Frækorn - 21.06.1906, Page 1
Kærlciki Krists til föðursins.
Eftir dr. Torrey.
Framh.
Söfnuður útvaldra.
Hvað er vottur um það, að nokkur
tilheyri hinum útvöldu — sé hans eigin.
Hér megum vér líta á aðra hlið þessa
sannleika. Svarið erjóh. 6, 37. »Allir,
sem faðir minn gefur mér, koma til mín,
og þann, sem til mín kemur mun eg
ekjki út reka.« Sönnunin fyrir því, að
nokkur sé lians eigin, er, að hann komi
til hans.
Guði sé lof, vér getum allir komið.
Allir, sem lesa þetta geta komið. Ein-
hver kann að segja: sPetta kann að
vera gagnstætt því, sem þú þegar hefir
sagt. Alls ekki, og það er líka samkvæmt
ritningunni, lesið Opinb. 22, 17. »Og
andinn og brúðurin segja: Kom! og
hver, sem þetta heyrir segi : Kom! hver,
sem þyrstur er hann komi og hver, sem
vill taki gefins lífsins vatn.« Jóh. 5, 40.
^Pér viljið ekki koma til mín, svo að
þér hafið lífið.« Pú mundir hafa lífið,
ef þú hefðir komið; orsökin til þess að
þú komst ekki, var, að þú vildir ekki
koma.
Nú kann einhver að segja: »Petta,
sem þú ert að kennaer Arminianisme.«
F*að játa eg. Hvað ertu þá — spyrja
menn — Kalvinisti eða Arminíaner? Eg
vona eg sé hvorutveggja. 1 einu atriði
get eg óhræddur sagt að eg er fullkom-
inn Kalvinisti. Eg trúi því, að eg sé út-
valinn frá eilífð, og að ekki séu til svo
margir djöflar í helvíti að þeir geti slitið
mig úr hendi föður míns.
Þú segir máske að eg beri mikið traust
til mín sjálfs, en það gjöri eg alls ekki.
»En heldur þú að hinir heilögu geti ekki
fallið frá«, spyr þú, egtrúi þeir geti það,
en um leið trúi eg á almætti frelsara
míns til að halda þeim við.
Eg trúi orðum hans: »Eg gef þeim
eilíft líf, og þeir skulu aldrei að eilífu
glatast, enginn skal slíta þá úr minni
hendi«, faðir minn sem gaf mér þá er
sterkari en allir, og enginn getur slitið
þá úr hendi föður míns. Enginn, hvorki
djöflar né menn geta slitið þá úr hendi
föður míns. Eg trúi af öllu hjarta, að
hver sem vill getur komið. Faðirinn
hefir frá eilífð gefið Kristi þennan söfnuð
af mönnum, og þá, sem sýna að þeir
eru »gefnir« með því að >koma«, þá
elskar Kristur með sérstökum kærleika.
Hann ber sérstaka umhyggju fyrir þeim,
og gætir þeirra á þann hátt að enginn
þeirra glatast. í Jóh. 17, 12. lesumvér:
»Meðan eg var í heiminum varðveitti eg
þá í þínu nafni, sem þú gafst mér, eg
varðveitti þá svo enginn þeirra týndist,
nema sá glötunarinnar sonur svo ritning-
in rættist.« Jóh. 18, 9. Svo að það orð
rættist sem Jesús hafði talað : »Engum
glataði eg af þeim sem þú gafst mér.«
Guði sé lof!