Frækorn - 23.05.1906, Blaðsíða 6
166 FRÆKRON
arivindur hafði nú tnarga undanfar-
andi daga leikið um stóru fannbreið-
urnar, sem smámsaman færðust nið-
ur eftir hinum bröttu fjallshlíðum,
niður að seljunum. Snjónum hafði
hlaðið niður svo að hætta var af snjó-
flóðum.
Viktor hafði ferðast í næsta dal til
að kveðja kunningja, áður en hann
færi að heiman. A heimleiðinni fór
hann um sel Cesariosar. Hann hafð:
séð hvernig snjóbreiðurnar héngu
fram af brúnunum og á pörtum voru
stykki farin að losna og hrynja eitt
eftir annað, svo hann flýtti sér heim
alt hvað af tók. Þetta var um kvöld.
Sólargeisiarnir féllu enn þá á fjalls-
tindana, en hvíti snjórinn endurkast-
aði birtunni, og tindarnir glóðu í sól-
setrinu, en yfir dalnum hvíldi rökkur.
Jakob sat fyrir utan selkofann og
horfði niður í þorpið, sem óglögt
sást í fjarlægð. Hann kallaði til Vik-
tors og spurði hann hvort hann hefði
tekið eftir hvernig snjóbreiðunum
liði.
»Já,« svaraði Viktor til að gjöra
hann öruggan, »snjóbreiðurnar liggja
fastar. Rað er engin hætta búin af
þeim fyrst um sinn.«
»Eg hefði annars farið heim í kveld«,
sagði Jakob, »en verð nú kyr hér
í nótt, og rek svo geiturnar út í fyrra-
málið.«
»Það getur þú ókvíðinn«, svaraði
Viktor með háðsbrosi.
»Við skulum láta hann eiga sig«,
hugsaði hann með sér, þegar hann
hélt áfram göngunni, »en mig hefði
ekki langað til að vera hérna upp frá
í nótt; það líður ekki á löngu, þang-
að til snjóbreiða’n kemur.«
Jakob lagðist öruggur til svefns á
mosabeð í geitakofanum, og sofn-
aði brátt. Um nóttina vaknar hann
við voðalega skruðninga, brak og
bresti eins og alt væri af göflum að
ganga. Það var snjóbreiðan sem hafði
losnað og ruddist nú niður fjallið með
öllum þunga sínum. Stórir steinar
hentust svo þúsundum skifti niður í
dalinn eins og væru það jötnaherlið
sem berðist. Snjóflóðið braust gegn
um skóginn, allur skógurinn svign-
aði og hundrað ára stofnar kubbuð
ust sundur eins og tunnustafir, og
það hélt áfram herjandi niður eftir.
Þegar Jakob opnaði dyrnar og leit
út í níðdimma nóttina, heyrði hann
brak yfir höfði sér og hurðin skeltist
aftur og hann varð innilokaður. Snjó-
flóðið hafði farið yfir kofaræfilinn,
sem hann var í og hafði grafið hann.
Kofinn var bygður fast upp við klett,
svo að snjóþyngslin höfðu ekki orð-
ið svo mikil og kofinn stóð óskadd-
aður ennþá. Enn hvað var við það
unnið, hann var lifandi grafinn með
aumingja dýrunum einum. Heima,
mundi hans verða saknað, en skyldu
þeir þá ná honunr lifandi út? Hann
henti sér grátandi á bæli sitt og grét
þar til hann sofnaði. Þegar hann
vaknaði aftur undraði hann sig á
þessu níða-myrkri, sem enn þá var í
kofanum en loks mundi hann hinn
sorglega viðburð næturinnar.
»Viktor hatði vitað að snjóflóðið
mundi bráðlega koma,« sagði hann,
en hann vildi ginna mig til að vera
kyr; nú man eg eftir undarlega háðs-
brosinu á vörum hans, þegar hann
yfirgaf mig.«
Hann þreyfaði sig áfram um kof-
ann. Hann var umkringdur af snjó
á alla vegu, og önnur hliðin hafði
brotnað inn, en kofinn stóð að öðru
leyti uppi óskemdur. Hann mjólkaði
nú geiturnar og drakk mjólkina.