Frækorn - 21.06.1906, Síða 2
194
FRÆKORN
Gott og vet, lítur út fyrir að sumir
hugsi, þá get eg lifað og látið eins og
mér þóknast; eg lofa syndinni aftur að
ráða; eg er einn af þeim, sem honum
er gefinn. Eg kom einu sinni til hans;
nú vil eg vera veraldlegur, og mun eins
fyrir það frelsast að lokum. Nei, á þenna
hátt munt þú glatast. Hvað þá, eg var
gefinn honum. Nei, þú varst ekki;hefð-
ir þú verið það, þá mundir þú hafa verið
stöðugt hjá honum. En eg kom þó til
hans. Nei, það gjörðir þú ekki, því
annars værir þú hjá honum.
Guðs orð er mjög misbrúkað' á þenna
hátt hér í Lundúnum. Eg hef hvergi
verið, sem eg hef rekið mig eins oft á
það. »Eg er einn af hans sauðum, og'
get rólegur lifað áfram í syndum mínum
og mun þó komast af að lokum.« Eg
þakka guði fyrir að slík kenning er ekki
til í biblíunni.
Ver stöðugur í hans elsku.
Lesum Jóh. 14, 21. »Sá, sem hefir
mín boðorð og heldur þau hann elskar
mig, en faðir minn mun elska þann, sem
elskar mig, og eg mun elska hann og
sýna mig honum.« Jesús Kristur elskar
þann, sem elskar hann og sem sýnir
elsku sína í því, að halda hans boðorð.
Kristur hefir sérstakan kærleika til sinna
lærisveina, og hann opinberar sig fyrir
þeim, en ekki öðrum.
Ert þú einn af þeim? Heldur þú
hans boðorð? »Pað gjöri eg, að minsta
kosti flest af þeim,« segir þú. Hver þá?
^Þau, sem liggja mér næst.« En þetta
er ekki nóg. Hann segir í Jóh. 15, 14.
»F*ér eruð mínir vinir ef þér gjörið það,
sem eg hefi boðið yður.« Ef þú gjörir
hvað sem hann býður þér, þá elskar
hann þig á sérstakan hátt og mun opin-
bera sig fyrir þér.
í Jóh. 15, 10. er oss sagt: »Ef þér
haldið mín boðorð munuð þér halda
minni elsku, eins og eg hélt boðorð
föður míns og held hans elsku.«
Eg heyrði þetta einu sinni skýrt þann-
ig á biblíu lestri: »Petta þýðir að vér
höfum meðvitund um kærleika hans.
Hann elskar okkur undir öllum kringum-
stæðum, en ef vér höldum hms boðorð
munum vér hafa meðvitund um kærleika
hans.«
En orðið segir ekki þetta. Leyfið mér
að benda á hina einföldu og beztu
aðferð til að skýra ritninguna. Ef þú
vilt vita hvað einhver ritningargrein þýð-
ir, svo gæt að hvað í henni stendur, það
er einmitt sem hún þýðir. í biblíuskól-
anum mínum í Chicago voru lærisvein-
arnir orðnir svo vanir að heyra þetta, að
ef einhver spuiði hvað einhver ritningar-
grein þýddi, svöruðu þeir sem með ein-
um munni: »F*að þýðir, sem þar stend-
ur.«
Nú er skýringin á fyrsta versinu ein-
mitt það, sem þar stendur — að ef vér
stöðugt höldum hans boðorð munum vér
stöðugt halda hans elsku — þessari sér-
stöku elsku, sem hann ber til sinna læri-
sveina. Ef þú í stað hlýðni sýnir óhlýðni
muntu missa af þessari elsku, sem Jesús
hefir tiL sinna hlýðnu lærisveina, og þú
fær ekki lengur vitnisburð af honum.
Máske hann hafi áður vitnað fyrir
sumum yðar. Pér höfðuð samfélag við
hann, og sáuð hans auglit. Hversu in-
dælt var það ekki! En nú er það ekki
lengur, þú hefir ekki persónulegt sam-
band við Krist. F*ú ert fallinn burt frá
söfnuði hans og sér ekki lengur hans
auglit.
Pú talar reyndar sömu orð og þú varst
vanur áður í hóp bræðra þinna. Pú
stendur upp og segir frá reynslu þinni
með svipuðum orðum og fyr, en allir,
sem hafa nokkurn andlegan skilning finna
mismuninn; þeir segja það máske ekki
við þig, en sfn á milli segja þeir: »Pessi