Frækorn - 31.05.1906, Qupperneq 4
172
FRÆKORM
2. Tím. 4, 8. Tít. 2, 13. Hebr. 11,10.
13. 35.—40. Jak. 5, 7-9. 1. Pét. 1,
3. -7. 13.; 4, 13.; 5, 4. 2. Pét. 3,
7.-13. 1. Jóh. 2, 28.; 3, 2.; 5, 11.
Opinb. 5, 10. 13.; 22, 7. 12. 20.
Sál.
Orðið »sál« kemur af hebreska orðinu
Neh-phesh. Pað er þýtt í Geseníus’s
hebresku orðabók þannig: 1) andi, 2)
lífsandinn, eins og hið gríska orð psuke
og hið latneska anima, sem orsakar það,
að líkaminn lifir, þ. e. lífsskilyrðið, sem
kemur fram í andardrættinum. 3) Hin
skynsemigædda sál, meðvitundin, aðset-
urstaður tilfinninga og hreyfinga. 4) Lif-
andi vera sem líf (Neh-phesh) er í, það
er þýtt í gamla testamentinu með; sál, líf,
vera, sinni, hjarta, líkami, vilji o. s. frv.
Gríska orðið »psuke« er í Robinsons orða-
bók þýtt: andi, hinn starfandi andi, sem
orsakar það, að líkaminn lifir og finnur
til, lífs-skilyrðið, sem kemur fram í and-
ardrættinum. Pað er þýtt í nýja testa-
mentinu með: sál, líf, sinni, hjarta.
Andi.
»Andi« í gamla testamentinu, kemur
venjulega af orðinu »Roo-agh«, sem er
þýtt: andi, vindur, andar. Gesenius’s
orðbók skýrir það þannig: 1) andi, að
anda, blása, a) anda gegnum nasirnar,
b) anda gegnum munninn, c) andi eða
hreyfing loftsins. 2) Hinn lifandi andi,
andi, líf, lífs-skilyrði, sem kemur fram í
andardrætti gegn um munn og nasir
bæði hjá mönnum og dýrum. 3) Hin
skynsemi gædda sál, sinnið, andinn, a) að-
setursstaður óska og tilfinninga, b) sinn-
islagið, aðferðin við að finna til ogfram-
kvæma, c) vilji, ráð, tilgangur.
í nýja testamentinu er orðið »pneuma«
þýtt: andi, vindur, líf.
Orðin »sál« og »andi« koma fyrir
hér um bil 1700 sinnum í biblíunni en
eru hvergi í sambandi við orðið ódauð-
legur Pað er þess vegna alveg fyrir ut-
an guðs orð þegar menn tileinka sál-
unni eða andanum þennan eiginlegleika
»Bættu engu við hans orð, svo að hann
hegni þér ekki, og þú reynist ósannorð-
ur.« Orðskv. 30, 6.
En hversu er það ekki skiljanlegt og
samkvæmt ritningunni: að maðurinn deyr
og verður að moldu, sálin eða lífið hættir
að veratil, andinn fer til guðs, sem gaf
hann, meðvitund og hugsanir hætta.
Kristur uppvekur moldina aftur, og mann-
inum er aftur gefinn lífsandinn, hann
verður þá aftur að lifandi sálu, og hefir
þá aftur meðvitund, hugsun og tilfinning.
Frá Savoien.
Saga eftir Chr. Westergaard.
Theodór Árnason þýddi.
Framh.
»Atimingjarnir«, sagði hann, hvað
skildu þið fá að eta. Pegar þið hafið
drepist úr sulti þá kemur víst röðin
að mér?«
Aftur greip hann til hinnar venju-
legu huggunar barnsins í neyðinni:
hann fór að gráta. Pá datt honum
i hug hvað hann hafði heyrt um það,
hvernig guð og hinir voldugu dýrð-
lingar hefðu frelsað menn, sem hefðu
verið í líkum nauðum staddir og
hann, og í fyrsta sinn á æfinni kom
reglulega alvarleg bæn á varir hans.
Honum fanst ekki lengur jafn ein-
manalegt og tómlegt. Guð gat hann
þó talað við um neyð sína. Hann
vissi og fann að hann var honum
nálægur. Geiturnar styttu honum dá-
lítið stundir, þær stóðu og hnipruðu
sig saman í myrkrinu, hann kallaði á
þær og brellaði þær, og dagurinn
leið þannig um síðir til enda, þótt
hann væri í þessu svarta myrkri.
Fólkið í Tarut hafði mjög ótta-
slegið hlustað á hina voðalegu skruðn-
inga frá Glace tindi, og undir eins
og dagur roðaði var farið upp eftir
til þess að líta yfir eyðilegginguna.
Brátt kom sú frétt einnig niður í dal-
inn að selsland og kofi Cesariosar
hefði gjörsamlega hulist. Og í illgirni