Frækorn


Frækorn - 29.03.1906, Qupperneq 2

Frækorn - 29.03.1906, Qupperneq 2
98 FRÆKORN Hann elskar alla; hann elskar hinn mesta syndara, en hann elskar ekki synd- arann með sama sérstaka kærleika, sem hann ber til safnaðar síns. »Pessvegna«, segir guð í fyrstu bók biblíunnar, »skal maðurinn yfirgefa föður sinn og móður sína og búa með eiginkonu sinni. Rau munu verða einn maður.« Og þegar Páll postuli útskýrir þetta í hinum tilfærða stað í bréfinu til Efesusmanna, segir hann: »Petta er mikill leyndardómur, en eg lít með því til Kristsog safnaðarins.« Eins og maður, sem er kvongaður, elsk- ar eiginkonu sína á sérstakan hátt, öðru- vísi en hann elskar nokkra aðra konu hér á jörðu — eins getum vér sagt með sanni um Jesúm Krist — Hann elskar söfnuð sinn eins og brúði á þann hátt, sem enginn annar hefir hlutdeildí. Auð- vitað á eg hér með orðinu »söfnuð« ekki við neinn sérstakan trúflokk eða kirkjudeild, heldur samfélag heilagra, við þá alla, sem kallaðir eru frá heiminum og eru sameinaðir Kristi í lifandi trú á hann, og bera til hans innilegan kærleika. Og þegar maður les í guðs orði um kærleika Krists, þá verður maður vel að gæta þess, hvort staðirnir um kærleika Krists tala um hinn almenna kærleika hans til mannanna, eða um þann sér- staka kærleika, sem hann ber til sinna lærisveina. Quðs orð gerir greinilegan mun á því. Hjálp við biblíurannsókn. Hvildardagurinn. Hvíldardagur drottins er hinn sjöundi dagur. Hann er enn þá jafn heilagur og skuldbindandi, eins og hann var frá upp- hafi. 1. Hann var innseitur, blessaður og helgaður í sköpuninni. 1. Mós. 2, 1. 3. 2. Mós. 20, 11. Mark. 2, 27. 2. Mós. 16, 22. 23. 25.-30. 2. Hann er fyrirskipaður í guðs lög- máli. 2. Mós. 20, 8,—11. og viðhelst á hinni nýju jörð. Es. 66, 23. 3. Við helgihald hvíldardagsins er tengt fyrirheít um eilíft líf. Es. 56, 2, —7.; 58, 13. 14. 4. Hann (hinn sjöundi dagur) er einn- ig hvíldardagur hins nýja testamentis. Matt. 12, 1. 2. 5. 8.-12.; 24, 20. Mark. 2, 23.-28. Lúk. 23, 54.-56. Jóh. 19, 31. Pgb. 13, 14. 27. 42. 44.; 15, 21.; 16, 13.; 17, 2.; 18, 4. Fimtíu og átta sinnum í nýja testa- mentinu er sjöundi dagurinn kallaður helgi, hvíldardagur eða sabbatsdagur. Pað var skrifað á tímabili kristninnar, og fyr- ir þá, sem á því lifa. Hið rétta nafn sjö- unda dagsins (laugardagsins) líka á tíma kristninnar er þess vegna »Sabbatsdagur«, samkvæmt guðs orði. En dagurinn næsti eftir, er blátt áfram kallaður »fyrsti dag- ur vikunnar.* Orðið »Sabbat«, þýðir hvíldardagur. Kallið þess vegna sjöunda daginn hvíldardag, hvílið á honum og haldið hann heilagan. »Quð er sannorð- ur, en sérhver maður lygari, eins og skrifað er, svo að þú reynist áreiðanleg- ur í orðum þínum og vinnir, þegar um þig er dæmt.« Róm. 3, 4. »Sá sem kenn- ir, kenni eins og guðs orð « 1. Pét. 4, 11. Sjöundi dagurinn er »drottins dagur«, hann hefir áskilið sér hann, en engan annan. Hinir sérstöku hvíldardagar Oyðinga voru árlega, og tilheyrðu fórnfæringum gamla sáttmálans. 3. Mós. 16, 29. 80.; 23, 27. 32. 1. Kron. 23, 31. Kól. 2, 16. 17. »Petta eru drottins hátíðir . . . auk drottins hvíldardaga.« 3. Mós. 23, 37.-38. Hvenœr hvíldardaguriun byrjar. Hvíldardagurinn er minning þess, að guð hvíldist á hinum sjöunda degi, eftir að hann hafði skapað alla hluti á sex dögum. Pess vegna byrjar hann að kvöld- inu samkvæmt hinni fyrstu niðurröðun tímans. Hver sólarhringur byrjar að kvöldinu. 1. Mós. 1, 5. 8. 13. 19. 23. 31. 3. Mós. 23, 32. Neh. 13, 19. Kvöldið byrjar, þegar sól gengur und- ir. 3. Mós. 22, 6. 7.' 5. Mós. 23, 11. Jós. 8, 19. Fyrsti dagur vikunnar. Fyrsti dagur vikunnar er nefndur átta sinnum í nýja testamentinu. Matt. 28, 1, Mark. 16, 2. 9. Lúk. 24, 1. Jóh. 20. 1. 19. Pgb. 20, 7. 1. Kor. 16, 2. Hér

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.