Frækorn


Frækorn - 23.05.1906, Side 2

Frækorn - 23.05.1906, Side 2
162 FRÆKORN hans vegsemd og stíg niður til jarðar- innar!« Og hann kom. Les Jóh. 6, 38. »Eg hefi stigið niður frá himni, ekki til að gjöra minn vilja, heldur vilja þess, er mig sendi. Hversvegna yfirgat Jesús himininn og kom til jarðarinnar hvers- vegna yfirgaf hann land dýrðarinnar og kom niður í myrkur heimsins ? Af því faðirinn sagði: »Gakk«. Og hann gekk. Og það, sem er enn þá eftirtektaverðara, stendur í Fil. 2, 8., að hlýðni hans við föðurinn skeikaði ekki í hinurn fyrirlit- lega dauða á krossinum, — »hann varð mönnum líkur, hann lítillækkaði sjálfan sig og var hlýðinn alt til dauðans, alt til dauðans á krossinum.« Lesum vér þetta vers með því sem stendur á undan og eftir, finnum vér það fult af hinni dýrmætustu huggun. í sjötta versi er sagt, að Jesús, þótt hann væri í guðs mynd — þótt hann bæri það með sér, að allir, sem þektu hann, sáu að hann var guðleg vera og hafði frá eilífð verið guðs ímynd þá miklaðist hann ekki af því að hann var guði líkur, heldur lítillækkaði sjálfan sig, tók á sig þjóns mynd, varð mönnum líkur, og að útvortis- hætti sem maður. Hann lítillækkaði sjálfan sig og var hlýðinn til dauðans, já, til dauðans á krossinum.« Hlýðni frelsarans. Hugsunin er þessi: Jesús hafði að velja á milli þess, að vera það, sem liann hafði verið frá eilífð í guðs mynd, og hins að afklæðast guðdómsmynd sinni, og stíga niður til heimsins í hlýðni við boð föðursins og taka á sig mynd af- brotamannsins, því sem slíkur dó hann á krossinuni, þegar hann var deyddur. Rað lá fyrir honum að velja, og liann vissi vel, hvað hann gjörði, þegar hann sneri bakinu að hinni guðlegu tign og kaus heldur að líða dauða glæpamanns- ins á krossinum. Hvers vegna? Af hlýðni. Auðvitað var það af kærleika til mín og þín, en þetta var ekki helsta orsökin. Rað var elskan til guðs. »Eg hefi stigið niður af himni, ekkí til að gjöra minn vilja, heldur vilja þess er mig sendi.« Faðirinn sagði: »Stíg niður og dey fyrir synduga menn.« Og hann steig niður. Það er endurtekið, að hann dó fullkom- lega sjálfviljugur. Jóh. 10, 15.— 18. »Eins og faðirinn þekkir tnig og eg þekki föð- urinn, og eg gef út lífið fyrir sauðina. Ressvegna elskar faðirinn mig, að eg læt mitt líf, svo eg taki það aftur. Enginn tekur það af mér, heldur læt eg það sjálfviljuglega. Eg hef vald til að láta það og vald ti! að taka það aftur. Retta boðorð hefi eg meðtekið af mínum föður.« Oft er Jesús afmálaður sem sá, er menn sviftu lífi. Hann lifði hreinu og heilögu lífi á jörðunni, segja menn, og þegar hann mætti valdi heimsins, eins og það kom fram á þéim tima, þá var hann sviftur lífinu. I’etta er samt sem áður ekki kenning biblíunnar. Enginn hafði vald til að taka lífið frá honutn. Hann gaf ]tað út, hafði vald til að láta það, og vald til að taka það aftur. Hann varð ekki fyrir því ofbeldi, sem hann hefði ekki getað umflúið. Hann gaf sitt líf frá sér með fullum vilja. Hvers vegna? Menn svara: Af kærleika til mín og þín.« Já, en það var dýpri orsök til þess — hann gjörði það, sem faðir hans bauð honum að gjöra: ^Þetta boðorð hefi eg meðtekið af mínum föð- ur.« Með krossinn fyrir augum. Pegar frá upphafi lífs síns hafði Jesús snúið huga sínum til Golgata. Lúk. 9, 51. »Nú er leið að hans upphafningar- tíma, hélt hann til Jerúsalem.« Hvað var það í Jerúsalem, sem dró hann þangað ?

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.