Frækorn


Frækorn - 21.06.1906, Side 4

Frækorn - 21.06.1906, Side 4
196 FRÆKORN inga, en nú er mitt ríki ekki þaðan.« Jóh. 18, 36. Vér köllum Krist meistara vorn og herra, og þá erum vér skyldir að hlýða lögum hans. Hann hefir safnað öllum skyldum vorum í eina höfuð- summu: Kærleikann til guðs ogkær- leikann til manna, það nær einnig til óvina vorra. Ef vér í sannleika trúum á Krist, þá munum vér bera fult traust til fullkomleika boðorða hans. Vér munum reyna, að með því að fylgja þeim, leiðumst vér vissulega til þess, að ná takmarki hans með mannkynið, og ef vér hlýðum þeim, erw« vér fullkomlega óhultir. Kristinn maður má ekki ímynda sér, að sá óhultleiki sé fyrst og fremst innifalinn í frelsun frá tímanlegum þjáningum og hættu, eða jafnvel dauða. Hermenn, hverra lífi er úthelt sem vatni, á orustu-vell- inum, eða deyja, með hina brennandi sól hitabeltisins yfir höfði sér, þeim er kent, að hlýðni sé þeirra fyrsta skylda, að dauðinn er betri en van- heiður, og að ótrúmenska við kon- unginn er glæpur. Skyldi hinn kristni vera síður með trúmensku. við skyld- ur sínar? Mun hann álíta það, að frelsa sitt eigið líf, hið æðsta lögmál fyrir endurfæddan mann ? Eða mun hann ekki hlýða herra sínum, og fela honum afleiðingarnar ? Það væri undarlegt, ef trúmenska í þessu efni hefði ekki einnig sína píslar- votta; en það er þó eftirtektavert, hversu oft hún er endurgoldin með frelsun á tíma hættunnar. Vér vitum að ofbeldi leiðir til ofbeldis, og bæði í víðri og bókstaflegri merkingu að »milt svar heftir reiði«.« Orðskv. 15,1. Þetta er reynsla þeirra, sem hafa fylgt þeirri meginreglu, að forðast ofbeldis- verk, jafnvel þótt sjálfsvörn væri um að tala. Rað er eitt dæmi sem heim- inum er kunnugt nfl. þegar William Penn stofnaði nýlendur í Pennsylvan- íu; þar var ríkisfélag stofnað meðal hinna viltu þjóðflokka Indíána, og stjórnað í 70 ár án þess, að grípa til vopna, einungis með réttlátri og vin- gjarnlegri framkomu bæði frá hlið ný- byggja og hinna innfæddu. Ferðamenn og trúboðar, sem ferð- ast vopnlausir meðal hinna viltu kyn- flokka, hafa altaf verið óhultari en þeir, sem vakið hafa tortrygni og gremju hinna viltu, með því að vera vopnaðir meðal þeirra. En um fram alt er það meira árið- andi fyrir kristinn mann, að læra að þekkja guðs vilja með það, hvernig hann á að hegða sér, heldur en hvaða afleiðingar hlýðni hans muni hafa fyrir ytra líf hans. Hið fullkomnasta dæmi og fyrir- mynd í þessu efni gaf Jesús oss á hinum alvarlega tíma, frá Getsemane til Golgata, um það, hvernig kristinn maður ætti að koma fram á reynsl- unnar tíma. Hann sá fyrir sér liggja handtöku og kvalafullan dauða, þó sagði hann. við lærisveininn, sem vildi verja hann með sverðinu: »Látið hér við stað- ar nema.« (Lúk. 22, 49 — 51.), og enn fremur: »Slíðra þú sverð þitt; þeir, er með vopnum vega, munu og fyrir vopnum falla.« (Matt. 26, 52.) Kristinn maður hlýtur stöðugt að gæta þess, að ekkert orð komi yfir varir hans, og að hann gjöri ekkert, sem geti vakið stríð, eða stutt þann misskilning, sem alt of oft aðskilur hjörtu manna. Hann verður að leita tækifæris til að framkvæma starf hinna friðsömu, og með því mun hann ekki einungis færa öðrum blessun, heldur einnig verða sjálfur hluttakandi í þeirri blessun, sem hljómaði af vörum friðar-

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.