Frækorn


Frækorn - 01.03.1906, Blaðsíða 4

Frækorn - 01.03.1906, Blaðsíða 4
68 FRÆKORN Masjinka dreipti á hann svaladrykk, og j móðir hennar hélt köldum umvöfum við ' brunasárin, en ívan og Fedor fóru eftir íækninum og prestinum. Læknirinn sá fljótt, að hér var um ekkert líf að ræða, baðst þá sjúklingur- inn þess, að fá að vera einn með prest- j inum og húsbændunum og börnunum. Fedor litli kraup við rúmið og hélt í hendina á bjargvætti sínum. »Eg á nú ekki langt eftir, vinir mínir, i skriftatími minn er stuttur«, sagði sjúk- í lingurinn, öruggur í anda, en barðist við sárar kvalir. »Eg er rær.inginn Mikael j PeruL« Reir, sem við staddir voru, kipt- j ust við, er þeir heyrðu þetta, en Fedor hélt þó fast í hönd hans og horfði vín- gjarnlega og blíðlega á hinn deyjandi vin j sinn, en úr augum hans “Skein ró og j friður, en þó sár iðrun. »Eg get ekki«, mælti hann, »sagt yð- ur, hvernig eg lenti á þessum sorgíega j og voðalega glæpavegi, er eg hefi svo j lengi gengið; eg ætla heldur ekki að telja hér upp öll þau morð og rán, er j eg hefi framið og liggja nú þungt á j samvizku minni; en þið munið öll eftir kvöldinu fyrir 7 árum, þegar Wolskoi, sem nú er húsbóndi minn, kom heim úr j ferðalagi sínu. Eg lá í leyni bak við J krossinn til þess að myrða hann og ræna. Pá komu börnin til að biðja fyrir föður j sínum undir krossinum. Bæn litlu stúlkunnar hafði þegar undr- unarleg áhrif á mig. En undir eins og hún hafði lokið bæn sinni, vaknaði aftur freistingin upp í mér, og eg sagði við sjálfan mig : »þú ert eigi að síður glat- aður, skjóttu kaupmanninn, og vittu hvert þú ert ekki sterkari en sá guð, sem er að varðveita hann. En þá fór dreng- urinn að biðja, og er hann í sakleysi sínu bað einnig fyrir veslings ræningjun- um, virtist mér sem engill beiddi guðinn að frelsa einnig mig; og þegar kaup- maðurinn kom, fleygði egfrá mér morð- tólum mínum og laumaðist burt. Pað er enginn hægðarleikur að verða alt í einu heiðarlegur maður upp úr ræn- ingja, og mér kom oft í huga að fram- selja mig sjálfur réttvísinni til þess sem fyrst að öðlast frið í dauðanum. En enn þá var svo mikil auðn og tóm í hjarta mínu, og mig langaði svo til að vera viss um að á himnum stæðu mér opnar dyr. Það var eins og eg dragist stöðugt nær og nær þessum börnum, þau komu mér fyrir sem englar, er eg gæti ekki án verið, og svo fór það þannig, að eg komst að þjóns-starfinu hérna.« Nú þagn- aði hann yfirkominn af sársauka. »Veslings Nikulás« sagði húsfreyjan, »en að þú skyldir verða fyrir þessu dauðans óláni trúmennsku þinnar vegna.« »Ó, að drottinn vildi skoða það sem bót fyrir einhver brot min«, sagði hinn deyjandi þjónn. Ffann leit með glaðleg- um svip til himins og mælti: »Eg hefi fundið náð hjá guði.« Augun voru brostin, áður en prestur- inn gat boðað honum í nafni drottins syndanna fyrirgefningu, en rósemd sú, sem afmáluð var á andliti hans, sýndi fyllilega, að þessi síðustu orð hans voru sönn. Flinn umliðni syndaferill þessa ræningja fór með honum í gröfina, en minningin um dygð hans og trúmensku lifði í þakk- látum hjöidum. Fiús kaupmannsins var bygt upp aftur en fegurra og skrautlegra en áður. Eftir dauða foreldranna bjó Masjinka þar með ástríkum eigin-manni. Fedór settist á jarðeignir föður síns og var mildur og góður húsbóndi við undirmenn sína, en Ivan lagði stund á það sem hugur hans girntist mest og fór víða um lönd og saltan sæ, en engan fjársjóð kvaðst hann hafa eignast meiri en þann að hafa lœrt að biðja. Norskir skiðamenn. Myndin á næstu blaðsíðu er af norsk- um skíðamönnum. Engin þjóð í heimi heldur skíðaíþróítinni í jafnmiklum heiðri og Norðmenn. Bæði ungir karlmenn og kvenmenn taka þátt í skíðaferðunum. Ekk- ert er betur fallið til þess að þroska lík- amskraftana og stuðla að heilbrigði æsku- lýðsins. Æskilegt væri, að íslendingar í þessu líktust Norðmönnum meira en þeir gera. »Frækorn« hafa áður flutt langa grein um skíðaferðir (III, bls. 118), og leyfum vér oss að benda lesendum vorum á hana.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.