Frækorn - 15.12.1905, Page 5

Frækorn - 15.12.1905, Page 5
FRÆKORN 197 vatni og aðgætti í morgun, hvort nokk ur olía flyti ofan á. Hefðu pening- arnir tilheyrt olíumangaranum, mundi hann hafa atað þá með fitugum hönd- unum; en fyrst vatnið var hreint og fitulaust hlutu peningarnir að vera slátrarans eign. Hvað hestinn áhrærir, var það sízt erfiðara. Betlarinn þekti líka hestinn aftur jafn fljótt og þú, á meðal tutt- ugu annara. En eg reyndi einnig með yður einungis til að sjá, hvern ykkar hesturinn þekti aftur. Pegar þú komst til hans, snéri hann höfðinu til þín, en þegar betlarinn snerti hann, lagði hann kollhúfur og sló aftur und- an sér. A þennan hátt gat eg séð, hver var hinn rétti eigandi hestsins.« Pá sagði Banakas til hans: »Eg er ekki kaupmaður, heldur Em- írinn Banakas. Eg er kominn hingað til að sjá, hvort það er satt, sem sagt hefir verið um þig. Eg sé nú, að þú ert ákveðinn og skarpvitur dómari. Bið hvers sem þú vilt, og þér skal verða veitt það.« »Eg þarfnast engra launa,« svaraði dómarinn. »Hrós Emírsins hefir gjört mig nægilega ríkan.« Hitt og: þetta um Japana. Regar Japanar byggja hús, byrja þeir á þakinu; síðan reisa þeir stoð- irnar, er þakið á að hvíla á, og þar á eftir leggja þeir undirstöðusteinana; að því loknu byrja þeir á veggjunum, og ganga svo frá þeim, að þá megi draga frá og fyrir eftirvild; veggir úr pappír eru mjög mikið tíðkaðir. Ofnar og reikháfar eru óþektir í Japan. Verkfæri og áhöld brúka Japanar öfugt við okkur. Hefilinn draga þeir að sér og saga upp á við; skrúfur og borar snúast til vinstri; fsegar þeir sauma, þræða þeir ekki nálina, heldur næla þráðinn, og í staðinn fyrir að draga nálina gegnum dúkinn, halda þeir nálinni kyrri og hreifa dúkinn.— Komi Japani inn í ókunnugt hús, tek- ur hann af sér skóna, en hefir hattinn kyrran á höfðinu, ef hann er þá ekki berhöfðaður, sem oft er. Þegar hann heilsar, sezt hann fyrst niður, eða, eins og konur gera þar alment, fleyg- ir sér niður og snertir gólfið með knjám og andliti. Vér látum alt af beztu herbergin snúa fram að götunni, en Japanar hafa þau ætíð við bakhlið hússins. í Japan eru karlmenn rétthærri en konur. Ef karlmaður, sem ekur sér til skemtunar, »lítillækkar« sig til að taka konu sína með sér, lætur hann hana hjálpa sér upp í vagninn, en sjálfur þykist hann of góður til að rétta henni hjálparhönd. — Þegarjap- anar syrgja, klæðast þeir hvítum föt- um; það er þeirra sorgarbúning- ur. í stað þess að konur Norðurálfubúa sakna æskunnaryfirleitt, vilja þær Jap- önsku helzt vera og nefnast gamlar; því hærri sem aldurinn er, þess meira veitist þeim af heiðursmerkjum ellinn- ar. Astæðan er sú, að í staðinn fyrir að takmark Evrópuþjóða vorrar aldar er framtiðin, börnin og hin sjálfstæða og sjálfvalda lífsstaða, er hin siðfræði- lega skoðun Japana alveg gagnstæð. Rar er liðna tíðin lotningarverð og forfeður og foreldrar sjálfsögð fyrir- mynd og há elli í sjálfu sér mjög heiðursverð. Með smábreytingum á búningi sínum sýna Japanar nákvæm- lega aldur sinn. Til þessa dags hafa þeír rakað augabrýr sínar og litað tennurnar svartar, svo að allir skyldu sjá þegar þeir væru giftir. Eftir bað brúkum vér þurt hand- klæði, en Japanar »þerra« sig með því votu. Ajapönskum úrum og klukkum standa ^vísirarnir kyrrir, en skífan snýst. — A japönskum bókum er titilblaðið aftast og þær lesnar það- an fram eftir; línurnar eru lesnar frá hægri hlið til vinstri, þvert á móti því sem við gerum. Utanáskrift með jap- anskri orðaskipun yrði því t. d.: Reykja- vík, Aðalstræti, Jón Jónsson o. s. frv. Petta eru að eins örfá dæmi. Pjóð, sem er jafnþvert á móti mörg-

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.