Frækorn


Frækorn - 31.05.1906, Qupperneq 7

Frækorn - 31.05.1906, Qupperneq 7
FRÆKORN 175 bætt úr þessu með því að troða drusl- um í götin, gólfið svignaði undir þeim, er á það stigu, og veggirnir höfðu ekki seinasta mannsaldur verið ónáðaðir með því sem vér köllum ræsting. Hjarta Viktors sló hratt þegar hann kom að dyrunum. Var það mögulegt að það gæti verið Jakob þá hlyti eitthvert kraftaverk að hafa frelsað hann. Oæti hann nú mætt augna- tilliti Jakobs? En samt sem áður varð hann að sannfærast um hver það var. Hann vildi svo gjarna hugsa að það væri hinn gamli leikbróðir hans, en þorði það þó ekki. Loks áræddi hann að ganga inn í hús- ið; á tötralegu bæli úr hálmi og drusl- um lá veik og mögur vera. Það gat enginn annar verið en Jakob. Veiki drengurinn sneri höfðinu við og horfði undrandi á Viktor, þannig mættust þeir og athuguðu hver annan þegjandi. ^Rað ert flú þú samt sem áður«, byrj- aði Viktor. »Eg þekti apann þinn þarna uppi í búðinni.« »Pú hefir haldið mig vera kominn undir græna torfu fyrir löngu. Eg er að vísu ekki kominn þangað enn þá, en þess verður víst ekki langt að bíða. Eg kem aldrei framar heim til pabba og mömmmu.« Við þessa athugun fór aumingja dreng- urinn að gráta. »Ouði sé lof fyrir að þú ert lifandi !< sagði Viktor, og grcip hönd hans.« »Nú máttu ekki deyja, eg skal gæta þín og hjúkra þér!« »Þú,« varð Jakob að orði. Hann varð svo hissa á þessum skyndilegu vinahót- um. »Já, eg! Við erum landar og nú skulum við verða vinir.« »það er víst um seinan,« svaraði Ja- kob. Framh. Fórn drykkjumannsins. »Hér eru peningarnir mínir — gefðu mér eitt staup ! Hér eru fötin mín, maturinn og eldiviðurinn, sem kona mín og börnin áttu að fá — gefðu mér cog- nac! Hér er mentun barna minna og heimilisfriðurinn, — gefðu mér dálítið af púnsi! Hér eru peningarnir, sem áttu að fara í húsaleigu, og peningar sem eg skulda skólanum og ýmsum verzlunar- mönnum, — gefðu mér ögn af whisky! Skenktu meira á, eg skal borga það! Hér er líkami minn, heilsa og sálarfrið- ur, hér er mannorð mitt og trúarjátning, eg sleppi þessu öllu saman — gefðu mér vín ! Eg hef fleira að gefa burtu ! Hér er arfleifð mín í himnaríki og vin- átta hinna endurleystu; hér er vonin um frelsun ! Eg sleppi guði og frelsara mín- um ! Eg sleppi öllu, sem er gott, há- leitt og dýrðlegt í alheiminum. Eg gef þetta alt frá mér, til þess að geta drukk- ið mig ölvaðan!« ■pFcui/i- oq smawqi5. Erindrekar Bandarikjanna safna verkamönnum í Austurríki og senda vestur um haf til þess að endur- reisa San Francisco. Varakonsúll Bandamanna myrtur á Rússlandi. Kuldarigningar óvenju miklar síðastliðna viku á Bret- landi og um vestanverða álfuna; einnig víða tjón af vatnagangi. Kvennaskóli Reykjavikur. Stofnandi og forstöðukona kvenna- skólans frú Thóra Melsted, sagði af sér starfi í vor. Ungfrú Ingibjörg H. Bjarna- [ son er kosin forstöðukona framvegis.

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.