuna vera hér eftirhjámér og komið aftur á morgun.« Næst á eftir kom slátrari og olíu- mangari inn. Slátrarinn var auðvitað blóðugur, og mangarinn var með fjölda af olíublettum. Slátrarinn hélt á stórum peningapung í hendinni, og olíumangarinn hélt fast um hendi slátr- arans. Slátrarinn sagði: »Eg keypti olíu af þessum piltungi og tók upp peningapung minn til að

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.