Frækorn


Frækorn - 01.03.1906, Blaðsíða 1

Frækorn - 01.03.1906, Blaðsíða 1
VII. ÁRO. REYKJAVÍK 1. MARZ. 1906. 9. TBL. Dýrðarsöngurinn. (The „Glory“ Song). „Vér. vitum . . . að vér munum sjá hann eins og hann er.'1 - 1. Jóh. 3, 2. Þegar eg leystur verð þrautunum frá, þegar eg sólfagn landinu á lifi og verð mínum lausnara hjá það verður dásamleg dýrð handa mér. Dásöm það er dýrð handa mér, dýrð handa inér, dýrð handa mér’ er eg skal fá Jesú auglit að sjá það verður dýrð, verður dýrð handa mér. Og þegar hann, er mig elskar svo heitt, inndælan stað mér á himni’ hefir veitt, svo að hans ásjónu’ og augum fæ leitt — það verður dásamleg dýrð handa mér. Dásöm það er o. s. frv. Astvini sé eg, sem unni eg hér, árstraumar fagnaðar berast að mér; blessaði frelsari, brosið frá þér það verður dásamleg dýrð lianda mér. Dásöm það er o. s. frv. L. H. þýddi. Hví biðja mennsvo lítið? • Á vorum dögum eru margir menn, sem eiga örðugt með að koma sál sinni til að biðja. Hjá þjóð vorri er bænin ekki einungis horfin úr heimilislífinu, heldur og úr hinu daglega lífi fjölda margra einstaklinga. Örðugleikinn liggur í trú- arskorti, og trúarskorturinn stendur aftur í sambandi við gjörvallan hugsunarhátt þessa tíma. Á fyrri dögum var hlaupið yfir þær orsakir hlutanna, er næst lágu, og tafarlaust leitað til guðdómsins sem þess, er beinlínis væri orsök allra at- burða. Á vorum dögum er mönnum gjarnt að líta ekki lengra en til orsak- anna, sem næst liggja, með því að mann- leg eftirgrenslan og skarpskygni kemst þar lang-helzt að, en þar á móti hættir mönnum við, að gleyma hinni upphaf- legu orsök allra hluta, hinum eina sanna og lifanda guði. Vér skulum ímynda oss, að einhvers- staðar sé verið að koma upp húsbygg- ing nokkuri, og maður einn komi þar að og taki til að rannsaka ofur grand- gæfilega og vísindalega uppruna þessar- ar byggingar. Hann getur bent á stað- inn, þar sem leirinn hefir verið grafinn úr jörðinni, hnoðaður, brendur. Þar næst sér hann, hvernig múrsteinarnir, sem þann- ig eru til orðnir, hafa verið fluttir þang- að, sem húsið skyldi standa, á hesta- vögnum, járnbrautum, skipum, eða öllu þessu. Hann getur bent á staðinn, þar

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.