Frækorn


Frækorn - 29.03.1906, Blaðsíða 4

Frækorn - 29.03.1906, Blaðsíða 4
100 FRÆKORN það fróðlegt að geta nokkurnveginn séð samhengið í hinum verulegu sjðum og reglum dáleiðslunnar, og því sem sagt er um hana. Dáleiðslan er í sjálfu sér mjög einföld og óbrotin. Hún er bygð á náttúrulögmálinu. Rað þarf einungis að benda á, að maður gegn um skilningarvitin — sjónina, heyrnina Og tilfinninguna — færir vissa hluti heil- ans um stundarsakir út af sínu venjulega starfssviði, svo hið dularfulla við þetta, að einu leyti í það minsta hlýtur að hverfa, og mönnum fer að skiljast, að menn hreyfa sig ekki undir jafn óskiljanlegum yfirráðum eins og flestir ætla. — Pað, sem eg hér ætla að tala um, er annars það, sem hver og einn af oss getur ef til vill átt kost á að sjá; svo maður þá verði ekki eins óvitandi, þegar það ef til vill einhvern góðan veðurdag birtist einhverjum af oss, svo hann þá geti bet- ur fylgst með, þegar maður hér og þar hittir á ýmislegt sem þessu máli viðkem- ur. Hvað er það sem menn kalla dáleiðslu (hypnotismus) ? Grikkir höfðu orðið »hypnos«. Pað þýðir nákvæmlega »svefn«. Ein af þeim myndum, sem dáleiðslan kemur fram í, er sem sé nokkurskonar svefnlíkur dvali (dá). Af því hafa menn dregið orðið dáleiðsla (dásvefn). Menn hafa margar mismunandi að- ferðir við að dáleiða. Vanalega heppnast það ekki í fyrsta skiftið að dáleiða mann. Viðkomandi verður að vera sérlega mót- tækilegur, ef það á að takast í fyrsta sinn. Sá, sem á að dáleiðast, verður helst að vera á þeim stað, sem skarkali utan- að ekki truflar. Dáleiðslan tekst bezt, þegar kyrð og ró ríkir umhvcrfis og hægt er að fá hlutaðeigandi til að hugsa mest um það eitt að »sofa«. Almennasta aðferð við dáleiðslur er núningur. Viðkomandi er látinn setjast á stól, þar sem vel fer um hann, mað- ur hallar höfði hans aftur á bak, og nýr hann laust og varlega með höndunum, bæði um höfuð og allan líkamann. Jafn- framt talar maður til hans lágt og hug- hreystandi. Aðrir dáleiða með því að ? horfa fast í augun á viðkomanda. í byrjun 19. aldar var uppi enskur læknir, sem hafði aðra dáleiðsluaðferð. Hann tók einn eða annan glansandi hlut, t. d. uppskurðarhnífinn sinn, og hélt honum í 25 — 45 centm. fjarlægð frá auga sjúklingsins, í þeim skorðum, að hann yrði að reyna mátulega mikið á sig til að geta séð hnífinn glögt. Síðan átti sjúklingurinn að festa hugann á hnífnum eingöngu. Eftir litla stund lokaði lækn- irinn augum hans, og féll hann þá í dá- svefn. Fyr á tímum notuðu menn sterkari meðul til að framleiða dásvefn. Fransk- ur læknir segir þannig frá: »1 fyrsta skifti sem maður reynir til að framleiða dásvefn á einhverri mann- eskju, getur það verið nauðsynlegt, að láta blóðið fyrst stíga til höfuðsins. Eg læt sjúklinginn snúast hálfboginn nokkra snúninga; þegar svo það er á enda, stöðva eg hann skyndilega og horfi fast og á- kveðið á hann. « þenna hátt tókst honuni mjög oft að dáleiða menn. Þegar einusinni er búið að dáleiða einhvern, er miklu auðveldara að endur- taka það síðar. Og þess oftar sem það er gjört, þess auðveidara verður það. Við þá menn, sem oft hafa verið dáleiddir, er oft nóg að dáleiðarinnn segir: »sofn- aðu«. Svo sofna þeir. Stundum er það nóg, að framleiða sterkt hljóð í sama herbergi, t. d. trumbuslátt. Aðrir dá- Ieiðast við það að beint er á þá björtum ljósgeisla, já, verulega móttækilega menn fyrir dáleiðslu að eins með því að skella saman lófunum við eyra þeirra. I hverju er nú dáleiðslu-ásigkomulagið fólgið ? Menn þekkja margar ólíkar tegundir dáleiðslu-ásigkomulagsins. Vér skulum nú líta á hinar helztu þeirra, eins og hinn frægi franski prófessor Charcot skýrir frá þeim. Dáleiði maður einhvern með núningi, eða með því að láta viðkomandi horfa á skygða og skínandi hluti, þá framleiðist smátt og smátt ástand, sem líkist nokk- urskonar dvala. Höfuðið hnígur niður á brjóstið, og menn heyra, að sjúklingurinn hrýtur, og loks verður vart við hreyf- ingu eins og sjúklingurinn sé að kyngja einhverju, og er það merki þess, að hann

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.