Frækorn - 31.05.1906, Blaðsíða 3
FRÆKORN 17Í
Eg fyltist ósegjanlegri gleði, þakk-
iæti og lofgjörð stigu upp frá hjarta
mínu, fyrir að hafa reynt svo dýrmæta
írelsun, fætur mínir voru dregnir upp
úr leirnum og settir á klett, að eg,
sem áður hafði verið án vonar, hafði
nú hlotið fullvissu um fyrirgefning og
velþóknun, það var náð, sem ekki
gat gleymst.
Frá þessum tíma leitaði eg guðs
hjálpar, og af gæzku sinni gaf hann
mér heilsuna aftur. Pá varð eg fær
um að syngja og lota nafn hans, sem j
lifir til eilífðar. Hinn heilagi andi, sem
eg áður hafði hafnað, var mér nú
gefinn til að kenna mér og leiða mig
á friðarins veg.
Upp frá þessu var hjarta mitt, vegna
svo mikillar náðar auðmjúkt og fúst
til daglega að taka á sig Krists kross,
og fylgja honum á hinum þrönga
vegi sjalfsafneitunarinnar. Eg var hlýð-
inn, og hann gaf mér náð til að hafna
mínum hégómlegu lifnaðarháttum, og
öllum holdlegum skemtunum sem hon-
um voru á móti.
Hann leiðbeindi mér nú í öllum
hlutum og sýndi mér skýldur mínar,
og gjörði mig færan um að framkvæma
þær, á þann hátt, sem honum var
þóknanlegt.
En ef eg nokkru sinni fylgdi mín-
um eigin vilja, misti eg kraftinn, og
sá ekkert gagn af verkum mínum. Af
þessu lærði eg, að eg gat ekkert gert
guði til dýrðar án hjálpar heilags
anda.
Pannig fann eg stöðugt nauðsyn á, |
að snúa mér til hans og láta hann
leiða mig; og hann leiddi mig á lífs-
ins veg, er leiðir til eilífs friðar, hvern
sem fylgir honum.<
Þetta er reynzla Davids Ferris, sem
lifði í Ameríku fyrri hluta 19. aldar.
Fimtíu árum síðar stóð hann einnig
stöðugur í að trúa á drottinn Jesúm
sem frelsara sinn.
Vort andlega stríð er ýmislegt, og
guð leiðir oss á ýmsan hátt, en ef
vér óskum að standa meðal hinná
endurleýstu frammi fyrir guðs hásæti,
þá hljótum vér allir að hafa, »þvegið
skikkjur vorar og hvítfágað þær í
blóði lambsins.« Opinb. 7, 14.
Lesari minn! hefir þú fengið synd
þína fyrirgefna ? Hefir blóðið Jesú
Krists hreinsað þig af allri synd ?
Biður þú guð án afláts um leiðsögh
heilags anda, og hjálp hans til að
sigra sérhverja freistingu?
»Komið síðan og eigumst lög viðy
segir drottinn, þó yðar syndir væru
sem skarlat, þá skyldu þær verða
hvítar sem snjór, og þó þær væru
rauðar sem skarlatsormur þá skyldu
þær verða sem ull.« Es. 1, 18.
En guð friðarins, er uppvakti af dauða
drottinn vorn Jesúm Krist, hinn mikla
hirðir sauðanna, fyrir blóð hins eiiífa
sáttmála, hann fullkomni yður í öllu
góðu verki til að gjöra hans vilja.
Hebr. 13, 20-21.
Hjálp við biblíurannsókn.
(Þýtt.)
Von guðs barna.
Guðs orð talar að eins um eina von
fyrir hina heilögu. Ef. 4, 4.
Þessi von er ekki, að ódauðleg sál
fari til himins þegar maðurinn deyr,
heldur að guðs sonur muni í dýrð opin-
berast, uppvekja þá heilögu og safnaöll-
um sínum til sín, sem þá munu öðlast
eilíft líf. Job. 19, 25. 26. Sálm. 17,15.
Es. 26, 19. Dan. 12, 2. Matt. 13, 39.
43.; 25, 31. 32. 34. Lúk. 14, 14.
Jóh. 5, 28. 29.; 11, 24. 25.; 6,27.39.
40.; 14, 1-3. Filipp. 1, 6. 10.; 2,
16.; 3, 11. 20. Kól. 3, 4. 1. Tess.
2, 19.; 3, 13.; 4, 13-18.; 5, 23. 2.
Tess. 1, 7.-10.; 2, 8. 1. Tím. 6, 14.